Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 18
Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Samdráttur í bílasölu verð-ur meiri í ár en stjórnend-ur Toyota og Lexus væntu. „Við gerðum ráð fyrir 20–25 prósenta samdrætti milli ára en reiknum nú með að hann verði 35–40 prósent. Það verður að hafa hugfast að aldrei hafa selst f leiri bílar en árið 2018 og árið áður var salan feikilega góð,“ segir Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi. „Síðastliðið haust fór að hægjast á bílasölu, einkum hjá einstakling- um því bílaleigur kaupa lungann úr nýjum bílum í f lotann á fyrri hluta ársins. Verkalýðsforystan var á þeim tíma stóryrt á opinberum vettvangi varðandi kjarasamninga sem voru lausir. Enginn vissi með hvaða hætti deilan við Samtök atvinnulífsins myndi leysast og til að bæta gráu ofan á svart ríkti óvissa um hvort rekstri WOW air yrði haldið áfram. Það lá hins vegar fyrir að ef nýir hluthafar legðu WOW air til fjár- magn myndi draga verulega úr þeim fjölda ferðamanna sem það myndi f lytja til landsins. Stjórn- endur f lugfélagsins höfðu áður skor ið star fsemina niður um helming til að takast á við breyttar aðstæður. Ef nýir hluthafar kæmu að rekstri WOW air myndi f lugfélagið ekki getað boðið upp á jafn lág f lugfar- gjöld og áður. Það myndi ekki ganga til lengdar. Reksturinn bar þess merki. Það var því ljóst að lands- lagið í ferðaþjónustu væri breytt. En óvissa er versti óvinur fyrir- tækja í rekstri. Hún leiðir til þess að viðskiptavinir kjósa að bíða og sjá hvernig málin þróast. Fjármála- hrunið 2008 var mörgum enn í fersku minni, fjöldi fólks hafði glímt við erfiðleika í kjölfar þess og vildi ekki lenda aftur í sömu sporum, sem sagt að taka lán sem það ætti erfitt með að greiða af og hélt því að sér höndum. Að sama skapi höfðum við gert ráð fyrir því að bílaleigur myndu draga úr bílakaupum á árinu, óháð því hvernig WOW air myndi reiða af. Bílaleigurnar voru einfald- lega orðnar of margar og árið áður höfðu þær keypt gríðarlega mikið af bílum. Það lá því fyrir að það ójafn- vægi myndi leiðréttast. Auk þess hafa bílaleigurnar frá áramótum ekki notið lægri inn- f lutningsgjalda eins og þær gerðu áður. Þær keyptu því töluvert af bílum í lok árs til að njóta góðs af niðurfellingunni. Hærri innflutn- ingsgjöld leiða líka til þess að bíla- leigur munu kaupa færri bíla en ella. Til viðbótar við breytt landslag er töluvert af nýlegum notuðum bílum til sölu um þessar mundir, sem er mikil breyting frá árinu 2016. Fólk leitar í auknum mæli í slíka bíla til að sýna ráðdeild.“ Bílasala hefur ekki aukist „Við töldum að þegar kjarasamn- ingar væru í höfn og óvissan varð- andi WOW air væri frá myndi bíla- sala aukast. Það hefur ekki gengið eftir. Ef laust skiptir þar máli að ekki er enn ljóst hvaða afleiðingar það muni hafa í för með sér fyrir atvinnulífið að ferðamönnum hefur fækkað. Í mínum huga skiptir ekki sköp- um hversu margir ferðamenn koma heldur hve lengi þeir dvelja á land- inu. Stjórnendur stóru bílaleiganna segja okkur að fjöldi útleigudaga fari vaxandi. Hver leigutaki leigir bílinn lengur. Það hefur í för með sér að bílarnir eru keyrðir minna á hverjum degi því ferðamenn geta gefið sér meiri tíma til að skoða landið. Fleiri útleigudagar leiða til þess að hver útleiga kostar bíla- leiguna minna. Segjum til dæmis að á hverjum tíu dögum er bíl skilað einu sinni í stað þrisvar. Gengisþróun krónu hefur haft sitt að segja. Ferðamenn dvelja hér lengur meðal annars vegna veikari krónu. Í umræðunni má oft heyra að ekkert hafi breyst en krónan hefur veikst mikið frá upphafi árs 2018 eða um 20 prósent gagnvart dollar og ellefu prósent gagnvart evru. Útf lutningsgreinar, þar á meðal ferðaþjónustan, njóta góðs af því.