Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Síða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Síða 2
2 19. júlí 2019FRÉTTIR Pia Kjærsgaard Íslenskir alþingismenn virðast elska Piu og hennar hugsjónir, allavega sumir, og því á hún nóg af vinafólki hér á landi. Réttast væri þó að Pia keypti sér jörð í óbyggðum Íslands, hæfi þar búskap og básúnaði þjóðernishyggju sína yfir mállausa ferfætlinga. Layna Landry Klámmyndaleikkonan hefur ratað í fréttir á Íslandi þar sem hún hefur tekið upp svæsin klámmyndbönd á vinsælum ferðamannastöðum, þar með talið í Reykjadal og í Bláa lóninu. Best væri fyrir Layna að hreinlega kaupa sér hér jörð sem hún gæti skipulagt að vild og tekið upp sín myndbönd án þess að særa blygðunarkennd gesta og gangandi. Tom Cruise Leikarinn eyddi dágóðum tíma á Íslandi árið 2012 við tökur á myndinni Oblivion. Fyrrverandi eiginkona hans, Katie Holmes, heimsótti hann á klakann og í kjölfarið skildu þau. Ísland varð vondi kallinn og krúsarinn á súr- sætar minningar frá landinu. Hann gæti hins vegar breytt sorg í gleði, sest hér að og fundið ástina. Natasha Lyonne Leikkonan er hvað þekktust fyrir hlutverk sín í Russian Doll, en hún sótti Ísland heim fyrir nokkrum árum. Eftir ferðina íhugaði hún að kaupa hér sumarhús þar sem hún hatar hita og bert hold. Gæti hún því orðið fyrir eilitl- um vonbrigðum með Ísland að sumri til þar sem má ekki sjást til sólar án þess að fólk rífi sig úr. sem mættu endilega kaupa jarðir á Íslandi Á þessum degi, 19. júlí 1903 – Fyrstu keppni Tour de France lauk, hinn franski Maurice Garin sigraði. 1941 – Tom & Jerry (Tommi og Jenni) komu fram í fyrsta sinn undir þeim nöfnum í teiknimyndinni The Midnight Snack. 1941 – Breski forsætisráðherrann Winston Churchill hóf „V For Victory“ (V fyrir sigur) herferð sína. 1960 – Frank Sinatra, þá 50 ára, gekk að eiga Miu Farrow, 21 árs, í Las Vegas. 1994 – Leonid Kvetjsma sór embættis- eið sem fyrsti forseti Ukraínu. Síðustu orðin „Oh wow. Oh wow. Oh wow.“ – Athafnamaðurinn Steve Jobs þegar hann leit á fjölskyldu sína. David Beckham Besti vinur Björgólfs Thors er hvort sem er fastagestur í helstu veiði- vötnum landsins og getur því allt eins sest hér að. David gæti þjálfað yngri flokka KR, liðs Björgólfs og föður hans, Björgólfs Guðmundssonar, og Victoria Beckham gæti blásið nýju lífi í frekar óspennandi skemmtanalíf í miðbæ Reykjavíkur. Þ urý Bára Birgisdóttir er ein af tæplega níu þúsund Íslendingum sem gerst hafa styrktarforeldri barns í SOS barnaþorpunum víða um heim. Hún gekk skrefinu lengra á seinasta ári þegar hún ferðaðist til Indlands og heimsótti styrktar- barn sitt, indverskan pilt. Fundur- inn átti eftir að hafa djúpstæð áhrif á hana. Tvístígandi í fyrstu Þurý var nýskilin og í djúpri sjálfs- skoðun þegar hún ákvað að ger- ast styrktarforeldri árið 2014. Hún vildi að eigin sögn „gera eitthvað gott í heiminum.“ Í kjölfarið fór hún að styrkja dreng í barnaþorp- inu Buhj á Indlandi og fékk reglu- lega sendar af honum myndir og fréttir úr lífi hans. „Ég hélt reyndar fyrst að ég væri að fara að styrkja eitthvert lítið og dúllulegt barn en fékk svo senda mynd af slánalegum unglingsstrák sem leit út eins og kóngulóarmað- ur,“ segir Þurý og hlær en bæt- ir svo við að auðvitað eigi maður ekki að vera „pikkí“ þegar maður er að hjálpa öðrum. Það var sein- asta haust að Þurý og systur dóttir hennar, Ingibjörg Björnsdóttir, ákváðu að leggja leið sína til Ind- lands. Þær frænkur hafa áður ferð- ast saman víða um heim, flakkað