Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Page 44

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Page 44
44 PRESSAN 19. júlí 2019 Þ egar lögreglumennirnir brutu upp dyrnar að her- berginu á háloftinu í glæsi- lega einbýlishúsinu mætti þeim svo hræðilegur fnykur að þeir kúguðust. Herbergið var al- myrkvað en annar lögreglumað- urinn þreifaði sig að glugganum, reif þykkar gardínurnar niður og opnaði gluggann til að lofta út. Um leið og birtan streymdi inn mætti þeim sjón sem fékk innyflin til að gera uppreisn. Allt var í rúst í herberginu, matur flaut um gólf- ið, rottur hlupu um á milli rotn- andi matarleifa og þvags og saurs. Ofan á þessu voru hungraðir maðkar og bjöllur. En þetta var ekki það hræðilegasta sem lög- reglumennirnir sáu. Í viðbjóðslega skítugu rúmi lá allsnakin kona og var hún bundin föst. Hún lá í eigin saur í bókstaflegri merkingu. Hún pírði augun til að vernda þau fyrir dagsbirtunni sem hún hafði ekki séð í 25 ár. Hún reyndi um leið að hylja nakinn og magran líkamann með skítugu teppi. Kon- an, Blanche Monnier, var 52 ára þegar lögreglumennirnir frelsuðu hana úr þessari prísund þann 25. maí 1901. Þá hafði hún verið í her- berginu í 25 ár, algjörlega einangr- uð frá umheiminum og aðeins fengið að hafa samband við móð- ur sína og yngri bróður. Ástæðan fyrir innilokuninni var að hún hafði sem ung, fögur og dekruð yfirstéttarstúlka orðið yfir sig ástfangin af aðeins eldri manni árið 1876 en hann tilheyrði ekki yfirstéttinni. Þetta fannst stjórn- samri móður hennar, Louise Monnier, ekki viðeigandi og því batt hún dóttur sína fasta við rúm- ið uppi á háalofti, dró gardínurnar fyrir og læsti dyrunum og sagði við dóttur sína að þar skyldi hún dúsa þar til hún færi að vilja hennar og giftist manni úr sömu þjóðfélags- stétt og hún tilheyrði. En Blanche Monnier gaf sig aldrei. Ekki er vitað hvaða hlutverk faðir hennar, Emile Monnier, lék í þessu öllu en hann var háttsettur og virtur stjórnandi við lista- akademíuna í Poitiers í Frakk- landi þar sem fjölskyldan bjó. Hann lést 1879 en eiginkona hans og sonur þeirra, Marcel Monnier, héldu Blanche innilokaðri og mis- þyrmdu allt þar til lögreglan frels- aði hana. Nágrannar heyrðu í henni Á fyrstu árunum í herberginu átti Blanche það til að öskra eins hátt og hún gat í örvæntingu sinni og heyrðu nágrannarnir í þessu fína hverfi oft öskrin. Móðir hennar sagði þeim að Blanche væri því miður orðin geðveik, en á þess- um tíma var ekki óalgengt að geð- veikir væru læstir inni og haldið fjarri samfélaginu. Í öll þau ár sem hún var bundin við rúmið fékk hún aðeins matarleifar af borði fjölskyldunnar og oft liðu margir dagar á milli máltíða. Hún hafði ekki aðgang að salerni og var aldrei þrifin. Þegar Blanche var vafin inn í teppi og ekið á sjúkrahús þennan maídag 1901 vó hún aðeins 23 kíló og var ófær um að tjá sig. Nafnlaus ábending Það var nafnlaust bréf, sem var sent til ríkissaksóknarans, sem varð til þess að lögreglan fór að athuga með Blanche. Í bréfinu kom fram að móðir Blanche hefði árum saman haldið henni fanginni. Sú kenning hefur notið töluverðrar hylli að það hafi verið bróðir Blanche, Marcel, sem skrif- aði bréfið því hann hafi verið búinn að fá sig fullsaddan af með- ferð móður sinnar á Blanche. Þegar ríkissaksóknarinn af- henti lögreglunni bréfið átti hún erfitt með að trúa því þar sem Monnier-fjölskyldan var í efstu lögum samfélagsins og naut mik- illar virðingar. En lögreglan ákvað nú samt sem áður að kanna málið og það varð Blanche til lífs. Þótt ótrúlegt megi virðast náði Blanche sér að mestu líkamlega en andlega var hún svo illa far- in að hún eyddi því sem hún átti