“ Hvernig var brugðist við væntum samdrætti í rekstri bílaumboðsins? „Viðbrögð okkar hafa verið að veita bestu þjónustuna með okkar frábæra starfsfólki. Við höfum ekki brugðist öðruvísi við. Við höfum ávallt gætt þess að halda kostnaði niðri en höfum ekki ráðist í niður- skurð vegna þess að við teljum að á næsta ári muni bílasala aukast. Við ætlum að vera reiðubúin að þjónusta viðskiptavini vel þegar að því kemur.“ Hve hátt hlut fall af seldum Toyota-bílum fer til bílaleiga? „Á árunum fyrir hrun var hlut- fallið að meðaltali um 37 prósent. Eftir að bílaleigum óx fiskur um hrygg hefur hlutfallið verið um 15-17 prósent. Við viljum ekki selja of mikið til bílaleiga til þess að vernda vörumerkið og tryggja að það sé pláss á markaðnum fyrir bílana þegar þeir verða seldir aftur eftir að hafa verið hjá bílaleigunum. Við seljum svipað magn til bílaleiga og gert var fyrir hrun, jafnvel þótt hlutfallið sé mun lægra.“ Ef bílaleigur halda áfram að vaxa hratt, geta bílaumboðin annað þeirri eftirspurn án þess að þenja út markaðinn fyrir notaða bíla? Bíla- leigurnar eða umboðin þurfa jú að selja bílana notaða hér heima. „Ég held að það sé að komast jafn- vægi á bílaleigumarkaðinn. Það mun draga mikið úr sölu til þeirra á þessu ári. Við teljum að það verði ekki stökk í sölu til bílaleiga á næst- unni. Stjórnendur þeirra hafa áttað sig á að lykillinn að farsælum rekstri er ekki að eiga ávallt til nóg af bílum til að hægt sé að leigja út þegar við- skiptavinir knýja á dyr. Þeim þykir mun skynsamlegra að það sé jafn- vægi í rekstrinum og vita að það þarf að selja f lotann áfram að ein- hverjum tíma liðnum. Við teljum því að bílaleigubílum og bílaleigum muni fækka.“ Bílaleigur kaupi mun færri bíla Hvað munu bílaleigur kaupa mikið færri bíla í ár? „Samdrátturinn verður ef laust um 45 prósent miðað við síðasta ár. Markaðurinn er að leiðrétta sig eins og venja er þegar of mikið framboð er af tiltekinni þjónustu.“ Hvernig var afkoma bílaumboðs- ins í fyrra? „Reksturinn er í tveimur félögum. Annars vegar er það Toyota á Íslandi sem flytur inn bílana og selur meðal annars til systurfyrirtækisins TK Þjóðin stendur nú einkar vel að vígi Úlfar Steindórsson, forstjóri Toyota á Íslandi og stjórnarformaður Icelandair Group, sér fyrir sér að bætur frá Boeing til flugfélagsins verði að hluta til í formi reiðufjár. Bílasala hefur ekki aukist þótt kjarasamningar séu í höfn og óvissa varðandi WOW air sé frá. Jafnvægi er að komast á bílaleigumarkaðinn, bílaleigubílar og bílaleigur verða færri en áður, að mati Úlfars Steindórssonar, forstjóra Toyota á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Mín skoðun er að við sem þjóð höfum líklega aldrei staðið betur. Við megum því horfa bjartsýn fram á veginn og þurfum ekki að vera þjökuð af svartnætti hvað fram- tíðina varðar. 2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN 2 8 -0 8 -2 0 1 9 0 5 :1 1 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 A 5 -B 4 9 8 2 3 A 5 -B 3 5 C 2 3 A 5 -B 2 2 0 2 3 A 5 -B 0 E 4 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 2 7 _ 8 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.