Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Side 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Side 28
Rafíþróttir 19. júlí 2019KYNNINGARBLAÐ „Áttum stóran þátt í að endur- lífga rafíþróttamenninguna“ Öðlingarnir í tölvuversluninni og tölvuverkstæðinu Kísildal hafa gíf- urlega reynslu þegar kemur að tölv- um, tölvuleikjum og því að ráðleggja nýjum tölvuleikjaáhugamönnum sem og reyndari leikjaspilurum varðandi búnað og uppfærslu til þess að gera leikjaspilunina sem ánægjulegasta. „Við höfum þjónustað leikjaspilara og sérsmíðað tölvur í hartnær 14 ár. Það hafa verið sömu eigendurn- ir í öll þessi ár og við höfum skapað okkur afar gott orðspor á mark- aðnum,“ segir Guðbjartur Nilsson, framkvæmdastjóri Kísildals. Ekki alltaf það dýrasta og öflug- asta „Við erum ekkert endilega að ota því dýrasta og öflugasta að fólki. Frekar leggjum við okkur fram við að þarfa- greina fólk, finna út hvað virkar best fyrir viðkomandi og hvernig sé hægt að framkvæma það á sem hag- kvæmastan máta. Þá einblínum við á hvað sé það besta sem við getum boðið fyrir þann pening sem hver og einn er tilbúinn að leggja í þetta. Við höfum t.d. ráðlagt foreldrum sem eru að gefa borðtölvur í fermingargjöf, að gera krakkana ábyrga fyrir tölvunni. Þá fylgjast þeir sjálfir með uppfærsl- um og íhlutum, finna út hvað hlutirnir kosta, spara pening og safna fyrir þeim til þess að kaupa sjálfir. Þetta er virkilega góður lærdómur fyrir börn á þessum aldri og þau læra fljótt að fara vel með peninga.“ Það er nokkur fórnarkostnaður fólginn í að koma sér upp tiltölu- lega góðri leikjaaðstöðu ef þarf að byrja frá grunni. „Við seljum mikið sérsmíðaðar tölvur fyrir ýmiss konar notkun. Þá erum við með hugmyndir að pökkum á vefsíðu Kísildals sem spanna mjög vítt svið, allt frá tölv- um sem henta í einfalda leiki til tölva sem henta kempum sem gera miklar kröfur varðandi myndgæði og viðmót. Hægt er að koma sér upp fínni að- stöðu með borðtölvu, skjá, mús, lykla- borði og öllum pakkanum á um það bil 200.000 krónur. Ef fólk er tilbúið að eyða aðeins meiru í áhugamálið þá er auðvelt að fara upp í 500.000 kallinn.“ Taka þátt í rafíþróttabyltingunni Kísildalur hefur stutt rafíþróttir á Íslandi m.a. með því að styrkja G-Zero um verðlaun fyrir keppnismót og fleira. Á sínum tíma hélt Kísildalur raf- mót í tvígang sem nefndist Kísildalur Open. „Við leigðum Skautasvellið í Egilshöll og héldum keppnismót fyrir um 200 manns. Þetta var fyrir um tíu árum og viljum við meina að við eigum þar stóran þátt í að hafa endurlífgað rafíþróttamenninguna eftir að Síminn hætti að halda Skjálfta og keppnissamfélagið lagðist í hálfgerðan dvala. Eftir mótin okkar tóku aðrir við keflinu og síðan þá hafa raf íþróttirnar verið vaxandi grein innan leikjasamfélagsins. Þróunin hefur alltaf verið afar hröð í tölvu- geiranum og í tölvuleikjabransanum. Upp á síðkastið hefur þróunin verið skemmtileg með tilkomu RÍSÍ og raf- íþrótta á Íslandi. Ég er persónulega mjög spenntur að sjá hvernig þetta þróast áfram, enda hefur fólkið í Rafíþróttasamtökunum verið að gera ofboðslega flotta hluti.“ Nánari upplýsingar má nálgast á vefverslun Kísildals, kisildalur.is Verslunin er að Síðumúla 15, 105 Reykjavík. Sími: 517-1150 Fylgstu með á Facebook: Kísildalur KÍSILDALUR: Guðbjartur Nilsson, frakm- væmdastjóri Kísildals. Myndir: Eyþór Árnason.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.