Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 1
— M E S T L E S N A DAG B L A Ð Á Í S L A N D I * —2 0 5 . T Ö L U B L A Ð 1 9 . Á R G A N G U R M I Ð V I K U D A G U R 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 Faxafeni 11 • Sími 534 0534 Glowsticks Finndu okkur á Iceland Kjúklingabitar Allar tegundir 1399 Kr. pk. Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, missti meirihluta sinn á þinginu í gær eftir að þingmaðurinn Phillip Lee gekk, í bókstaf legri merkingu, yfir til stjórnarandstöðunnar. Stjórn- málin í Bretlandi eru á suðupunkti og stjórnarandstaðan tryggði sér dagskrárvaldið með atkvæðagreiðslu seint í gærkvöldi. Nánar er fjallað um tíðindin á síðu 6. NORDICPHOTOS/GETTY VIÐSKIPTI Bankasýslan leggur til að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hluta- fjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað pró- senta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestinga- sjóðir myndu gera tilboð í bankann. Þetta er á meðal þess sem kom fram í minnisblaði stofnunarinnar, sem heldur utan um eignarhluti rík- isins í fjármálafyrirtækjum, og var nýlega lagt fram á fundi ráðherra- nefndar um efnahagsmál og endur- skipulagningu fjármálakerfisins, samkvæmt heimildum Markaðar- ins. Ekkert hefur hins vegar enn verið ákveðið af hálfu stjórnvalda um hvenær eigi að hefja sölu á hlut í Íslandsbanka eða Landsbankanum. Lilja Alfreðsdóttir, sem situr í ráð- herranefnd um efnahagsmál, segist leggja áherslu á að eigendastefna ríkisins frá 2017 verði uppfærð áður en ráðist verði í sölu á bönkunum og það liggi skýrt fyrir hver hlutur rík- isins eigi að vera að loknu söluferl- inu. „Mikilvægt er þetta verði gert með opnum og gegnsæjum hætti sem verði til þess að búa til traust almennings gagnvart ferlinu og í garð fjármálakerfisins,“ segir Lilja. Sú leið sem Bankasýslan leggur til í minnisblaðinu felur í sér tvíhliða söluferli á Íslandsbanka. Þannig yrði boðað til uppboðsleiðar, sem alþjóðleg fjármálastofnun hefði umsjón með, þar sem leitað yrði til- boða í allt að hundrað prósenta hlut frá bönkum og fjárfestingasjóðum, erlendum og innlendum. Samhliða því ferli yrði boðað til hlutafjárútboðs og skráningar á bankanum með það að markmiði að selja að lágmarki fjórðungshlut. Ef þau tilboð sem myndu berast í gegnum uppboðsleiðina væru ekki í samræmi við væntingar stjórnvalda, meðal annars hvað varðar verð, væri í framhaldinu hægt að taka ákvörð- un um að halda áfram með útboðs- leiðina. – hae / sjá Markaðinn Eigendastefnan verði uppfærð fyrir sölu Bankasýslan leggur til að fjórðungshlutur í Íslandsbanka verði seldur í útboði eða allt að 100 prósenta hlutur með uppboðsleið. Lilja Alfreðsdóttir segir mikilvægt að uppfæra eigendastefnu ríkisins. LÖGREGLUM ÁL Bjartmar Leós- son hefur á nokkrum mánuðum fundið tugi stolinna reiðhjóla og komið þeim í réttar hendur. „Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað að gera eitthvað í málunum,“ segir Bjartmar. Hefur hann síðan fengið viðurnefnið hjólahvíslarinn. R e iðhjól a þjó f n - aður hefur færst í aukanna að u nd a n f ör nu og lögregluna grunar að um sk ipu lagða glæpastarf- semi sé að ræða. – bþ / sjá síðu 2 Hjólahvíslari í sjálfboðastarfi UTANRÍKISMÁL Miklar öryggisráð- stafanir hafa verið gerðar vegna komu Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til Íslands í dag. Svæðið í kringum Höfða þar sem Pence hittir íslenska ráðamenn og hefur verið girt af og götum í nágrenninu lokað. Í Höfða fundar Pence með Guð- laugi Þór Þórðarsyni ut a n r í k i sr áðher r a og hittir borgar- stjórann í Reykjavík og gestgjafa í Höfða. Þá á Pence f und með bæði forseta Íslands og forsætis- ráðherra. – sar / sjá síðu 4 Ráðstafanir af óþekktri gráðu 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 4 0 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 1 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 4 -4 D 0 C 2 3 B 4 -4 B D 0 2 3 B 4 -4 A 9 4 2 3 B 4 -4 9 5 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.