Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Side 4

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Side 4
4 19. júlí 2019FRÉTTIR Tendrið bálköstinn Í þessum heimi er margt skrýt- ið sem Svarthöfði undrar sig á. Svarthöfði er átakafælinn að eðlisfari en finnst fátt skemmti- legra en að vera áhorfandi að deil- um annarra. Það sem bar hæst í vikunni að mati Svarthöfða er sögulegt fall Birgittu Jónsdóttur af fjarstýrðu, leðurklæddu gadda- hásæti Pírata. Þvílík mannfræði- rannsókn sem það var í sjálfu sér að horfa á átakafund innan Pírata- hreyfingarinnar þar sem Píratinn Helgi Hrafn jós svívirðingum yfir Birgittu. Þótt Svarthöfða finnist ekk- ert sérlega gaman að horfa upp á „mannorðsmorð“, eins og Birgitta sjálf kallar aðförina, þá er mik- il skemmtun að fylgjast með eft- irleiknum. Þá var sko poppað. Í stóra skál. Sumir settu Birgittu í sama hóp og mikilmennin Brútus og Júdas. Menn sem voru rækilega stungnir í bakið. Einhverjir rætnir töldu hið sanna eðli Birgittu loksins vera af- hjúpað. Svo voru það þeir sem nýttu tækifærið til að níða skó- inn af Pírötum upp til hópa. Loks- ins, loksins. Því fannst Svarthöfða merkilegast að fylgjast með. Flokkurinn var kallaður „hand- ónýtur“ og einhverjir fullyrtu að byltingin væri að éta börnin sín eftir að upptöku af átaka fundinum var lekið á netið. Svarthöfða finnst fyndið að sjá hve fljótt fólk var að grípa til vopna gegn umdeildum flokki Pírata. Á örstundu var bál- kösturinn tendraður og norna- brennan skyldi hefjast. Svarthöfða finnst það ekki síst spaugilegt í ljósi þess að þarna var ekkert baktal. Ekkert leynimakk. Þarna voru tveir einstaklingar að skiptast á skoðunum. Öðrum heitt í hamsi – hinn bar sig illa. Annar lét gamminn geisa – hinum fannst orðræðan ekki svaraverð. Svarthöfða finnst samt gleymast að sá sem sat undir ásökunum og fúkyrðum gerði nefnilega það – sat undir þeim. Gat svarað fyr- ir sig. Svarthöfða finnst hressandi að fylgjast með slíkum umræðum. Sem eiga sér ekki stað á bar. Sem innihalda ekki fordóma gagnvart minnihlutahópum. Og sem ekki eiga sér stað í blakkáti. Þótt síð- arnefndu umræðurnar virki mun meira spennandi þá virðast þær gleymast fyrr. Skrýtið. n Svarthöfði Það er staðreynd að… Leonardo Da Vinci var fyrstur til að útskýra af hverju himinninn er blár. Spænska orðið esposas þýðir bæði eiginkona og handjárn. Eiffelturninn átti fyrst að rísa í Barcelona á Spáni, en borgin hafnaði hugmyndinni og taldi turninn verða lýti á borginni. Ef mannsaugað væri stafræn myndavél þá væri það 576 megapixlar. Daniel Radcliffe braut rúmlega 80 töfrasprota við tökur Harry Potter- -myndanna þar sem hann notaði þá sem trommukjuða. Hver er hann n Hann er söngvari og hljómborðsleikari. n Hann hefur margoft tekið þátt í Eurovision. n Hann er ein af bak- röddum Íslands. n Hann er einatt kenndur við eitt hlutverka sinna. n Hljómsveit hans heiðrar Led Zeppelin með tónleikum 20. júlí. SVAR: PÉTUR ÖRN GUÐMUNDSSON Umsjónarfólk hótels í Neskaups- stað tók upp klám á hótelinu H ótelstjóri í Neskaupstað réð ungt erlent par sem umsjónarfólk á Cliff hót- el í bænum í vor. Í maí tók parið sig til og birti kynlífsmynd- band af sér á einni stærstu klám- síðu heims, Pornhub, og fór ekki á milli mála að myndbandið var tek- ið inni á hótelinu. Hótelið var áður Eddu hótel, en heitir í dag Cliff hótel og á veturna er þar heimavist fyrir nemendur Verkmenntaskóla Austurlands. „Indælisfólk og ekki skrifað utan á þau að þetta væri hobbíið þeirra. Duglegt fólk, það vantaði ekki og ráðin til að vera húsráð- endur á hótelinu,“ segir heimildar- maður í samtali við DV. „Það skiptir engu þótt þetta sé hobbíið þeirra, en ekki fara að blanda hót- elinu í málið. Þetta er viðkvæmt þar sem hótelið er heimavist á vet- urna.“ Hákon Guðröðarson tók við rekstri hótelsins í vor, en hann á Hótel Hildibrand í Neskaupstað, sem hann hefur rekið í nokkurn tíma við mjög góðan orðstír. „Ég held að það sé búið að taka myndbandið niður,“ segir heimildarmaður, „ég horfði ekki á það sjálfur, hafði hreinlega ekki áhuga á því, en veit að margir hér í bænum horfðu á það.“ Parið var rekið úr starfi um leið og málið komst upp og er farið af landi brott. „Um leið og þetta komst í loftið þá voru þau bara far- in. Ég held að það sé öllum sama þó að fólk sé að gera svona heima hjá sér og pósta á netið, en þegar það sést nákvæmlega hvar þetta er tekið og þau eru bara að mynda um allt hótel, gangandi nakin um gangana, svo er það eldhúsið og pool-borðið. Viðbrögð hótel- stjórans sýndu að hann samþykk- ir ekki svona athæfi starfsmanna.“ Í samtali við DV segir Hákon Guðröðarson að myndbandið sé ekki lengur til. „Þetta myndband var fjarlægt, þetta fólk var rekið og þetta mál er búið. Okkur finnst þetta mál mjög miður“ n Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is n Myndbandið birt á einni stærstu klámsíðu heims n Umsjónarfólk rekið„Indælisfólk og ekki skrifað utan á þau að þetta væri hobbíið þeirra“ Pornhub í hnotskurn Klámsíðan Pornhub var stofnuð í Montreal í Kanada árið 2007. Árið 2018 var síðan heimsótt að meðaltali af 92 milljónum manna á degi hverjum. Talið er að heimsóknafjöldi á dag fari yfir 100 milljónir í ár. Á hverri mínútu heimsækja 63.992 nýir notendur Pornhub, horft er á 207,405 myndbönd og leitað að 57,750 leitarorðum. Vinsælasta myndbandið á Pornhub er kynlífsmyndband raunveruleikastjörnunnar Kim Kardashian.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.