Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Page 46

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Page 46
 19. júlí 201946 Þrátt fyrir langar og ítarlegar rannsóknir lögreglunnar, þá eru þessi óhugnanlegu morðmál, sum sem ná allt aftur til áttunda áratugarins, enn að valda lög- reglunni heilabrotum. Aðstandendur eru enn í sárum og vita ekki hver er ábyrgur fyrir morðinu á ástvinum þeirra og mögulega ganga morðingjarnir enn frjálsir sinna ferða. MailOnline á vefsíðunni DailyMail fór yfir 15 óleyst morðmál í Bretlandi með það að markmiði að reyna að finna og koma lögum yfir morðingjana. Hér er annar hluti af þremur. Valerie Graves fannst myrt í svefnherbergi sínu á heimili vinahjóna hennar. Alistair Wilson, 30 ára gamall banka- starfsmaður, varði sunnudeginum þann 29. nóvember árið 2004 í göngu með- fram skosku strand- lengjunni ásamt eiginkonu sinni Veronicu. Eftir að þau komu aftur á heimili sitt í Nairn, sjávar- bæ í Norðaustur- Skotlandi, borðaði hann kvöldmat og svæfði tvo unga syni sína. Nokkrum klukku- stundum seinna bankaði ókunnugur maður upp á á heim- ilinu og bað um að fá að ræða við Wilson. Skaut hann Wilson tveimur skotum í höf- uðið og einu í líkamann. Lögreglunni hefur ekkert orðið ágengt í að leysa málið, en í desember árið 2016 gaf hún út frekari upplýsingar um byssuna sem notuð var sem morðvopn. Byssa sambærileg morðvopn- inu, Haenel Schmeisser, fannst við garðsölu í húsi í bænum. Um sama leyti hringdi hlust- andi inn á útvarpsstöð á svæð- inu og sagðist búa yfir upplýs- ingum um morðið. Byssur af þessari tegund eru sjaldséðar í Englandi og aðeins þrettán slík- ar hafa sést þar síðan árið 2008. Lögreglan telur að hermenn hafi komið með þær til Englands eft- ir seinni heimsstyrjöldina. Þann 30. desember árið 2013 fannst Valerie Graves, 55 ára gömul móðir, látin í svefnherbergi sínu í Bos- ham í Vestur-Sussex. Graves var að passa heimili fyrir vinahjón sín og lést hún nokkrum dögum eftir að hafa fagnað afmæli sínu þar, ásamt Eileen, móð- ur sinni, Jan, systur sinni og manni hennar, Nigel Acres. Vinahjón hennar, sem áttu húsið, voru í fríi á Kostaríku. Engin ummerki fundust um að átök hefðu átt sér stað, en krufning leiddi i ljós að Graves hlaut fjölda höfuðáverka eftir að hafa verið lamin nokkrum sinn- um með hamri. Vopnið fannst 600 metrum frá hús- inu og fannst DNA Graves á því, og lífsýni sem gaf til kynna að gerandinn væri karlmaður. Samsvörun fannst ekki í gögnum lögreglunnar og morðinginn hefur ekki enn fundist þrátt fyrir að 10 þúsund pund hafi verið boðin sem verðlaun fyrir upplýsingar. Jason Taylor rannsóknarlögreglumaður sagði við MailOnline: „Lögreglumenn og starfsfólk í rann- sóknarteyminu er staðráðið í að finna morðingja Graves og sjá til þess að réttlætinu verði fullnægt fyrir hana og fjölskyldu hennar og við munum reyna áfram að gera að gera allt sem í okkar valdi er til að sjá til þess að svo verði. 10 þúsund pund eru enn í boði sem verðlaun fyrir upplýsingar sem leiða til handtöku og dóms yfir morðingja hennar og ég bið alla sem búa yfir upplýsingum um málið að hafa samband við lögregluna.“ Þáttaröðin When They See Us sem frumsýnd var á Netflix þann 12. júní 2019 er byggð á atburðum sem gerðust árið 1989, Skokkarinn í Central Park (e. Central Park jogger case). Þættirnir fylgja fimm sakborningum málsins og fjölskyldum þeirra, sem búsettir eru í íbúðablokk í Harlem-hverfinu í New York. Þáttaröðin hefur fengið eindóma lof og athygli og er líklegt að hún verði tilefnd til og hljóti verðlaun á komandi verðlaunahátíðum. Einvalalið leikara er í þáttunum, bæði þekktir og óþekktir, og standa yngri leikararnir sem flestir voru óþekktir fram að þessu sig með stakri prýði. Fimm drengir á aldrinum 14-16 ára voru handteknir og yfirheyrðir af lögreglu vegna hrottalegrar nauðgunar á konu í Central Park. Nafni hennar var haldið frá fjölmiðlum í fyrstu til að gefa henni friðhelgi, en málið er eitt af umtöluðustu sakamálum níunda áratugarins, bæði meðal almennings og í fjölmiðlum. Drengjahópnum var skipt í tvennt fyrir dómsmeðferð, en sá elsti var orðinn 16 ára og því SAKAMÁL „ÞÚ MISSIR ALLA VON EFTIR SVONA LANGAN TÍMA“ Ragna Gestsdóttir ragna@dv.is VALERIE GRAVES ALISTAIR WILSON Valerie Graves fannst myrt í svefnherbergi sínu á heimili vinahjóna hennar. Hamarinn sem var notaður sem morðvopn fannst 600 metrum frá húsinu. Wilson var skotinn tvisvar í höfuðið og einu sinni í líkamann. Byssa sambæri- leg morðvopn- inu, Haenel Schmeisser. Réttarmeinafræðingar að störfum á heimili Wilson.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.