Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 26
Risasamruni á sígarettumarkaðinum í bígerð
Sígarettuframleiðandinn Philip Morris International er í viðræðum við fyrirtækið Altria um að sameinast að nýju. Gangi sameiningin í gegn verður
sameinað fyrirtæki stærsti sígarettuframleiðandi heims með markaðsvirði upp á 200 milljarða Bandaríkjadala. Philip Morris og Altria voru slitin í
sundur fyrir ellefu árum vegna hægari vaxtar á Bandaríkjamarkaði og hættu á inngripum samkeppnisyfirvalda. NORDICPHOTOS/GETTY
Skotsilfur
Þegar kemur að kaupum og sölu fyrirtækja er að mörgu að huga og ýmis álitaefni blasa við á fjölbreyttum sér-sviðum, mörg hver sem
eðli málsins samkvæmt skipta
gríðarlega miklu máli fyrir aðila
beggja vegna borðsins. Þá er nauð-
synlegt að hafa til taks bestu fáan-
legu sérfræðinga til að gæta þess að
rétt sé staðið að málum. Stjórnvöld
vilja nú meina að það séu eingöngu
fasteignasalar, þrátt fyrir að álita-
efnin sem blasi við geti verið ótengd
þeirra sérsviði og sérþekkingu.
Afturhvarf til fortíðar
Árið 2015 var einkaréttur fast-
eignasala til sölumeðferðar fyrir-
tækja afnuminn með þeim rökum
að vandséð væri að menntun og
reynsla fasteignasala veitti þeim
meiri sérfræðiþekkingu til sölu
atvinnufyrirtækja. Ekki þótti því
rétt að útiloka aðra sérfræðinga,
svo sem endurskoðendur og við-
skiptafræðinga, frá því að veita
milligöngu við sölu fyrirtækja.
Það er í sjálfu sér ekki í frásögur
færandi nema fyrir þær sakir að nú
hyggjast stjórnvöld hverfa aftur til
fyrra fyrirkomulags að hluta. Ný
áform leggja til að fasteignasalar
öðlist einkarétt á sölu félaga þar
sem megineign hins selda félags er
fasteign eða fasteignir.
Hér virðist horft framhjá því
að með breytingunni öðlast fast-
eignasalar mögulega einkarétt á
sölu margra íslenskra fyrirtækja
sem standa ekki beinlínis í fast-
eignarekstri, enda nokkuð algengt
að stærsta einstaka eign félaga sé
fasteign. Fasteignamat atvinnuhús-
næðis fyrir 2019 var 1.116 milljarðar
króna og til samanburðar voru allir
rekstrarfjármunir allra fyrirtækja í
viðskiptahagkerfinu metnir á 3.327
milljarða króna árið 2017. Því má
varlega áætla að um þriðjungur
allra rekstrarfjármuna íslenskra
fyrirtækja sé fólginn í fasteignum
og í ljósi þess hve hátt hlutfallið er,
er ekki hægt að útiloka að einka-
rétturinn nái til fyrirtækja sem
eiga stóran hluta fjármuna sinna
bundinn í fasteign en stundi og
hafi tekjur fyrst og fremst af ann-
arri starfsemi en rekstri fasteigna.
Ekki er hægt að sjá að það hafi
orðið einhverjar breytingar frá
árinu 2015 sem víkja til hliðar þeim
sjónarmiðum sem þá stóðu fyrir
afnámi einkaréttarins. Meginrök
stjórnvalda fyrir því að endurvekja
þennan einkarétt að hluta eru þó
þau að verið sé að draga úr áhættu
á peningaþvætti, þar sem fasteigna-
salar eru tilkynningarskyldir aðilar
samkvæmt lögum um aðgerðir
gegn peningaþvætti og fjármögnun
hryðjuverka.
Illa rökstudd fórn
Þessar röksemdir standast þó ekki
skoðun. Lögmenn, endurskoð-
endur og fjöldi annarra starfsstétta
er einnig tilkynningarskyldur
samkvæmt fyrrgreindum lögum.
Þetta eru starfsstéttir sem koma að
stórum hluta í dag að sölu þeirra
fyrirtækja er færa á undir einka-
réttinn og ekki þótti rétt að útiloka
á grundvelli sérfræðiþekkingar er
einkarétturinn var afnuminn. Ekki
er því að sjá að lagasetningin myndi
hafa í för með sér neina breytingu
frá núverandi vernd gegn pen-
ingaþvætti, en þrátt fyrir það telja
stjórnvöld mögulega fækkun pen-
ingaþvættismála vega þyngra en
áhrif lagasetningarinnar á sam-
keppni um sölu félaga. Slík fórn
verður að teljast afar illa rökstudd.
Ef fyrirhugaðar breytingar þjóna
engum samfélagslegum tilgangi,
hvaða ályktun má draga aðra en þá
að hér sé verið að gæta hagsmuna
fámennrar stéttar?
Einokunarsalar
Ekki er því að sjá að
lagasetningin
myndi hafa í för með sér
neina breytingu frá núver-
andi vernd gegn peninga-
þvætti.
Agla Eir
Vilhjálmsdóttir
sérfræðingur á
lögfræðisviði
Viðskiptaráðs
Drög að frumvarpi um breyt-ingar á verðtryggingunni liggja nú fyrir og mun það
fela í sér verulegar breytingar á
núverandi fyrirkomulagi en þó með
víðtækum undanþágum. Hámarks-
tími verðtryggðra lána verður stytt-
ur og öll ný verðtryggð lán til neyt-
enda skulu verðtryggð með vístölu
neysluverðs án húsnæðisliðar. Allar
eldri skuldbindingar verða þó áfram
á gömlu vísitölunni.
