Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 38

Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 38
SÍMAR AUGLÝSINGADEILDIR – AUGLÝSINGASTJÓRI: Gústaf Bjarnason gustaf@frettabladid.is ALMENNAR AUGLÝSINGAR: SÍMI 550 5050: Hjördís Zoëga hjordis@frettabladid.is, Hlynur Þór Steingrímsson, hlynur@frettabladid.is , Sigfús Örn Einarsson sigfus@frettabladid.is, Svava O’Brien svava@frettabladid.is, Örn Geirsson orn.geirsson@frettabladid.is FÓLK/SÉRBLÖÐ SÍMI 550 5077: Atli Bergmann atli@frettabladid.is, Arnar Magnússon arnarm@frettabladid.is, Jóhann Waage johannwaage@frettabladid.is, Jón Ívar Vilhelmsson jonivar@frettabladid.is, Ruth Bergsdóttir ruth@frettabladid.is. FÓLK OG SÉRBLÖÐ EFNI: Elín Albertsdóttir elin@frettabladid.is RAÐAUGLÝSINGAR /FASTEIGNIR SÍMI 550 5056: Hrannar Helgason hrannar@frettabladid.is, Viðar Ingi Pétursson vip@frettabladid.is ÞJÓNUSTUAUGLÝSINGAR SÍMI 550-5055: Guðrún Inga Grétarsdóttir gudruninga@frettabladid.is ÞANNIG AÐ UPP ÚR ÞESSU VOLÆÐIS- ÁSTANDI SEM ÉG VAR Í ÞÁ VARÐ TIL MJÖG SPENNANDI MYNDA- SERÍA, SEM ER SVO NÚNA TIL SÝNIS. EFTIRTALDIR SAMSTARFS AÐILAR ÍSAGA ÓSKA FYRIRTÆKINU TIL HAMINGJU MEÐ 100 ÁRA AFMÆLIÐ ÍSAGA var stofnað 30. ágúst 1919 til að framleiða acetylengas fyrir vita landsins. AGA var fremst í þróun í ljóstækni fyrir vita. Af þeim sökum var AGA valið sem samstarfsaðili og hluthafi við stofnun ÍSAGA. Fyrsti vitinn var reistur hér árið 1878 og fyrstu AGA vitarnir hér á landi voru reistir árið 1909. TIL HAMINGJU MEÐ 100 ÁRIN! FÖSTUDAGINN 30. ÁGÚST, FRÁ KL. 15-17, VERÐUR OPIÐ HÚS HJÁ ÍSAGA AÐ BREIÐHÖFÐA 11 - ALLIR VELKOMNIR! Ég byrjaði að mála árið 2010, þá var ég í Hol-landi að læra tónsmíðar. Ég eiginlega rambaði inn á þetta fyrir slysni, féll í kjölfarið algjörlega fyrir myndlistinni og síðustu fjögur ár hef ég alfarið verið að mála,“ segir Þorgrímur Andri Einarsson, en myndlistarsýning hans, Uppbrot, stendur nú yfir í Galleríi Fold. Þetta er þriðja einkasýning Þor- gríms í Galleríi Fold en hann sýnir reglulega erlendis og þá sérstaklega í Bandaríkjunum. „Ég hef mest verið að sýna í Den- ver í Colorado og svo Kaliforníu. Ég nálgaðist sjálfur annað galleríið, Abend Gallery, með samstarf í huga. Galleríið í Kaliforníu, Vanessa Roth Fine Art, hafði svo samband við mig og óskaði eftir samstarfi í gegnum samfélagsmiðla.“ Á nýjustu sýningu Þorgríms, Uppbroti, eru um fimmtán verk. „Nafnið á sýningunni kemur svo- lítið frá því hvað ég var að hugsa við gerð verkanna, að taka raunsæið í viðfangsefninu og brjóta það upp en líka flötinn á verkinu sjálfu, á frekar óhefðbundinn hátt.“ Hann segir stíl sinn hafa þróast mikið síðustu ár, upphaf lega hafi hann fyrst og fremst verið í raun- sæjum olíuverkum. Þegar á leið hafi honum byrjað að finnast það leiðin- legt til lengdar og fullþvingað. „Þannig að stíllinn er að þróast og taka hægt á sig nýja mynd. En við- fangsefni mín á þessari sýningu eru nokkuð ólík. Það eru hauskúpur, módel, hestar og landslag.“ Ein myndaserían á sýningunni er tileinkuð melgresi. „Sá innblástur kom fyrir slysni. Ég og konan mín eignuðumst tvíbura fyrir tveimur árum, sem gefur að skilja var það mikið álag, að verða svona nýir foreldrar. Við vorum meira og minna ósofin í nokkra mánuði. Pabbi kom öðru hvoru yfir og passaði fyrir okkur.“ Þá hafi Þorgrímur stundum nýtt tækifærið og farið út með mynda- vélina sína. „Eitt skiptið endaði ég úti á Gróttu þar sem melgresið er, þykkt og gróft gras sem finnst ekki víða. Ég var þarna alveg örmagna, í raun fyrst og fremst að hvíla mig, þann- ig að ég lagðist niður. Þá tók ég eftir ýmsum myndbyggingum birtast í grasinu.“ Þá hafi hann byrjað að mynda og fundið alls konar skemmtileg sjónarhorn. „Þannig að upp úr þessu volæðis- ástandi sem ég var í þá varð til mjög spennandi myndasería, sem er svo núna til sýnis. Þessar myndir hafa slegið í gegn á Instagraminu hjá mér, því þær eru svolítið öðruvísi og spennandi.“ Þorgrímur er með yfir 60 þúsund fylgjendur á Instagram. „Það hefur gefið mér mörg tæki- færi. Ég hef verið fenginn til að halda fyrirlestra og námskeið erlendis í gegnum Instagram. Ég hélt námskeið sem seldist upp á í Toskana, og verð með annað nám- skeið þar 1.-7. október. Svo var ég nýverið fenginn til að halda nám- skeið í Svíþjóð en það er allt á byrj- unarstigi.“ Sýningin Uppbrot er í Galleríi Fold og stendur út sunnudaginn 1. september. steingerdur@frettabladid.is Lagðist í melgresið og úr varð sería Myndlistarmaðurinn Þorgrímur Andri Einarsson er einstaklega vinsæll á samfélagsmiðlinum Instagram. Melgresi varð honum innblástur þegar hann lagðist í það örmagna í fæðingarorlofi. Þorgrímur byrjaði að mála fyrir slysni þegar hann var í Hollandi að læra tónsmíðar. MYND/EINAR RAFNSSON Ein af myndunum sem eru til sýnis núna í Galleríi Fold. 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R22 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 2 8 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 A 5 -9 6 F 8 2 3 A 5 -9 5 B C 2 3 A 5 -9 4 8 0 2 3 A 5 -9 3 4 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.