Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Side 31

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Side 31
Gæði - vörur og þjónusta 12. júlí 2019 KYNNINGARBLAÐ Flutningaþjónusta með litlum fyrirvara SIGGAFERÐIR: Siggaferðir ehf. er flutningaþjón-usta sem staðsett er á Selfossi og sérhæfir sig í vöruflutningum og dreifingu á milli Reykjavíkur, Selfoss og Hvolsvallar daglega. Eigendurnir, Sigurður Ingi Sigurðsson og kona hans, Gerður Hreiðarsdóttir, stofnuðu Siggaferðir árið 2011. Starfsmannaferðir „Einnig erum við með rútuakstur og höfum við t.d. verið að sinna starfs- mannaferðum, steggjunar- og gæsunarhópum. Við erum með stóran hóp af föstum kúnnum og þjónustum einnig fjöldann allan af einstaklingum í þessari miklu uppbyggingu sem er á Selfossi núna. Bílaflotinn samanstend- ur af átta flutninga- og sendibílum af öllum stærðum ásamt tveimur 20 manna rútum,“ segir Sigurður. Allt frá einni skrúfu upp í heila flugvél „Bílarnir okkar fara tvisvar sinnum á dag til Reykjavíkur, bæði fyrir og eftir hádegi. Pakkarnir geta verið misjafnir, allt frá einni skrúfu upp í heila flugvél. Þjónusta okkar byggist á því að reyna eftir fremsta megni að koma vörum til viðskiptavina okkar samdægurs. Hægt er að leita til okkar um þjónustu með litlum sem engum fyrirvara og með þessu erum við að gera Reykjavík og Suðurland að einu verslunarsvæði. Finnst fyrirtækj- um og einstaklingum þessi þjónusta einstaklega þægileg.“ Hamarskot, Selfoss Netpóstur: siggaferdir@gmail.com Sími: 772-6010 Sigurður Ingi Sigurðsson

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.