Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Síða 17
19. júlí 2019 FRÉTTIR 17 einangraður í kjölfar atburðarins. Þetta kemur meðal annars fram í frétt Vísis af málinu árið 2011. Þar segir að einangrun hans hafi ver- ið rofin þegar hann kynntist Hildi, unnustu Hannesar. Gunnar varð sjúklega ástfanginn af henni sem leiddi til þess að hann fór að hug- leiða að myrða Hannes. Í yfirheyrslum hjá lögreglu skömmu eftir morðið sagði Gunn- ar: „Ég elskaði Hildi. Hún átti að vera hjá mér. Hún átti ekki að vera með honum.“ Geðlæknir greindi Gunnar með ástsýki – amor insanus – og var hann dæmdur ósakhæfur í héraðsdómi. Þeim dómi var hins vegar hrundið í Hæstarétti þar sem Gunnar var úrskurðaður sak- hæfur og dæmdur í 16 ára fangelsi. Gunnar stakk Hannes, sem veitti viðnám, 19 sinnum með hnífi. Vegna þess hvað morðið var einstaklega kaldrifjað og hrotta- legt þykir mörgum ótækt að hann skuli nú, níu árum síðar, ganga um á meðal fólks. Faðir Hannesar, Helgi Vilhjálmsson – Helgi í Góu – sagði um þetta í viðtali við DV fyrir stuttu: „Menn sem setja svona lög og reglur – hafa þeir einhvern tíma lent í svona sjálfir? Að sonur þeirra eða dóttir sé myrt að yfirlögðu ráði, með köldu blóði? Það efast ég um. En hafa þeir rætt við þá sem lenda í slíku og sett sig í spor þeirra? Það efast ég líka um.“ n DÆMDUR MORÐINGI EN LIFIR AÐ MIKLU LEYTI EINS OG FRJÁLS MAÐUR n Gunnar vinnur hjá Rauða krossinum n Afþakkaði kurteislega viðtal við DV n Heimsækir fjölskyldu sína reglulega og hefur afnot af bíl Bíll Rúnars, sá silfurgrái, fyrir utan áfangaheimili Verndar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.