Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Side 36

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Side 36
Rafíþróttir 19. júlí 2019KYNNINGARBLAÐ Fyrir rafíþróttir og leikjaspilun TÖLVULISTINN: Tölvulistinn hefur lengi verið leiðandi verslun í tölvuvörum á Íslandi og þar fæst allur nauðsynlegur búnaður fyrir rafíþróttir og leikjaspilun í flestum birtingarmyndum. Oftast er keppt á 24 tommu skjáum í skotleikjum en þó hafa 27 tommu skjáir verið afar vinsælir líka. Við tókum saman nokkra af vinsælustu og mest spennandi skjáunum sem eru fáanlegir í Tölvulistanum. Einn öflugasti 24 tommu skjárinn sem er fáanlegur í Tölvulistanum Asus ROG Swift XG258Q er keppnisskjár fyrir tölvuleiki með FreeSync stuðning. Hann hefur 240Hz svo skjámyndin uppfærist 240 sinnum á sekúndu, sem er fjórfalt meira en í hefðbundnum skjáum. Skjárinn er sérstaklega byggður til notkunar í helstu eSports leikjum eins og CS, Starcraft, LoL, Dota 2 o.fl. Asus ROG Swift XG258Q Verð 89.995 Margverðlaunaður keppnisskjár Asus ROG Swift PG258Q er 24 tommu keppnisskjár fyrir tölvuleiki með G-Sync-stuðning. Með 240Hz uppfærist skjámyndina 240 sinnum á sekúndu, sem er fjórfalt meira en í hefðbundnum skjáum. Skjárinn fékk verðlaun frá European Hardware Awards árið 2017 sem besti leikjaskjárinn á markaðnum enda markvisst byggður til notkunar í helstu eSports leikjum eins og CS, Starcraft, LoL, Dota 2 o.fl. Asus ROG Swift PG258Q Vinsælasti leikjaskjárinn í Tölvulistanum Vinsælasti leikjaskjárinn okkar er 27 tommu AOC G2790PX, en flestir fá sér þennan skjá til þess að spila heima og fyrir strategy, MOBA eða þriðju persónu leiki. Þessi hágæða leikjaskjár frá AOC G2790PX er 27 tommu 144Hz Full-HD með 1ms viðbragðstíma og er sérhannaður fyrir kröfuharða spilara. Skjárinn nýtir sér AMD FreeSync tækni með studdum AMD skjákortum. Skjárinn kem- ur á standi sem má hækka, lækka, snúa og halla og innbyggt USB2 fjöltengi (hub). Verð 51.995 Fleiri spennandi vörur fyrir rafíþróttafólk Elgato vörurnar eru sérstaklega ætlaðar leikjaspilurum sem taka upp leikina sína og streyma þeim t.d. á Twitch eða YouTube. Elgato vörurnar henta engu að síður fyrir allar gerðir streymis hvert sem efni þinnar rásar er. Þetta eru vandaðar og glæsilegar streymisvörur sem gera þér kleift að færa streymið þitt upp á æðra stig og framkalla vandað efni fyrir þína áhorfendur á einfaldan og fljótlegan hátt. Á meðal flottra streymisvara í boði frá Elgato er t.d. Stream Deck sem hefur fimmtán forritanlega takka sem auðvelda alla eftirvinnslu og gera þér jafnvel kleift að vinna myndefnið þitt jafnóðum og virkar því vel fyrir beina útsendingu. Einnig eru í boði Cam Link og Game Capture upptökukort sem draga verulega úr hökti ásamt því að bæta og auka magn efnisins sem þú getur tekið upp. Í Tölvulistanum fæst síðan fjöldinn allur af flottum lyklaborðum og tölvumúsum sem eru sérstaklega hönnuð með leikjaspilun í huga. Baklýst lyklaborð og viðbragðshrað- ar mýs sem spara þér tíma og auka möguleika þína á sigri. Fleiri spennandi og gagnlegar raf- íþróttavörur frá framleiðendum eins og Corsair, Razer, Asus, MSI, AOC, Acer, SteelSeries og CoolerMaster svo fátt eitt sé nefnt, má skoða í net- verslun Tölvulistans á tl.is eða í næstu Tölvulistaverslun, sem eru á 7 stöðum um land allt.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.