Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Síða 18

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Síða 18
18 PRESSAN 12. júlí 2019 Á síðustu fimm árum hefur innflutningur á kókaíni og metamfetamíni til Ástralíu og Nýja-Sjálands aukist mikið. Fjölmargir smyglarar hafa verið gripnir í báðum löndum, þar á meðal Íslendingar, en samt sem áður er mikið framboð af þessum hættulegu fíkniefnum í löndun- um. En þetta snertir fleiri en íbúa Ástralíu og Nýja-Sjálands því íbú- ar Kyrrahafseyja á borð við Fídjí og Vanúatú finna líka fyrir þessu. Ekki bara hvítar strendur Flestir sjá eflaust Kyrrahafseyjar á borð við Fídjí og Vanúatú fyrir sér sem hinar fullkomnu eyjar þar sem hvítar strendur og blár sjór setja mark sitt á umhverfið þar sem friður og ró ríkir. En á undan- förnum árum hefur sannkölluð flóðbylgja fíkniefna skollið á þess- um áður friðsælu eyjum. Á síð- ustu fimm árum hefur orðið algjör sprenging í fjölda báta og skipa sem flytja fíkniefni á borð við kóka- ín til Fídjí, Vanúatú, Papúa Nýju- Gíneu, Tonga og Nýju-Kaledóníu og áfram þaðan til Ástralíu og Nýja-Sjálands. Þetta hefur orðið til þess að margar sögur hafa farið á kreik um umfang smyglsins og eyjaskeggj- ar hafa fundið fíkniefni. Til dæm- is skýrði The Guardian frá því að sjómaður frá Budi Budi-svæðinu frá því að hann hefði fundið kóka- ín að verðmæti sem nemur rúm- lega fjórum milljörðum íslenskra króna grafið í sand á síðasta ári. Í þeirri umfjöllun var haft eftir Andreas Schloenhardt, prófessor í refsirétti við háskólann í Queens- land í Ástralíu, að ef lína væri dregin frá Bogotá í Kólumbíu til Canberra í Ástralíu liggi hún beint yfir Kyrrahafseyjarnar. Sífellt sé lagt hald á meira magn fíkniefna og meira magni sé smyglað. Hörð stefna yfirvalda Áströlsk yfirvöld reka harða stefnu í þessum málum og hafa frá 2014 átt þátt í að það tókst að stöðva smygl á 7,5 tonnum af kókaíni til Kyrrahafssvæðisins. Hvað eftir annað hefur mikið magn kóka- íns rekið á fjörur á Vanúatú og Fídjí. Nærri eyjunum geyma fíkni- efnasmyglarar síðan mikið magn af fíkniefnum og er verðmæti þeirra talið hlaupa á milljörðum dollara. Á mörgum eyjanna hefur fíkni- efnaneytendum fjölgað og sam- hliða því hefur ofbeldi færst í auk- ana og einnig glæpir og spilling. Samkvæmt frétt þýsku fréttastof- unnar DPA frá því í byrjun árs eyða Ástralir sem nemur tæplega 900 milljörðum íslenskra króna í fíkni- efni á ári hverju. Áströlsk yfirvöld hafa einmitt lýst því yfir að landið glími við fíkniefnafaraldur. Í byrjun júní lagði ástralska lög- reglan hald á 1,6 tonn af metam- fetamíni um borð í flutningaskipi nærri Melbourne. Aldrei fyrr hafði jafn mikið magn af þessu fíkni- efni verið haldlagt í einu í Ástralíu. Sendingin kom frá Taílandi. Auk metamfetamínsins voru 37 kíló af heróíni um borð í skipinu. Sent frá Ameríku Kókaíni og metamfetamíni er yfir- leitt komið fyrir í bátum og skip- um í Suður- eða Mið-Ameríku auk Bandaríkjanna. Síðan er haldið áleiðis til Ástralíu og Nýja-Sjá- lands. Þessir markaðir eru mjög vænlegir í augum fíkniefnasala því verðið er hátt, en fyrir eitt gram af kókaíni fæst sem nemur um 25.000 íslenskum krónum. Hvergi í heiminum er neysla kókaíns, að meðaltali á hvern mann, meiri en í þessum tveimur löndum. Það eykur síðan á vanda litlu Kyrrahafseyjanna að þær eru illa í stakk búnar til að takast á við vax- andi fjölda fíkniefnaneytenda. Á Fídjí eru hvorki meðferðarstöðvar eða önnur úrræði fyrir fíkla og þar starfa engir sérfræðingar á þessu sviði. Árlega fara sjö milljónir gáma um ástralskar hafnir. Aðeins lít- ill hluti þeirra er gegnumlýstur í leit að fíkniefnum. Þetta gleður að sjálfsögðu fíkniefnagengi frá Mexíkó sem eru virk á ástralska markaðnum. n Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is Flóðbylgja fíkniefna á friðsælum eyjum Kyrrahafseyjar Á mörgum eyjanna hefur fíkniefnaneytendum fjölgað. Eykur á vandann Það eykur á vanda litlu Kyrrahafseyjanna að þær eru illa í stakk búnar til að takast á við vaxandi fjölda fíkniefnaneytenda.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.