Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Page 42

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Page 42
42 FÓKUS 12. júlí 2019 MANITOU MLT 625-75 H Nett fjölnotatæki Pétur O. Nikulásson ehf. • Melabraut 23, Hafnarfjörður • Símar: 552 2650 / 552 0110 • pon@pon.is 6.800.000 kr. + VSK Sögurnar á bak við dægurperlurnar Af öllum þeim fjölmörgu íslensku dægurlögum sem samin hafa verið í gegnum tíðina eru nokkur sem hafa unnið sér sér sérstakan sess hjá þjóðinni. En hver þessi Nína sem Eyvi og Stebbi sungu um? Hvaða stúlka var þetta á skólaballinu? Og hver er þessi maður, þessi „ljúfi drengur sem fallin er frá“ sem Logar sungu um á áttunda áratugnum? Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is Óhætt er að fullyrða að nánast hver einasti Ís- lendingur kannist við lagið Draumur um Nínu, sem þeir Eyjólfur Kristjánsson og Stefán Hilmars- son fluttu svo eftirminnilega í Eurovision-söngva- keppninni árið 1991. Hver kannast ekki við að hafa verið í partíi þar sem gítar var dreginn upp og hópurinn fór að söngla um Nínu „sem er ekki leng- ur hér“? Í samtali við Fréttablaðið árið 2008 sagði Eyjólf- ur Kristjánsson, að Nína hefði verið eitt af fáum lög- um sem hann samdi sérstaklega fyrir Eurovision- -keppnina: „Ég bjó í lítilli íbúð á Austurströnd á Sel- tjarnarnesi þegar ég samdi það. Píanóbyrjun- in kom fyrst en svo kom restin af laginu á löng- um tíma. Þegar lagið hafði unnið hringdi vinkona mín í næstu íbúð í mig og sagði að þetta lag væri þrælstolið. En þá hafði hún bara heyrt það svona oft í gegnum vegginn. Ég reyndi að fá Stebba til að semja textann en hann var of upptekinn með Sál- inni og sagði mér bara að semja hann.“ Margir hafa velt fyrir sér hver hún sé eiginlega, þessi Nína sem sungið er um í laginu. Að sögn Eyj- ólfs var þessi Nína „engin sérstök“. „Ég fékk kannski nafnið lánað en allt hitt er skáldskapur. Ég þekki enga látna Nínu. Alveg satt!“ Í samtali við Tímann í apríl 1991 sagði Eyjólfur einnig að Nína væri „bara hugarburður“ og í raun „væri ekkert sérstakt á bak við textann“. „Ég sest niður stundum og sem lög, af því að ég geri nú lítið annað en að vera í tónlist, og þetta varð afrakstur- inn að þessu sinni.“ Minning um mann var einn allra vinsælasti slagarinn árið 1973 en það var Gylfi Ægisson sem samdi lag og texta og kom því í hendur Eyjapeyjanna í hljómsveitinni Logum. Maðurinn sem sungið er um í laginu er Eyjamaðurinn Árni Valda- son, betur þekktur sem Gölli. Jón Ragnar Ríkharðsson, sjómaður og formaður verkalýðsráðs Sjálfstæðisflokksins, ritaði pistil á Facebook á dögunum og greindi frá tilurð lagsins. Birti hann meðfylgjandi mynd ásamt orðunum: „Sennilega hafa flestir Íslendingar sungið um manninn sem heldur á könnunni. En þetta er maðurinn sem lagið „Minning um mann“ fjallar um.“ Jón rifjaði jafnframt upp sögu af Gölla sem var einkar vel liðinn í bænum: „Hann þótti góður sjómaður og þrátt fyrir vinfengi við Bakkus sóttust menn eftir að hafa hann um borð. Skemmtilegur félagi, góð- ur verkmaður og hlífði sér aldrei við vinnu – slíkir menn eru alltaf dýrmætir um borð í öllum skipum. Hann reri talsvert með Binna í Gröf og eitt skiptið þurfti að stoppa við bryggju til að taka olíu eða vistir (fylgdi ekki sögunni). Gölli (sem umræddur maður var kallað- ur en Árni hét hann) spurði Binna hvort hann mætti ekki skreppa í göngutúr. Binni efaðist um að skynsamlegt væri að hleypa kallinum í land en ákvað samt að taka sénsinn. En Gölli hafði fullvissað skipstjórann sinn um að hann myndi ekki smakka dropa af víni. Svo var klárt til brottfarar en ekki sást til Gölla þannig að Binni gerðist óþreyjufull- ur mjög. Skyndilega birtist hásetinn dauðadrukkinn á bryggjunni og hann kom slagandi um borð. Binni bókstaflega trompaðist og hellti sér yfir Gölla sem svaraði skipstjóranum drafandi röddu: „Binni minn eru ekki allir aðrir en ég bláedrú um borð?“ Því var svarað játandi af miklum þunga og þá sagði Gölli: „það verður einhver að sjá um óregluna á þessum dalli vinur og er nokkuð verra að það sé ég? Það eru engir betri í óreglunni en ég eins og þú veist“: Þetta svar varð til þess að Binna rann reiðin og hann gat ekki ann- að en hlegið að þessum dykkfellda skipverja – sem þrátt fyrir allt var einn af hans öflugustu mönnum.“ Að lokum segir Jón: „Svona menn mega aldrei gleymast því þeir gerðu þjóðinni meira gagn en margir bindindismenn sem telja sig afskaplega merkilega menn.“ Nína Minning um mann

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.