Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Síða 45

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Síða 45
PRESSAN 4519. júlí 2019 Þar til Elisabeth losnaði úr prís- undinni nauðgaði Fritzl henni, að eigin sögn, ekki sjaldnar en þrjú þúsund sinnum. Elisabeth eignaðist sjö börn og missti eitt fóstur. Eitt barnanna lést strax eft- ir fæðingu eða var myrt af Fritzl, það hefur aldrei fengist niður- staða í það. Hann brenndi líkið í kamínu. Annað mál frá Austurríki Í byrjun mars 1998 var Natascha Kampusch, 10 ára, á leið í skóla í Vínarborg í Austurríki þegar henni var rænt á götu úti af Wolf- gang Priklopil. Hann fór með hana heim til sín í Strasshof, sem er að- eins utan við Vínarborg, og lok- aði hana inni í herbergi sem hann hafði innréttað undir bílskúrnum. Það liðu átta ár þar til Natascha losnaði úr prísundinni. Á þeim tíma beitti Wolfgang hana kynferðis legu ofbeldi og beitti oft á tíðum miklu og grófu ofbeldi. Þegar leið á fangavistina fór hann að taka hana upp í húsið þar sem hann kenndi henni og hún var látin þrífa og elda mat. Hún reyndi nokkrum sinnum að strjúka og vekja athygli nágranna en það leiddi alltaf af sér þungar, líkam- legar refsingar. Þann 13. ágúst 2006 sagði Wolf- gang henni að þrífa sendibílinn hans. Hún náði þá að stinga af og leita hjálpar. Þegar hún hafði bent á Wolfgang sem mannræningjann hófst mikil leit lögreglunnar að honum en áður en tókst að hand- taka hann, kastaði hann sér fyrir járnbrautarlest og lét lífið. Natascha hefur margoft kom- ið fram í fjölmiðlum eftir að hún losnaði úr prísundinni og sagt sögu sína. Hún var með eigin spjallþátt um hríð og 2010 gaf hún út ævisögu sína og 2016 gaf hún út bók sem nefnist „Frelsi í 10 ár“. En eftir það hefur lítið farið fyrir henni. Dánarbússtjóri Wolfgangs gaf Natöschu hús hans og hún á það enn og er þar stundum. n Hélt dóttur sinni fanginni í litlu herbergi í 25 ár n Blanche Monnier sá ekki dagsljósið í 25 ár n Josef Fritzl misnotaði dóttur sína kynferðislega n Hjón læstu börn sín inni frá fæðingu David Turpin. Mynd: Getty Images Rænt 10 ára Na- töschu Kampusch var rænt þegar hún var á leið í skólann. Mynd: Getty Images Föst í prísund Hér má sjá rýmið sem Natasha þurfti að hírast í. Mynd: Getty Images Louise Turpin. Mynd: Getty Images

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.