Fréttablaðið - 28.08.2019, Blaðsíða 12
Ástkær faðir minn, tengdafaðir og afi,
Þráinn Haraldsson
lést fimmtudaginn 22. ágúst.
Útför verður frá Lindakirkju
þriðjudaginn 3. september kl. 13.00.
Haraldur Helgi Þráinsson
Harpa Tómasdóttir
Unnur Helga Haraldsdóttir
Elsku móðir okkar, tengdamóðir,
amma, langamma
og langalangamma,
Magnea Soffía
Hallmundsdóttir
myndhöggvari,
lést á hjúkrunarheimilinu Mörk
miðvikudaginn 21. ágúst. Útför hennar fer fram frá
Selfosskirkju mánudaginn 2. september kl. 15.00.
Hjartans þakkir til starfsfólksins í Mörk fyrir kærleiksríka
umönnun hennar undanfarin ár.
Hrefna S. Einarsdóttir Egill Þ. Einarsson
Logi Már Einarsson Sólveig Viðarsdóttir
og allir yngri afkomendur, stórir og smáir.
Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir,
amma og langamma,
Jóhanna Dóra Rebekka
Jóhannesdóttir
Klapparhlíð 1,
Mosfellsbæ,
er látin. Útför hennar fer fram frá
Guðríðarkirkju mánudaginn 2. september klukkan 13.00.
María Kristjánsdóttir
Soffía Haraldsdóttir
Ólafur Helgi Haraldsson
Hrafnhildur Haraldsdóttir
Jóhannes Snævar Haraldsson
Gunnsteinn Haraldsson
tengdabörn, barnabörn og barnabarnabörn.
Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir, afi og langafi,
Friðrik Þór Einarsson
Raufarhöfn,
sem lést á Skógarbrekku hjúkrunardeild
HSN föstudaginn 23. ágúst, verður
jarðsunginn frá Raufarhafnarkirkju
laugardaginn 14. september kl. 14.00.
Rósa Lilja Þorsteinsdóttir
Guðný Sigrún Baldursdóttir Jón Eiður Jónsson
Þór Friðriksson Sigrún Hrönn Harðardóttir
Olga Friðriksdóttir Ragnar Axel Jóhannsson
Berglind Mjöll
barnabörn og barnabarnabörn.
Óla f u r A nd ré s Guð -mundsson er völund-arsmiður, bæði á tré og járn. Sýningin sem stendur yfir í Hraun seli, húsnæði eldri borgara í
Hafnarfirði, nefnist Úr skúrnum en
við Stefán ljósmyndari byrjum á að
fara í skúrinn og hitta Ólaf þar. Hann
er reyndar ekki í vinnugallanum, enda
á leið á sýninguna að hitta mann og
annan, en í skúrnum eru verkfærin
hans, sem hann hefur sum hver smíðað
sjálfur, og þar verða hlutirnir til.
Ólafur kveðst ungur hafa byrjað að
fást við smíðar. „Ég smíðaði litlar f lug-
vélar þegar ég var strákur,“ segir hann
brosandi. „Svo hafði ég það embætti
sem krakki í skóla að tálga blýanta
fyrir kennarann.“ Hann kveðst hafa
verið svolítið til sjós með föður sínum
á bátnum Hermóði og tekið bæði mót-
oristapróf og stýrimannsréttindi. „En
rennismíði var mín uppáhaldsiðja og
ég var tíu ár að vinna í Vélsmiðjunni
Hamri í Reykjavík þar sem ég lærði þá
grein. Svo f lutti ég í Hafnarfjörð og var
önnur tíu ár í Vélsmiðjunni Kletti og
fimm í Vélsmiðju Jóhanns Ólafs.“
Nú erum við komin í Hraunsel þar
sem höfundarverk Ólafs blasir við og
birtir hans einstaka hagleik. Einn-
ig ber sýningin vott smekkvísi þeirra
sem settu hana upp. Myndir á veggjum
segja sögur, til dæmis af aldagömlum
kertastjökum í Bessastaðakirkju sem
innbrotsmaður skemmdi en Ólafur
gerði við.
