Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Side 21

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Side 21
KYNNINGARBLAÐ Gæði - vörur og þjónusta 12. júlí 2019 Ábyrgðarmaður: Kolbrún Dröfn Ragnarsdóttir / kolla@dv.is Umsjón: Jóhanna María Einarsdóttir / johanna@dv.is „Þið eruð geðveikir!“ sagði hann og skrensaði í burtu Sjóbretti er regnhlífarhugtak sem nær yfir ýmiss konar bretti svo sem brimbretti, stand & paddle-bretti, wake-bretti og fleira. Þetta tiltekna sport verður sífellt vinsælla hér á landi og ekki að ástæðulausu. Fæstir myndu andmæla því að hér sé öldugangur mikill um strandir allar. En þeir gera sér grein fyrir, að í rétt- um aðstæðum eru þessar öldur fullkomnar fyrir sjóbrettaiðkun. „Fyrir stuttu seldust upp tvær stórar sendingar til Costco af brimbrettum fyrir byrjendur. Hver sending fyrir sig var um 50–60 bretti á hagstæðu verði. Þetta sýnir svart á hvítu hvað þetta er orðið vinsælt sport og hvað fólk sækist mikið eftir þessu,“ segir Guðmundur Vigfús- son, eigandi Jaðarsports. Ægilega glaðir í ólgusjó „Ég er forfallinn brimbrettafíkill. Það jafnast ekkert á við það að fljóta í sjónum og finna fyrir þeim mögnuðu náttúruöflum sem hafið er og vanmátt sinn gagnvart því. Ég segi stundum að saltið í sjónum jafni mig út, en ástríðan gagnvart brettaiðkuninni er sterkari en allt. Ég man eftir því þegar ég og Knútur, vinur minn, vorum að „sörfa“ í stórsjó í Þorlákshöfn á áramótum. Þegar við komum upp úr sjónum, skælbrosandi, sat fyrrverandi skipstjóri sem ég kannaðist við, inni í bíl og góndi á okkur. Hann æpti á mig orðrétt: „Þið eruð geðveikir,“ svo setti hann í bakkgír og skrensaði í burtu. Það er sannleikskorn í þessu, enda var um -10°C úti, mikið brim og ískalt í sjóinn. Þetta voru manndrápsöldur, ef litið er á þær sjó- mannsaugum. Reyndur brimbrettamaður í flotgalla á góðu bretti hefur þó mun meiri stjórn en bátur í svona aðstæðum.“ Jaðarsport varð óvart til Jaðarsport stofnaði Guðmundur vegna eftirspurnar. „Fólk var að hafa samband við mig og spyrjast fyrir um sjóbrettaiðkun. Þá fór ég að bjóða fólki að koma með mér að prófa bretti. Í dag tek ég á móti um 10–20 manna hópum í hvert sinn. Í sjóbrettasporti skipta aðstæðurnar öllu máli. Öryggið þarf að vera í lagi. Vilji fólk prófa bretti á ákveðnum tíma eða degi, dreg ég fram það sem hentar hverju sinni. Í mikilli öldu próf- um við brimbretti og ef sjórinn er sléttur, þá er hægt að fara í wake boarding. Bretti er þá fest aftan í sérhannaðan bát. Fyrir aftan bátinn myndast öldur sem virka sem stökkpallur fyrir sjóbrettið. Við erum líka með jetski fyrir þá sem eru að prófa í fyrsta skipti, en þá myndast minni öldur og farið er hægar yfir.“ Einnig er hægt að skrá sig á lista hjá Guðmundi og fá tilkynningu þegar það viðrar vel fyrir brimbretti eða wake boarding eða hvað sem er. „Þá förum við á þann stað sem hentar best fyrir tiltekna sjóbrettaiðkun. Þetta getur verið í Þor- lákshöfn, Reykjavík eða þess vegna Vest- mannaeyjum. Fólk getur notað eigin búnað ef það á hann, eða leigt hjá mér.“ Góður andi og engin keppni „Það hefur myndast flottur hópur af fólki sem mætir reglulega og erum við svolítið eins og óformlegt íþróttafélag eða líkams- rækt. Að sjálfsögðu eru þó allir áhugasamir velkomnir. Við tökum vel á móti öllum nýjum félögum. Ég hef leiðbeint fólki á öllum aldri og öllum getustigum, byrjendum og lengra komnum. Fegurðin við þetta sport er sú að þetta er ekki keppni og það geta allir stundað þetta saman, burtséð frá getustigi og aldri. Þetta er svona „good vibes“ íþrótt og mér finnst mjög nauðsynlegt að halda því þannig. Ég veit fátt fáránlegra í heiminum en fólk að metast og keppa. Í sörfinu eru sumir á longboard og aðrir eru á shortbo- ard. Í námskeiðum í Þorlákshöfn byrjum við í höfninni og höldum út á rúmsjó. Loks tökum far með öldunni inn í fjöru. Menn eru ýmist á eins manns, tveggja manna, þriggja og alveg upp í sex manna sit & paddle- -bretti. Það fer eftir getu hvers og eins og því hvernig hann er stemmdur hverju sinni.“ Jaðarsport er með töluvert af búnaði til sölu fyrir brimbrettasportið. „Ég er aðallega með sérhannaðan búnað sem nýtist í allar gerðir sjóbrettaiðkunar; þá sérstaklega á norðlægari slóðum. Á sumrin er íslenski sjórinn ekki öfgakaldur, en hann getur orðið mjög kaldur á veturna. Ég sel blautgalla sem halda líka á fólki hita, sem og hanska, sokka og annan búnað,“ segir Guðmundur. Fylgstu með Jaðarsporti á Instagram: Jadarsport Óseyrarbraut 65, Þorlákshöfn Sími: 776-4567 Vefpóstur: mummi@mummi.is Sit & paddle bretti

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.