Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Qupperneq 51

Dagblaðið Vísir - DV - 19.07.2019, Qupperneq 51
FÓKUS 5119. júlí 2019 Af hverju vekja líkamshár kvenna svona mikla andúð? n Hár kvenna eru rammpólitísk n „Það þarf að klippa í sundur þá hugmynd að líkaminn sé hreinni ef líkamshár eru fjarlægð“ V igdís Howser, rappari og femínisti með meiru, skilur ekki þennan ofsa í kringum líkamshár kvenna. Vigdís rakar sig stundum, stundum ekki. Það fer eftir veðri. Hún hefur búið í Þýskalandi síðustu ár og segir þar vera einstaklega mikla andúð gegn líkamshárum. Þó hefur hún fengið sinn skerf af neikvæðum ummælum á Íslandi. Misjöfn viðbrögð Berglaug Garðarsdóttir, vinkona Vigdísar, tók af henni myndir þar sem handarkrika- hár Vigdísar fengu að njóta sín. Vigdís deildi þeim á samfélagsmiðla og fékk mikil við- brögð. „Þegar ég deildi myndunum fyrst á sam- félagsmiðlum þá fékk ég fullt af skilaboð- um, aðallega jákvæð. Ég finn mestmegnis fyrir andúð frá fólki í persónu. Í Þýskalandi er mjög „anti-hár“ hugsunarháttur. Það er meira að segja ætlast til að karlmenn raki sig. Allir eiga að raka sig,“ segir Vigdís. „Ég hef fundið mjög mikið fyrir því hérna, eins og þegar ég lyfti upp höndun- um, að það sé starað á mig. Svo er fólk enda- laust að blætisvæða þau: „Ohh, ég hef aldrei séð konu með hár þarna,“ og „þetta kveik- ir svo í mér,“ og alls konar svona perradót. Annaðhvort er fólk hissa yfir hárunum eða reynir að blætisvæða þau, ég get ekki fengið að bara vera,“ segir Vigdís. Hún segir að það fari mikið eftir veðri hvort hún rakar sig eða ekki. Ef það er mjög heitt þá rakar hún sig, annars leyfir hún hár- vextinum að ráða ferðinni. Leiðinlegt atvik Vigdís segist líka fá neikvæð viðbrögð á Ís- landi við líkamshárum sínum. „Á Íslandi hef ég ótrúlega oft fengið ein- hver komment. Ég var einhvern tímann í útskriftarveislu og var að teygja mig yfir matarborðið. Ég var með smá hár undir höndunum og það öskraði kona yfir sig að ég færi nú ekki að vera með hárin mín í matnum hjá fólki. Sem er ótrúlega fyndið því fólk er með hár á hausnum og alls stað- ar á sér. En það er eitthvað við þessi hár sem kallaði fram þessi ýktu viðbrögð hennar,“ segir Vigdís. Aldrei verið jafn vinsæl á Tinder Vigdís notaði tvær af myndunum, sem Berg- laug tók, á stefnumótaforritinu Tinder. „Ég hef aldrei fengið jafn mikið af „mötchum“ og skilaboðum. Það var ver- ið að lofsyngja hárin. Bæði á þeim skala að mér fannst það óþægilegt því þetta var frekar öfgakennt, eins og ég væri eina kon- an í heiminum með hár. Svo einhvern veg- inn hefur líka verið mjög fínt að fá þau skila- boð hvað það sé hressandi að sjá konu með hár, því oft gleymist að við séum með hár,“ segir Vigdís. Hún segir að það skipti máli að konur séu öruggar með hárin sín, því ef ekki geta nei- kvæð viðbrögð og ummæli haft mikil áhrif á sjálfstraustið. „Maður þarf að vera öruggur í sínum lík- ama og með allt sem viðkemur honum.“ Af hverju hötum við líkamshár kvenna? Vigdís telur að mikið af andúðinni koma frá klámi. „Áður fyrr voru allar konur með lík- amshár í klámi. Síðan kom einhver tísku- bylgja og nú eru þær allar vaxaðar frá toppi til táar,“ segir Vigdís. „Ég held samt að það séu algjörir pappa- kassar sem hafa andúð á líkamshárum.“ Brá í rúminu Vigdís rifjar upp nýlegt atvik þegar hún svaf hjá karlmanni sem er að nálgast fertugt. „Honum brá svolítið þegar hann sá mig nakta, því ég er með hár undir höndunum og hár að neðan. Ég spurði hann hvort hann hefði aldrei séð konu með hár áður þar sem hann væri að verða fertugur. Hann sagði þá: „Jú, ég var bara að fatta hvað það væri ógeðs- lega langt síðan.“ Hann fór í smá panikk, því í Þýskalandi mega konur ekki vera með hár. Það er ekki í lagi hérna,“ segir Vigdís. Vigdís segir að nektinni sé fagnað í Þýskalandi og til að mynda sé #FreeThe- Nipple ekkert mál. En þegar kemur að hár- um hins vegar, þá eru þau tabú. „Það eru nektarstrendur, nektarklúbb- ar og alls konar, og ég fer stundum á þannig staði. Það er ótrúlega skrýtið að sjá allt þetta fólk vera svona frjálst en svo panikka þegar það sér mig loðna,“ segir Vigdís og hlær. n Stór markaður Það er mikill gróði fólginn í andúðinni gegn líkamshárum. Reiknað er með að al- þjóðlegi markaðurinn fyrir tæki sem fjarlægja líkamshár muni verða rúmlega 429 milljarða króna virði fyrir 2025, samkvæmt nýrri skýrslu frá Grand View Research. Meðal tækja eru rakvélar, lasertæki og vaxtæki. Á spjöld sögunnar Einn eftirminnilegasti „líkams- háraskandallinn“ var árið 1999 þegar leikkonan Julia Roberts mætti á frumsýningu Notting Hill. Julia veifaði aðdáendum og það sást í handarkrikahár hennar. Á svipstundu varð þetta atvik skráð í sögu dægurmálamenningar fyrir valdeflandi og femínísk skilaboð. Árum síðar ræddi Julia um at- vikið og segir að þetta hafi ekki verið gert viljandi. „Ég hafði ekki hugsað alveg út í ermalengd kjólsins og um veifið, og hvernig þetta tvennt myndi passa saman og uppljóstra persónulegum hlutum um mig,“ sagði Julia Roberts í viðtali í Busy Tonight. „Þetta var ekki beint yfir- lýsing, frekar en hluti af þeirri yfir lýsingu sem ég set fram sem manneskja á þessari plánetu, fyrir mig sjálfa.“ Það er hægt að fjarlægja líkamshár með alls konar tæki og tólum. „Áður fyrr voru allar konur með líkamshár í klámi. Síðan kom einhver tískubylgja og nú eru þær allar vaxaðar frá toppi til táar. MYND: BERGLAUG GARÐARSDÓTTIRMYND: BERGLAUG GARÐARSDÓTTIR Vigdís Howser Harðardóttir.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.