Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 16
Nái frumvarpið um breytingu á lögum um verðtrygging-una fram að ganga má búast við að fjár-mögnun lánastofn-
ana á verðtryggðum fasteignalánum
verði erfiðari og lánskjör verri. Lögin
myndu kljúfa markaðinn fyrir verð-
tryggðar skuldbindingar í tvennt,
grynnka hann og þannig veikja verð-
myndun, að mati hagfræðings Sam-
taka fjármálafyrirtækja. Grynnri
markaður muni að öllum líkindum
þýða hærri vexti á verðtryggðum
skuldbindingum.
Fjármálaráðuneytið birti í sumar
drög að frumvarpinu sem er hluti af
skuldbindingum stjórnvalda vegna
lífskjarasamningsins. Breytingarnar
sem í því felast eru tvíþættar. Annars
vegar verður hámarkið á lánstíma
verðtryggðra jafngreiðslulána til
neytenda lækkað úr 40 árum í 25 ár.
Frumvarpsdrögin fela þó í sér tölu-
verðar undanþágur vegna aldurs,
tekna og veðsetningar. Hins vegar
verður heimilað að verðtryggja nýjar
fjárskuldbindingar miðað við vísi-
tölu neysluverðs án húsnæðis. Allar
eldri skuldbindingar verða þó áfram
verðtryggðar með vísitölu neyslu-
verðs eins og verið hefur. Öll ný verð-
tryggð lán til neytenda, neyslulán og
fasteignalán, skulu verðtryggð með
vísitölu neysluverðs án húsnæðis.
Yngvi Örn Kristinsson, hag-
fræðingur Samtaka fjármálafyrir-
tækja sem hafa skilað umsögn um
frumvarpsdrögin, segir í samtali
við Markaðinn að ný vísitala muni
flækja stýringu eigna og skuldbind-
inga hjá fjármálafyrirtækjum og líf-
eyrissjóðum.
„Markaðurinn verður grynnri og
það er verið að kljúfa hann í tvennt.
Þetta skapar vanda fyrir lífeyris-
sjóðina sem verða áfram með sínar
skuldbindingar, þ.e.a.s. lífeyris-
greiðslurnar, tryggðar með vísitölu
neysluverðs en sjóðfélagalánin og
ef til vill f leiri eignir verða á nýju
vísitölunni. Þannig myndast mis-
vægi og það er hugsanlegt að áhugi
sjóðanna á því að veita fasteignalán
til neytenda muni minnka,“ segir
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
tfh@frettabladid.is
Myndu kljúfa markaðinn í tvennt
Stjórnvöld skuldbundu sig til að leggja fram frumvarp um breytingu á verðtryggingunni þegar skrifað var undir lífskjarasamninginn. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR
Fyrirhugaðar breytingar
á verðtryggingunni
munu veikja verðmynd-
un vaxta. Hagfræðingur
segir hættu á að bankar
muni eiga erfitt með að
fjármagna fasteignalán
á nýrri vísitölu og því
verði lánskjör verri.
Eignamiðlun Suðurnesja kynnir:
Þekkt og rótgróið
þjónustufyrirtæki í
Reykjanesbæ til sölu
• Fyrirtækið, sem er í eigin húsnæði, er mjög vel
rekið og hefur frá upphafi skilað hagnaði.
• Félaginu fylgir 715m2 húsnæði ásamt öllum tækj-
um og búnaði til rekstursins.
• Fyrirtækið hefur verið í stöðugum vexti síðustu ár
og framtíðarhorfur mjög góðar og miklir mögu-
leikar framundan.
• Starfsmenn eru að meðaltali 7-9. Gott tækifæri fyrir
tvenn samhent hjón.
Um er að ræða gott fyrirtæki með góða afkomu sem
hefur byggt upp traust viðskiptasambönd við
einstaklinga og fyrirtæki til margra ára.
Nánari upplýsingar á skrifstofu okkar að
Hafnargötu 50, Reykjanesbæ og í síma 420-4050
Yngvi Örn. Lífeyrissjóðirnir muni
hafa mestan áhuga á verðtryggðum
markaðsskuldabréfum sem tryggð
eru með vísitölu neysluverðs til jafn-
vægis við skuldbindingarnar.
Lífeyrissjóðirnir eru stærstu kaup-
endur innlendra skuldabréfa og leið-
ir Yngvi Örn líkur að því að ríkissjóð-
ur muni ekki gefa út skuldabréf með
verðtryggingu með vísitölu neyslu-
verðs án húsnæðis. Verðmyndun á
vöxtum sem tryggðir eru með nýju
vísitölunni verði því ábótavant enda
myndi ríkisskuldabréf grunn að
verðmyndun á vaxtamarkaði.
„Síðan er hætta á því að bankarnir,
sem verða að lána til fasteignakaupa
í nýju vísitölunni, verði í erfið-
leikum að fjármagna fasteignalánin
með sértryggðum skuldabréfum.
Bankar myndu vilja að sértryggðu
skuldabréfin yrðu framvegis verð-
tryggð með vísitölu neysluverðs án
húsnæðis. Áhugi lífeyrissjóða sem
eru helstu kaupendur skulda bréfa á
innlendum markaði, og þannig verð-
tryggðra skuldabréfa, er óviss. Hugs-
anlega verður erfitt að finna markað
fyrir skuldabréfin nema með því að
hækka vextina,“ segir Yngvi Örn.
