Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Side 20

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Side 20
20 PRESSAN 19. júlí 2019 n Ásakaður um hótanir og frændhygli n Rekstur embættisins í ólestri n Skipaður ítrekað án auglýsingar E mbætti ríkislögreglu- stjóra hefur verið harð- lega gagnrýnt undanfar- ið, bæði af einstaklingum sem segja farir sínar ekki sléttar af samskiptum við það sem og af lögreglumönnum sem þykir víða pottur brotinn í starfsemi þess. Því er ekki úr vegi að rekja aðeins sögu Haraldar Johann- essen ríkislögreglustjóra sem hefur gegnt embættinu í rúm- lega tvo áratugi. Haraldur er fæddur 25. júní 1954 í Reykjavík. Hann er sonur skáldsins og fyrrverandi ritstjóra Morgunblaðsins, Matthíasar Johannessen, og eiginkonu hans, Hönnu Ingólfsdóttur Jo- hannessen. Bróðir Haraldar er Ingólfur Johannessen, doktor í veirufræði. Haraldur er giftur Brynhildi Ingimundardóttur og eiga þau þrjú börn, Matthías, Kristján og Önnu. Haraldur lauk embættis- prófi í lögfræði árið 1983 og lagði stund á framhaldsnám í afbrotafræði í Bandaríkjun- um á árunum 1983–1984. Þegar hann sneri aftur til Íslands gegndi hann stöðu aðstoðar- manns forstjóra ÍSAL í tvö ár áður en hann tók við nýstofn- uðu embætti fangelsismála- stjóra. Hann var fangelsismála- stjóri frá árinu 1988–1996. Árin 1996-1998 starfaði hann sem varalögreglustjóri, sem var nýtt embætti þegar hann tók við því. Hann tók svo við sem ríkislög- reglustjóri 1998, sem hann var upprunalega skipaður í til fimm ára. Embætti Haraldar er nú til rannsóknar hjá dómsmála- ráðuneytinu, enda í mörg horn að líta. Framkoma og hátterni Haraldar gegn sérsveitarmönn- um, meint einelti, rekstrarlegir þættir og fleira. Embættið hef- ur ekki skrifað undir ársreikn- inga síðan fyrir árið 2016 og mikil óánægja er meðal lög- reglumanna með fatnað og ökutæki. Haraldur var skipað- ur í embættið í fimmta sinn á síðasta ári. Það var í fjórða sinn sem hann er skipaður áfram, án þess að embættið sé auglýst. Hann er því nokkuð öruggur með starfið allt til ársins 2023. Haraldur víkur ekki í skugga harðrar gagnrýni Erla Dóra erladora@dv.is NÆRMYND VÖRUR Í BOÐI TIL MERKINGA STUTTERMABOLIR POLOBOLIR HETTUPEYSUR PEYSUR HÚFUR HANSKAR BARNAPEYSUR BARNABOLIR Malarhöfða 2 5813330 EIGUM ALLAR TEGUNDIR OG LITI AF FYRIRTÆKJAFATNAÐI SAUMASTOFA.ISLANDS@GMAIL.COM M atthías, faðir Har- aldar, var ritstjóri Morgunblaðsins og mikill áhrifamaður innan Sjálfstæðisflokksins. Hann birti opinberlega dagbækur sínar þar sem má finna áhugaverðar lýs- ingar á hvernig sonur hans endaði sem ríkislögreglu- stjóri. 11. janúar 1996 „Haraldur son­ ur okkar talaði við Davíð Odds­ son um starf sitt í morgun […] Harald langar til að skipta um starf enda hef­ ur hann sinnt þessu erfiða og erilsama emb­ ætti fangels­ ismálastjóra nógu lengi, bæði að hans viti og okkar. […] Hann var ekki að heita á hurð­ ir Davíðs, aldeilis ekki enda hefur hann ekkert með dóms­ mál að gera. En hann langaði til að heyra í honum hljóðið og kanna stöðu sína.“ 8. nóvember 1996 „Haraldur er að hugsa um að sækja um varalögreglu­ stjóraembættið ef hann fær hvatningu til þess.“ 17. nóvember 1996 „Haraldur sonur minn hefur sótt um nýtt starf, embætti varalögreglustjórans í Reykja­ vík. Mér skilst að Þorsteinn Pálsson hafi kallað hann á sinn fund og hvatt hann til að sækja um. Vona að það fari allt vel úr hendi.“ 23. nóvember 1996 „Mér skilst  það sé talið sjálf­ sagt að Halli fái þetta nýja embætti sem hann er að sækja um. Held að hann sé spenntur fyrir því sjálfur. Þá mundi hann losna úr embætti fang­ elsismálastjórans og er svo sannarlega kominn tími til. Hann gæti orðið verðmætur yfirmaður lögreglunnar, fastur fyrir en hlýr og viðkvæmur og tillitssamur við annað fólk. Ágætur í lögum. Vona reyndar að hann losni úr gamla emb­ ættinu og taki til við ný verk­ efni.“ 18. desember 1996 „Haraldur sonur okkar var skipaður í embætti varalög­ reglustjórans í Reykjavík í dag. Það var hraustlega gert af Þorsteini Pálssyni. Hann lætur deilur okkar um sjávar­ útvegsmál ekki lenda á syni mínum. Það sýnir að Þor­ steinn er drengskaparmaður, enda vissi ég það áður.“ 18. janúar 1998 „Haraldur sonur minn hefur sótt um embætti ríkislög­ reglustjóra. Þegar hann tók við varalögreglustjóra­ embættinu í Reykjavík var á það  minnzt  að hann gerði sínar endurbætur á emb­ ættinu, en vel gæti komið til greina að hann tæki við ríkis­ lögreglustjóraembættinu að því loknu, ef það losnaði.“ 30. janúar 1998 „Haraldur sonur okkar var skipaður í embætti ríkis­ lögreglustjóra en það er mikið embætti og krefst ábyrgðartilfinningar og hrokalausrar  vizku. […] Halli hefur unnið sig upp í þetta embætti sjálfur en Þorsteinn Pálsson hefur þá líka sýnt honum mikinn drengskap.“ Sonur áhrifamanns innan Sjálfstæðisflokksins Matthías Johannessen

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.