Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Qupperneq 11

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Qupperneq 11
12. júlí 2019 FRÉTTIR 11 „Þetta er búið að vera algjör hryllingur“ n Kanadísk fjölskylda í mál við Sjóvá n Fær engar bætur vegna andláts fjölskylduföðurins n „Við erum eyðilögð“ n Safna fyrir málskostnaði hefði komið auga á þessa stað- reynd í tæka tíð hefði fjölskylda Grants Wagstaff getað höfðað skaðabótamál í Bandaríkjunum og átt þar von á margfalt hærri bótum vegna fráfalls hans ef mál- ið ynnist. Tveggja ára fyrningar- frestur í Bandaríkjunum leið hins vegar í ágúst 2017 án þess að nokk- uð væri að gert ytra. Öll sund virð- ast því lokuð fyrir fjölskylduna þar í landi,“ segir enn fremur í grein Fréttablaðsins. Ætla að ná fram réttlæti Fjölskyldan hyggst fara með mál- ið fyrir dómstóla á Íslandi, en það kostar sitt. Hafa þau því hrund- ið af stað söfnun á vefsíðunni Gofundme.com. „Hann skildi eftir sig þrjú börn og eiginkonu í Kanada. Aðstæður slyssins hafa verið til rannsóknar í nokkur ár og á meðan hefur fjöl- skyldan þurft að bíða eftir bótum frá tryggingafélaginu,“ segir Sarah og bætir við að faðir hennar hafi verið aðal fyrirvinna fjölskyldunnar. Rannsókn málsins lauk á sein- asta ári og segir Sarah að eftir enda- lausa bið eftir svörum hafi fjöl- skyldunni að lokum verið neitað um bætur, bæði frá fjölskyldunni sem réð föður hennar og einnig frá Sjóvá tryggingafélagi. „Sjóvá heldur því fram að hann hafi verið „flugmaður ekki að fljúga“ sem þýðir að engar bætur verða greiddar fyrr en málið hefur verið tekið fyrir hjá dómstólum.“ Þá er fjölskyldan ósátt við að tryggingafélagið Sjóvá hafi notast við upplýsingar úr skýrslu rann- sóknarnefndar samgönguslysa og telur Sarah að slíkt sé ólöglegt. Þá telur hún að skilgreining rann- sóknarnefndar samgönguslysa sé einfaldlega ekki rétt. Líkt og fyrr segir var faðir hennar skilgreind- ur sem „pilot not flying.“ Það skjóti skökku við þar sem að flugvélin sem um ræðir var ekki skilgreind sem tveggja manna flugvél heldur eins manns flugvél. Þess má geta að tekið er fram í skýrslum rannsóknarnefndar sam- gönguslysa að innihaldið sé ekki ætlað til notkunar í þeim tilgangi að ákvarða sök eða ábyrgð. Þá megi ekki nota innihald skýrslnanna sem sönnunargagn fyrir dómstól- um. „Okkur hefur verið tjáð að það sé útilokað, eða að minnsta kosti afar ólíklegt að við munum ekki fá rétt- læti fyrir dómstólum,“ segir Sarah jafnframt. Fjölskyldan hyggst fara með málið fyrir dóm á þessu ári. Sarah segir fjölskylduna þó engan veginn hafa efni á málaferlunum. Þau leita því allra leiða til að geta náð fram réttlæti. Ein leið sem þau hafa farið er að hrinda af stað fyrrnefndri söfnun á vef Gofundme.com og óska eftir frjálsum fjárframlögum. Vonast þau til að ná að safna 100 þúsund Bandaríkjadölum. Að sögn Söruh mun söfnunarféð fara í málskostn- að auk ferðakostnaðar. Hún segir fráfall föður síns hafa skilið eftir sig gríðarlega stórt skarð og fjölskyldan hafi verið skil- in eftir í miklu áfalli. Föðuramma hennar missti annan son sinn, frænda Söruh, úr hjartaáfalli að- eins nokkrum mánuðum áður en slysið varð. Í samtali við blaðamann segir Sarah föður sinn að mestu leyti hafa haldið fjölskyldunni uppi fjár- hagslega. Nú eigi þau systkinin ekki lengur þetta bakland. „Hann var með langhæstu tekjurnar og hann passaði upp á okkur öll. Núna erum við að berj- ast í bökkum við að borga fyrir hluti sem við vitum að hann hefði hjálp- að okkur með, eins og skólagjöld, fasteignakaup, brúðkaup og þess háttar. En missirinn er auðvitað ekki bara fjárhagslegur. Við erum búin að missa pabba úr lífi okkar.“ Hún segir málið opið og þau hafi því ekki verið í neinum sam- skiptum við fjölskylduna sem réð föður hennar til að ferja vélina þennan dag. „Sjóvá hefur tjáð okk- ur að dómstólar verði að úrskurða í málinu. Við eigum engra kosta völ.“ Einstakur Í minningargrein sem rituð var á sínum tíma kemur fram að Grant hafi látist við að gera það sem hann elskaði mest af öllu – að fljúga. Hann tók einkaflug- mannspróf 16 ára gamall og lauk síðar meir atvinnuflugmannsprófi. Hann flaug víða um heim og víkk- aði sjóndeildarhringinn; lifði meðal annars af flóðbylgjurnar við Indlandshaf árið 2004 og tók þátt í björgunaraðgerðum. Hann elskaði íþróttir, hafnabolta mest af öllu, og var þjálfari í hafnaboltaliði allra barna sinna. Sarah ritaði einnig minningar- grein á sínum tíma. „Samband okkar var einstak- lega opinskátt og náið og við gát- um endalaust rætt um daginn og veginn,“ ritaði hún meðal annars. „Það var ekkert sem ég gat ekki rætt við hann um og ég átti alltaf stuðning hans vísan. Hann var vanur að segja að það væri al- gjörlega tilgangslaust að stressa sig yfir litlu hlutunum í lífinu, og að hann vildi ekkert frekar en að ég væri hamingjusöm og mér liði vel.“ Sarah hitti föður sinn í seinasta skipti rúmlega viku áður en hann lést og segist hafa skilið við hann „friðsæl og sterk.“ Hún segir fráfall föður síns hafa veitt henni hvatningu til að leggj- ast í ferðalög, og þannig ætli hún að heiðra sitt eigið líf um leið og hún heiðrar minningu föður síns. Í minningarathöfn föður síns hélt Sarah sömuleiðis ræðu. „Hann var ótrúlega góður pabbi, og fyrir mér þýðir það að hann var líka ótrúlega góður vin- ur,“ sagði Sarah meðal annars. „Pabbi minn var alltaf til stað- ar fyrir mig tilfinningalega og kom fram við mig af hreinskilni, sem hefur kennt mér að njóta lífsins og umgangast það af ást og virðingu. Takk pabbi, þú varst frábær manneskja og ótrúlegur pabbi, ég elska þig svo mikið.“ n Arngrímur Jóhannsson Slysstaður Flugvélin brotlenti í Barkárdal. Beaver N610LC Flugvélin daginn fyrir ferðina örlagaríku. Jóladagur Fjölskyldan saman á jóladag. MYND: GOOGLE EARTH

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.