Umsagnir um frumvarpið varpa
ljósi á veikleikana sem í því felast.
Markmið lagabreytingarinnar er
að vernda lántaka með því að stuðla
að hraðri eignamyndun og draga úr
hættu á að eigið fé þeirra í húsnæði
verði neikvætt. Aftur á móti hefur
verið bent á að lántakarnir sem hafa
mesta þörf fyrir vernd af þessu tagi
séu einkum ungt fólk og tekjulágir,
og þær víðtæku undanþágur sem
kveðið er á um koma í veg fyrir að
markmiðinu sé náð.
Enn fremur hefur verið bent á
að settar hafi verið lagaskorður
við óvarinni skuldsetningu vegna
íbúðarkaupa í erlendum gjaldmiðli
og að Fjármálaeftirlitið hafi þegar
nýtt þær heimildir sem það hefur
til að takmarka veðsetningu og
greiðslubyrði. Þessar aðgerðir hafi
dregið verulega úr líkum á því að
eigið fé í íbúð geti orðið neikvætt.
Þá benda höfundar greinargerðar
frumvarpsins meira að segja á að
árið 2009 hafi vísitala neysluverðs án
húsnæðis hækkað umtalsvert meira
en vísitala neysluverðs.
Það er sem sagt búið að leggja
fram frumvarp sem á að leysa
vanda sem er ekki lengur til staðar
og því er sérstaklega ætlað að hjálpa
hópum sem þó eru undanþegnir
breytingunum.
Frumvarpið er skiljanlegt í ljósi
þess að það er hluti af skuldbind-
ingum stjórnvalda vegna lífskjara-
samningsins en hafa þarf í huga að
þó að frumvarpið sé í raun tilgangs-
laust þá er það ekki meinlaust. Það
mun hefta kaupgetu sumra hópa á
húsnæðismarkaði og lækka húsnæð-
isverð. Auk þess er ýmsum vand-
kvæðum háð að hafa eina vísitölu
fyrir eldri skuldbindingar og aðra
fyrir nýjar. Samtök fjármálafyrir-
tækja hafa réttilega bent á að þann-
ig f lækist stýring eigna og skuld-
bindinga hjá fjármálafyrirtækjum
og lífeyrissjóðum. Afleiðingarnar
geta verið verri lánskjör.
Velta má fyrir sér hver vilji kann-
ast við þetta frumvarp þegar upp
er staðið. Hver muni tala fyrir því
staðfastlega í pontu á Alþingi og
hver muni verja það í fjölmiðlum
af hörku. En hugsanlega verður
reynt að koma því hljóðlega í gegn
svo að þessi undarlega niðurstaða
kjarasamninganna fái sem minnsta
athygli.
Frumvarpið sem fellur um sjálft sig
Þorsteinn Friðrik
Halldórsson
SKOÐUN
Saman í stjórn
Í liðinni viku komust
dýr starfslok fyrr-
verandi banka-
stjóra Arion
banka aftur í fjöl-
miðla. Greint var
frá því að Kirstín
Þ. Flygenring, full-
trúi Bankasýslunnar í stjórn, hefði
samþykkt samning bankastjórans
en þó með „semingi“ eins og hún
sagði sjálf. Stuttu síðar kom í ljós að
Guðrún Johnsen, fulltrúi VR í stjórn
Lífeyrissjóðs verzlunarmanna,
hefði verið stjórnarformaður þegar
samningurinn var blessaður. Stjórn
Arion var ekki sú eina þar sem leiðir
Kristínar og Guðrúnar lágu saman.
Þær sitja nefnilega saman í stjórn
Gegnsæis – Samtaka um spillingu.
Fleiri íslenskir
stjórar
Mögulega þarf að
stokka þurfi upp
rekstur Icelandair
Group nokkrum
sinnum áður en
rétti takturinn
finnst. Icelandair,
sem Bogi Nils
Boga son hefur stýrt í
um eitt ár, hefur verið líkt við SAS,
tveir gamlir risar að reyna að fóta
sig í nýju landslagi. SAS tilkynnti
í gær sparnaðaraðgerðir, meðal
annars breytingar á yfirstjórn, í því
skyni að auka hagræði og skerpa á
ábyrgð stjórnenda. Athygli vekur
að framkvæmdastjórn SAS er fá-
mennari en hjá Icelandair sem er
engu að síður nokkuð minna félag.
Ítalskur risi
Eflaust myndu margir fagna því ef
Costco-áhrifa gætti
á meðal bygg-
ingarverktaka.
Það verður fróð-
legt að fylgjast
með því hvort
verktakar muni
sameina krafta sína,
meðal annars til að mæta aukinni
samkeppni frá ítalska verktaka-
fyrirtækinu Rizzani de Eccher. Það
komst fyrst í fréttir vegna sam-
starfs við fasteignaþróunarfélagið
Kaldalón, sem Jónas Þór Þorvalds-
son stýrir og mun einnig koma að
milljarða framkvæmdum NATO á
Keflavíkurflugvelli. Ítalirnir státa af
meiri stærðarhagkvæmni en þekk-
ist hér og verður forvitnilegt að sjá
hvort stjórnendum fyrirtækisins
takist að nýta þann styrkleika í
fámennu og afskekktu landi.
2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN
2
8
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
6
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
3
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
5
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
8
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
tio
n
P
la
te
re
m
a
k
e
: 2
3
A
5
-B
4
9
8
2
3
A
5
-B
3
5
C
2
3
A
5
-B
2
2
0
2
3
A
5
-B
0
E
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
6
A
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K