Þannig muni hærri fjármögnunar-
kostnaður stuðla að hækkun vaxta á
fasteignalánum bankanna. Auk þess
sé líklegt að nýja vísitalan hækki
minna en sú gamla til lengri tíma
litið og því verði vextirnir á lánum
með nýju vísitölunni hærri.
Þá nefnir Yngvi Örn f leiri galla
á því að hafa tvær vísitölur á lána-
markaði. „Það er hætt við því að
þegar misgengi verður milli þessara
vísitalna, til dæmis þegar verðlag
hækkar hraðar en húsnæðisverð,
komi upp óánægja og þrýstingur á
stjórnmálamenn að breyta fyrir-
komulaginu á ný. Við sáum þetta
þegar launavísitalan var tekin inn í
verðtrygginguna árið 1989 og tekin
aftur út nokkrum árum síðar þegar
í ljós kom að laun voru að hækka
hraðar en verðlag,“ segir Yngvi Örn.
„Það hefur síðan verið ákveðin
hefð fyrir því að gera breytingar
afturvirkar til að forðast rugling en
eins og útfærslan er í dag þá virðist
áformað að eldri skuldbindingar
verði áfram á gömlu vísitölunni.
Þetta datt mönnum ekki í hug í þau
skipti sem vísitölunni var breytt.“
Veruleg skerðing á eignastofni heimilanna
Landsbankinn telur að tillögurnar
séu ekki til hagsbóta fyrir neyt-
endur. Bendir hann á að tillögurn-
ar eigi að vernda lántaka með því
að stuðla að hraðari eignamynd-
un og draga úr hættu á að eigið fé
þeirra í húsnæði verði neikvætt.
„Þeir lántakar sem hafa þörf fyrir
vernd af þessum ástæðum eru
einkum ungir lántakendur og lán-
takar með lága greiðslugetu. Ekki
verður hins vegar annað séð en
að þær víðtæku undanþágur sem
frumvarpið kveður á um kæmu í
veg fyrir að þetta næðist,“ segir í
umsögn bankans um frumvarps-
drögin.
Þá segir bankinn að mati á
efnahagslegum áhrifum frum-
varpsins sé verulega ábótavant.
Í greinargerð með frumvarps-
drögunum er vísað til mats
Seðlabanka Íslands frá árinu 2014
þar sem fram kom að íbúðaverð
yrði 8 prósentum lægra en ella
annað árið eftir að bann við lengri
lánstíma en 25 árum tæki gildi.
„Miðað við fasteignamat Þjóð-
skrár fyrir árið 2020 myndi það
hafa í för með sér að verðmæti
íbúðarhúsnæðis landsmanna
gæti lækkað úr 6.219 milljörðum
króna í 5.721 milljarð eða um
tæplega 598 milljarða króna. Það
verður að teljast veruleg skerðing
á helsta eignastofni heimilanna,“
segir í umsögninni. Samkvæmt
þeirri greiningu séu vænt efna-
hagsleg áhrif bannsins neikvæð
og veruleg.
Hugsanlega verður
erfitt að finna
markað fyrir skuldabréfin
nema með því að hækka
vextina.
Yngvi Örn Krist-
insson, hagfræð-
ingur Samtaka
fjármálafyrir-
tækja
Fjárfestar eru ekki að taka að fullu tillit til líklegrar sölu á Valitor ásamt frekari arð-
greiðslum og endurkaupum á eigin
bréfum í verðlagningu sinni á Arion
banka. Þetta kemur fram í nýju
verðmati Hagfræðideildar Lands-
bankans sem Markaðurinn hefur
undir höndum og var sent á við-
skiptavini bankans í gær.
Greinendur Landsbankans meta
þannig gengi hlutabréfa í Arion
banka á 86,3 krónur á hlut sem er
tæplega 15 prósentum yfir mark-
aðsgengi. Mæla þeir með kaupum á
bréfum í bankanum.
Í verðmatinu segir að merkja hafi
mátt jákvæða þróun í grunnrekstri
bankans á síðustu ársfjórðungum
sem gefi vonir um að hægt verði að
bæta arðsemi þrátt fyrir aukin van-
skil og virðisrýrnun útlána. Þá hafa
greinendur trú á því að nýir stjórn-
endur Arion banka – Benedikt
Gíslason og Ásgeir Helgi Reykfjörð
Gylfason hafa tekið við sem ann-
ars vegar bankastjóri og hins vegar
aðstoðarbankastjóri – muni kynna
skýrari og árangursríkari leið að
hagkvæmari fjármagnsskipan og
hagræðingar í rekstri bankans.
Samkvæmt verðmatinu er gert
ráð fyrir því að Valitor, dótturfélag
Arion banka, verði selt að fullu sem
muni skila sér í verulegum arð-
greiðslum til hluthafa. Valitor var
sett í formlegt söluferli fyrr á árinu
og áhugasamir fjárfestar skiluðu
inn óskuldbindandi tilboðum í
félagið um miðjan síðasta mánuð.
Greinendur Landsbankans, sem
taka fram að þeir framkvæmi ekki
sjálfstætt verðmat á Valitor, áætla
að virði Valitor nemi um 150 pró-
sentum af bókfærðu eigin fé þess
í reikningum Arion banka en um
mitt þetta ár stóð það í 13,2 millj-
örðum króna. – hae
Meta Arion töluvert yfir markaðsgengi
156,5
milljarðar er markaðsvirði
Arion samkvæmt matinu.
2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN
2
8
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
4
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
7
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
5
-B
9
8
8
2
3
A
5
-B
8
4
C
2
3
A
5
-B
7
1
0
2
3
A
5
-B
5
D
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
B
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K