eftir ólifað á geðsjúkrahúsi í París og þar lést hún í október 1913, 64 ára að aldri. Móðir hennar lést af völdum hjartaáfalls tveimur vik- um eftir að lögreglan frelsaði Blanche úr prísundinni. Marcel, sem var þekktur lögmaður og fjöl- skyldufaðir, var dæmdur í fimmt- án mánaða fangelsi fyrir sinn þátt í ofbeldinu. Hann áfrýjaði dómn- um og var síðan sýknaður. Ekki eina málið En þetta er ekki eina málið þessarar tegundar sem vitað er um. Á síðustu árum hafa mörg álíka mál komið upp þar sem fólk hefur verið læst inni árum saman, vanrækt og beitt margvíslegu of- beldi. Eitt nýjasta málið þessarar tegundar er frá Perris í Kaliforníu. Þar héldu hjónin David og Louise Turpin þrettán börnum sínum innilokuðum frá fæðingu. Elsta barnið var 29 ára þegar lögreglan batt enda á prísund systkinanna. Þetta er lengsta innilokunin af þessu tagi sem upp hefur komist um. Börnunum var haldið inni- lokuðum við hrikalegar aðstæður á heimilinu. Þau voru beitt miklu ofbeldi og misnotuð kynferðis- lega. Þau fengu í mesta lagi eina máltíð á dag og fengu aðeins að fara í bað einu sinni á ári. Hjónin voru í apríl dæmd í lífstíðarfang- elsi. Upp um þau komst í janúar á síðasta ári þegar ein dóttir þeirra náði að flýja og setja sig í sam- band við lögregluna. Í Evrópu er mál Josefs Fritzl í Austurríki eitt það þekktasta og hræðilegasta. Hann lokaði dóttur sína, Elisabeth, inni í tæp 25 ár og beitti hana kynferðislegu of- beldi í allan þann tíma. Ofbeldið var kerfisbundið og margþætt og ekki hægt að lýsa þeim hryllingi sem Elisabeth gekk í gegnum á þessum tæpa aldarfjórðungi. Af- brigðileiki Fritzl kom strax í ljós 1967 þegar hann var sakfelld- ur fyrir að hafa nauðgað hjúkr- unarfræðingi. Hann var einnig grunaður um aðra álíka nauðg- un en ekki tókst að færa sönnur á hana. Hann beitti Elisabeth kyn- ferðislegu ofbeldi frá því að hún var ellefu ára. Auk þess var hann margoft kærður fyrir að hafa ber- að kynfæri sín á almannafæri. Árið 1978 fékk hann þá hugmynd að gera breytingar á kjallaranum undir húsi fjölskyldunnar og fékk heimild til þess hjá bæjaryfirvöld- um. Þar innréttaði hann leyni- legt öryggisfangelsi með leynileg- um inngangi. Nokkrum dögum eftir að Elisabeth varð átján ára bað hann hana um að aðstoða sig niðri í kjallaranum. Þegar þang- að var komið deyfði hann hana, hlekkjaði með handjárnum við rúmið og yfirgaf herbergið. Þarna hófst tæplega 25 ára martröð hennar. Fritzl og eiginkona hans til- kynntu um hvarf Elisabeth og leit hófst. Henni var þó fljótlega hætt þegar Fritzl sýndi lögreglunni bréf sem Elisabeth hafði skrif- að. Í því fullvissaði hún lesendur um að hún hefði það gott og bað lögregluna um að hætta leitinni. Fritzl sagðist telja að hún hefði gengið til liðs við sértrúarsöfn- uð og tók lögreglan þá skýringu gilda. Eiginkona hans hafði ekki hugmynd um að Elisabeth væri í kjallaranum. Hélt dóttur sinni fanginni í litlu herbergi í 25 ár n Blanche Monnier sá ekki dagsljósið í 25 ár n Josef Fritzl misnotaði dóttur sína kynferðislega n Hjón læstu börn sín inni frá fæðingu Kristján Kristjánsson ritstjorn@dv.is „Þegar Blanche var vafin inn í teppi og ekið á sjúkrahús þennan maídag 1901 vó hún aðeins 23 kíló og var ófær um að tjá sig. Í hræðilegu ásigkomulagi Þessi mynd var tekin af Blanche Monnier stuttu eftir að hún fannst bundin við rúmið. Mynd: Wikipedia Commons Vakti óhug Mál Josefs Fritzl vakti mikinn óhug enda hræðilegt frá upp- hafi til enda. Mynd: Getty Images Hrikaleg aðkoma Lög- reglumaðurinn Franz Polzer sýnir mynd af rýminu þar sem Elisabeth, dóttir Josefs Fritzl, var haldið. Mynd: Getty Images

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.