um Evrópu og heimsótt Suður- -Afríku og Suður-Ameríku. „Ég sagði strax að ég vildi fara til Buhj og hitta þennan strák,“ segir Þurý sem hafði í kjölfar- ið samband við fulltrúa SOS á Ís- landi sem reyndust allir af vilja gerðir. Henni var í kjölfarið komið í samband við indverskan tengil- ið samtakanna. Í nóvember síð- astliðnum flugu frænkurnar til Múmbaí, með millilendingu í London. Framundan var mikið ævintýri en Þurý viðurkennir að á leiðinni út hafi hún verið tvístíg- andi. „Ég hugsaði með mér: „Hvað er ég eiginlega að fara að gera?“ og ég var alveg við það að hætta við allt saman,“ segir hún og bætir við að þar hafi einfaldlega verið á ferð hræðsla við hið óþekkta. „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í.“ Þakklátur og auðmjúkur Þegar komið var til Indlands tók leiðsögumaður á móti frænkunum og í Buhj fengu þær höfðinglegar móttökur. Frænkurnar fengu að sjá heimilið þar sem pilturinn ólst upp og þar reyndust aðstæðurnar prýðilegar, allt hreint og snyrtilegt og andrúmsloftið hlýlegt. „Eftir að hafa dvalið á Indlandi í stuttan tíma þá sér maður að það er mun- aður sem ekki allir hafa.“ Þeim var síðan fylgt á skrifstofu samtakanna þar sem þær hittu piltinn, sem í dag er 19 ára gam- all. „Við tókumst í hendur og þetta er var dálítið skrítin upplifun, og ég vissi satt að segja ekki alveg hvernig ég ætti að haga mér í þessum aðstæðum.“ Pilturinn talar smávegis ensku og hann og Þurý gátu því átt dálítil samskipti sín á milli. „Hann kom mér fyrir sjónir sem feiminn og ljúfur og það er augljóst að hann er góð sál. Hann var ofboðslega auðmjúkur og var greinilega mjög þakklátur fyrir þennan stuðning. Ég held að það skipti þessa krakka alveg ofboðslega miklu máli að það sé einhver þarna úti í heimi sem er annt um þá og vill styðja þá. Þegar við stóðum upp og vor- um farin að hugsa okkur til hreyf- ings þá beygði hann sig skyndilega niður fyrir framan mig og kyssti á mér fótinn. Ég vissi að sjálfsögðu ekkert hvað þetta þýddi eða hvað ég ætti að gera,“ rifjar Þurý upp, en seinna komst hún að því að þessi siður, „pranama“ er ríkjandi í indverskri menningu og táknar virðingu og þakklæti. Þurý fékk að vita að piltur- inn væri kominn í háskólanám í verkfræði og stæði sig þar með prýði. Draumur hans er að flytja til annars lands í framtíðinni. Þá kom upp úr dúrnum að hann hafði lagt á sig langt ferðalag til að koma og hitta hana en skólinn sem hann er í er í rúmlega sólarhrings fjarlægð með lest frá barnaþorpinu í Buhj. Þrír fylgdarmenn voru með piltin- um, þar á meðal fósturfaðir hans og forstöðumaður heimilisins og pössuðu þeir vel upp á hann. „Það er greinilega haldið mjög vel utan um þessa krakka. Ég var afskap- lega uppnumin eftir þessa heim- sókn. Kannski af því að ég vissi ekkert á hverju ég mátti eiga von.“ Þurý mun halda áfram að styrkja piltinn þar til hann hef- ur náð 21 árs aldri. Hún segist í raun ekki hafa gert sér grein fyr- ir því áður, hvað örlítið mánaðar- legt fjárframlag getur haft mikil áhrif. „Þarna sá ég að mínir pen- ingar fara greinilega í gott málefni. Ég veit svo sem ekkert hvað verð- ur um hann í framtíðinni en ég get allavega sagt að ég hafi átt þátt í að hann fór í þessa átt og er á þeim stað sem hann er á í dag. Það hefur gefið mér heilmikið.“ Hitti styrktarbarn sitt á Indlandi Auður Ösp Guðmundsdóttir audur@dv.is „Ég vissi einhvern veginn ekkert hvað ég var að fara út í n Heimsóknin hafði djúpstæð áhrif á hana

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.