Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Page 12

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Page 12
12 FÓKUS - VIÐTAL 19. júlí 2019 bætti við að það væri mikil mildi að meiðsli Davíðs hefðu ekki verið alvarlegri en raun bar vitni. Í fyrstu var talið að hann hefði hlotið alvar- leg höfuðmeiðsli. Svo reyndist ekki vera. Hann lærbrotnaði en brotið var hreint. Mikið hafi blætt úr höfði Davíðs og því talið að hann væri illa slasaður á höfði. Síðar hafi komið í ljós að um yfirborðssár hafi verið að ræða. „Davíð og Lena voru bæði lögð inn á sama sjúkrahús og Elliot hef- ur komið að heimsækja þau. Það er mikill kærleikur meðal þeirra og gleði yfir því að vera á lífi, á sama tíma eru þau harmi slegin yfir frá- falli Guðna Rúnars,“ sagði Jón Gunnar í viðtalinu við DV og bætti við á öðrum stað að Guðni hefði verið afar myndarlegur og efnileg- ur maður. Andlát hans var mikið áfall. Endurfæddist „Ég segi alltaf að 18. ágúst 2007 sé minn seinni fæðingardagur. Ég gleymi því aldrei þegar ég vaknaði, eftir að hafa verið meðvitundarlaus í korter, og uppgötvaði að ég var ennþá á lífi. Ég hafði fengið annað tækifæri. Þarna gerði ég mér grein fyrir að ég yrði að breyta viðhorfi mínu til lífsins. Ég ákvað að þaðan í frá myndi ég breyta því hvernig ég kæmi fram við fólkið í kringum mig,“ segir Davíð. Í kjölfarið fór Davíð að leita að tilgangi í lífinu, eins og hann orðar það. Hann er alinn upp í kristinni trú en fjarlægðist trúna sem barn og unglingur. Hann fór að lesa Bibl- íuna aftur og leitaði að svörum. Það leiddi til þess að hann hóf nám guðfræði og árið 2010 útskrif- aðist hann með BA-gráðu í guð- fræði. Í dag er hann giftur, fjögurra barna fjölskyldufaðir og starfar sem prestur í sóknarkirkjunni í Port Coquitlam. Hann heimsækir reglulega grunnskóla þar og miðl- ar af reynslu sinni, ræðir við ung- menni og hvetur þau til að lifa líf- inu til fulls. Á seinasta ári hrundi Davíð af stað herferðinni Love My City Week, ásamt 10 ungmennum úr sókninni og blaðamaður spyr hann nánar út í hugsunina þar að baki. „Love My City Week snýst um að tengja saman fólkið, íbúana í borginni. Í eina viku kemur fólk saman og vinnur að hinum ýmsu verkefnum sem snúa að því að bæta og fegra umhverfið í borginni,“ útskýrir Davíð. Hann segir tilganginn meðal annars að útrýma einmanaleika og koma í veg fyrir einangrun, með því að láta fólk koma saman og gefa til baka til samfélagsins. Vikunni lýkur síð- an með útihátíð þar sem þekktir tónlistarmenn og skemmtikraftar gefa vinnu sína. Davíð líkir stemn- ingunni við anda jólanna, þar sem kærleikur og gjafmildi ræður ríkj- um. Verkefninu var ýtt úr vör í þremur borgum á seinasta ári, Coquitlam, Port Coquitlam og Port Moody. Viðtökurnar voru prýði- legar og yfir 1.000 manns tóku þátt, meðal annars með því að tína rusl á víðavangi og mála vegi sem höfðu verið ósnertir í tuttugu ár. Í ár bættist heimaborg Davíðs við, Pitt Meadows, og fjöldi þátttak- enda hefur margfaldast. Stórfyrir- tæki á borð við Coca -Cola, Star- bucks og Home Depot hafa styrkt verkefnið rausnarlega. Davíð stefnir enn lengra með verkefnið. Fyrsta skrefið er að koma Love My City í allar borgir í Kanada. Næsta skref er allur heimurinn. „Þegar við komum öll saman, og leggjum ást við umhverfið og borgina okkar þá getur ekki annað en gott komið út úr því.“ n Frétt DV í ágúst 2007 Ljósmynd/Tímarit.is.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.