„Það komu um 300 manns á sýning-
una í gær, á afmælinu mínu, á svona
tveimur og hálfum tíma,“ segir lista-
maðurinn. „Einstaka sögðust ætla að
koma aftur, það gefst ekkert næði til að
skoða neitt í svona mannmergð.“ Hann
er ánægður með hvernig hlutunum er
komið fyrir. „Ég slapp við alla vinnuna,
nema hvað ég þurfti að safna mununum
víða að af landinu, frá Ísafirði, Akureyri
og víðar. Ég á ekkert af þessu sjálfur en
frúin á eitthvað smávegis og svo börn
og barnabörn, hér eru til dæmis f lug-
vélar sem ég hef tálgað fyrir barna-
börnin.“
Þarna eru bæði stórir smíðisgripir
og smáir, sumir jafnvel örsmáir eins og
ermahnappar og nælur. Aðrir stærri,
beislisstangir, laufabrauðsjárn, kerta-
stjakar, vasapelar. Virðulegir munir
sem tilheyra Oddfellowreglunni eru út
við vegg, þá hefur Ólafur rennt og einn-
ig smíðað kassa utan um þá.
Í sýningarskránni kemur fram að
Ólafur fór til Noregs að mennta sig í
kennslufræðum og er með meistara-
réttindi í vélvirkjun. Hann starfaði við
uppbyggingu málmiðnaðardeildar við
Iðnskólann í Hafnarfirði og starfaði
þar við kennslu til 1996, er hann hætti
sökum aldurs.
„Svo tók bílskúrinn við og þar er hann
enn,“ stendur þar. gun@frettabladid.is
Smíðaði sér áhöld sjálfur
Í tilefni níræðisafmælis Ólafs Andrésar Guðmundssonar opnuðu afkomendur hans yfir-
litssýningu á smíðisgripum hans að Flatahrauni 3 í Hafnarfirði sem stendur út vikuna.
Ólafur í skúrnum. „Ef ég hengi ekki áhöldin upp á vegg þá týni ég þeim,“ segir hann kíminn. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN
Tafl sem barnabarn Ólafs fékk frá honum í fermingargjöf. Forláta kassi fylgir með.
Viti með ljósi er það nýjasta úr smiðju
Ólafs, hann er með nokkra í vinnslu.
Kría á leið með síli til að fóðra unga á.
1850 Óperan Lohengrin eftir Richard Wagner frumsýnd.
1913 Friðarhöllin í Haag er formlega opnuð.
1967 Tólf manna áhöfn Stíganda frá Ólafsfirði er bjargað eftir rúm-
lega fjögurra sólarhringa hrakninga í björgunarbát.
1971 Hróarskelduhátíðin er sett í fyrsta skipti.
1981 Hallgrímur Marinósson lýkur ferð sinni umhverfis landið á
tíunda degi, eftir að hafa ekið aftur á bak alla leiðina.
1982 Pönktónleikarnir Melarokk eru haldnir í Reykjavík.
1986 Útvarpsstöðin Bylgjan er fyrst frjálsra stöðva til að hefja út-
sendingar eftir að einkaréttur Ríkisútvarpsins er afnuminn.
1988 Mikið tjón verður á mannvirkjum á Ólafsfirði og tvö hundruð
manns þurfa að rýma hús sín vegna skriðufalla eftir miklar rigningar.
1996 Karl Bretaprins og Díana prinsessa skilja.
Merkisatburðir
2 8 . Á G Ú S T 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð
TÍMAMÓT
2
8
-0
8
-2
0
1
9
0
5
:1
1
F
B
0
4
0
s
_
P
0
2
9
K
.p
1
.p
d
f
F
B
0
4
0
s
_
P
0
1
2
K
.p
1
.p
d
f
A
u
to
m
a
ti
o
n
P
la
te
r
e
m
a
k
e
:
2
3
A
5
-9
2
0
8
2
3
A
5
-9
0
C
C
2
3
A
5
-8
F
9
0
2
3
A
5
-8
E
5
4
2
7
5
X
4
0
0
.0
0
1
2
B
F
B
0
4
0
s
_
2
7
_
8
_
2
0
1
9
C
M
Y
K