Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Qupperneq 28

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Qupperneq 28
Rafíþróttir 19. júlí 2019KYNNINGARBLAÐ „Áttum stóran þátt í að endur- lífga rafíþróttamenninguna“ Öðlingarnir í tölvuversluninni og tölvuverkstæðinu Kísildal hafa gíf- urlega reynslu þegar kemur að tölv- um, tölvuleikjum og því að ráðleggja nýjum tölvuleikjaáhugamönnum sem og reyndari leikjaspilurum varðandi búnað og uppfærslu til þess að gera leikjaspilunina sem ánægjulegasta. „Við höfum þjónustað leikjaspilara og sérsmíðað tölvur í hartnær 14 ár. Það hafa verið sömu eigendurn- ir í öll þessi ár og við höfum skapað okkur afar gott orðspor á mark- aðnum,“ segir Guðbjartur Nilsson, framkvæmdastjóri Kísildals. Ekki alltaf það dýrasta og öflug- asta „Við erum ekkert endilega að ota því dýrasta og öflugasta að fólki. Frekar leggjum við okkur fram við að þarfa- greina fólk, finna út hvað virkar best fyrir viðkomandi og hvernig sé hægt að framkvæma það á sem hag- kvæmastan máta. Þá einblínum við á hvað sé það besta sem við getum boðið fyrir þann pening sem hver og einn er tilbúinn að leggja í þetta. Við höfum t.d. ráðlagt foreldrum sem eru að gefa borðtölvur í fermingargjöf, að gera krakkana ábyrga fyrir tölvunni. Þá fylgjast þeir sjálfir með uppfærsl- um og íhlutum, finna út hvað hlutirnir kosta, spara pening og safna fyrir þeim til þess að kaupa sjálfir. Þetta er virkilega góður lærdómur fyrir börn á þessum aldri og þau læra fljótt að fara vel með peninga.“ Það er nokkur fórnarkostnaður fólginn í að koma sér upp tiltölu- lega góðri leikjaaðstöðu ef þarf að byrja frá grunni. „Við seljum mikið sérsmíðaðar tölvur fyrir ýmiss konar notkun. Þá erum við með hugmyndir að pökkum á vefsíðu Kísildals sem spanna mjög vítt svið, allt frá tölv- um sem henta í einfalda leiki til tölva sem henta kempum sem gera miklar kröfur varðandi myndgæði og viðmót. Hægt er að koma sér upp fínni að- stöðu með borðtölvu, skjá, mús, lykla- borði og öllum pakkanum á um það bil 200.000 krónur. Ef fólk er tilbúið að eyða aðeins meiru í áhugamálið þá er auðvelt að fara upp í 500.000 kallinn.“ Taka þátt í rafíþróttabyltingunni Kísildalur hefur stutt rafíþróttir á Íslandi m.a. með því að styrkja G-Zero um verðlaun fyrir keppnismót og fleira. Á sínum tíma hélt Kísildalur raf- mót í tvígang sem nefndist Kísildalur Open. „Við leigðum Skautasvellið í Egilshöll og héldum keppnismót fyrir um 200 manns. Þetta var fyrir um tíu árum og viljum við meina að við eigum þar stóran þátt í að hafa endurlífgað rafíþróttamenninguna eftir að Síminn hætti að halda Skjálfta og keppnissamfélagið lagðist í hálfgerðan dvala. Eftir mótin okkar tóku aðrir við keflinu og síðan þá hafa raf íþróttirnar verið vaxandi grein innan leikjasamfélagsins. Þróunin hefur alltaf verið afar hröð í tölvu- geiranum og í tölvuleikjabransanum. Upp á síðkastið hefur þróunin verið skemmtileg með tilkomu RÍSÍ og raf- íþrótta á Íslandi. Ég er persónulega mjög spenntur að sjá hvernig þetta þróast áfram, enda hefur fólkið í Rafíþróttasamtökunum verið að gera ofboðslega flotta hluti.“ Nánari upplýsingar má nálgast á vefverslun Kísildals, kisildalur.is Verslunin er að Síðumúla 15, 105 Reykjavík. Sími: 517-1150 Fylgstu með á Facebook: Kísildalur KÍSILDALUR: Guðbjartur Nilsson, frakm- væmdastjóri Kísildals. Myndir: Eyþór Árnason.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.