Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Page 45

Dagblaðið Vísir - DV - 12.07.2019, Page 45
KYNNING Fartölvur fyrir þig, mig og alla hina Nú fer að koma sá tími þegar fólk fer að huga að nýjum ver-kefnum, hvort sem það er nýtt skólaár, ný áhugamál eða aukin ver- kefni í vinnunni. Í Tölvulistanum fæst mikið úrval af fartölvum, allt frá nettum tölvum fyrir almenna notkun, til kraftmikilla fartölva fyrir hönnuðinn eða leikjaspilarann. Hér koma okkar tillögur sem upp- fylla mismunandi þarfir og kröfur. Fyrir skólann Acer Aspire 3 fartölvan er byggð á öflugri grund- vallartækni sem tryggir afköst. Hún er öflug miðað við verðmiða og hentar vel fyrir skóla, vinnu eða kröfuminni leiki. Skjárinn er Full-HD, sem þýðir tæra og skýra mynd og Acer BlueLightShield-tæknin eykur þægindi við notkun og minnkar álag og þreytu í augum. Þessi fartölva hentar því einstaklega vel fólki sem eyðir löngum tíma fyrir framan tölvuna, hvort sem það er við verk- efnavinnu eða áhorf. Fyrir vinnuna Fyrir þá sem vilja vinna með þyngri forrit, jafnvel við hönnun eða þurfa að halda mörgum boltum á lofti samtímis hentar Asus Zen- book Pro 14 einstaklega vel. Hún er byggð til ljúka verkefnum fljótt og skilvirkt og er með hágæða örgjörva, afar hraðvirka gagnageymslu og skjákort í leikjastaðli. Tölvan er lauflétt og meðfærileg með ör- þunnri hönnun og 13,3 tommu skjá. Þetta er fartölva sem hentar vel þeim sem vinna við breytilegar aðstæður og þurfa að flakka með vinnugögnin með sér. Fyrir ferðalanginn Fyrir fólk sem er mikið á ferðinni, hvort sem það er vegna vinnu eða ferðalaga, þá er Acer Swift 1 mjög nett og hentar vel fyrir léttari verkefni. Vélin er hönnuð með lúxus í huga og því er hún í fal- legri álskel og með 14 tommu Full- -HD skjá með IPS-tækni. Gott úrval tengja og rafhlaða sem endist í allt að 17 klukkustundir gera Acer Swift 1 eintaklega hentuga til að grípa með í ferðalagið. Einnig er fingrafarales- ari á vélinni, fyrir auk- ið öryggi. Fyrir hönnuðinn VivoBook 15 er nett fartölva en ótrúlega öflug, tilvalin fyrir kröfuharðari notendur. Hún inniheldur 8. kynslóð af Intel i5 ör- gjörva og skilar því af sér miklum afköstum þrátt fyrir mjög litla orkunotkun. Vélin er með 4 gb DDR4 vinnsluminni, sem hægt er að stækka í allt að 16 gb, og því keyrir vélin forrit á borð við Excel, Photoshop og Visual Studio hratt og örugglega. Mikið úrval tengja, þar á meðal USB-C tengi, gerir það auðveldara og fljótlegra að deila myndum, tónlist og myndböndum á milli tækja. Fyrir leikjaspilarann Acer Nitro 5 uppfyllir allar helstu kröfur leikjaspilarans. NVI- DIA skjákort og öflugur örgjörvi tryggja mjúka og háhraða- spilun. Acer TrueHarmony hátalarar gera upplifunina enn raunverulegri og Full-HD skjár með IPS-tækni skerpir á litum og gæðum, jafnvel þegar horft er frá hlið. Að auki gefa Acer NitroSense og CoolBoost-tæknin notandanum enn meiri stjórn á búnaðinum og sjá til þess að kæla vélina og tryggja hámarksafköst. Ofur hröð – Ofur smá – Ofur öflug Svo er Razer Blade 15 Advanced Model alveg ofur. Ofur hröð. Ofur smá. Ofur öflug. Hún er aðeins 17,8 mm þykk en með 15,6 tommu edge-to-edge 144Hz skjá, svo myndbönd og leikir verða einstaklega skýr. Þessi tölva hefur hlotið Editors‘ Choice viðurkenningar sem leikjatölva frá Digital Trends, Laptop Mag og PCMAG.com. Enda ekki furða, því vélin er með Intel Core i7 örgjörva með 6 kjörn- um og 16 gb DDR4 vinnsl- uminni, ásamt svo mörgum öðrum eiginleikum sem hefja leikjaupplifunina upp á enn hærra stig. Úrvalið er ótrúlegt í Tölvulistanum og allir ættu að geta fundið fartölvu við hæfi. Ef þú ert í einhverjum vafa getur þú kíkt við í næstu verslun Tölvulistans eða sent tölvupóst á sala@tl.is til að fá frekari ráðgjöf.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.