Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 20
Rakel Magnúsdóttir starfar sem klínískur þerapisti hjá Lausninni, fjölskyldu- og áfallamiðstöð, í Kópavogi. Hennar sérsvið er að hjálpa einstaklingum og pörum að takast á við streitu, kvíða og vanlíðan sem getur fylgt hinu daglega lífi. Hægt er að takast á við það meðal annars með aðferðum jákvæðrar sálfræði og áfallafræða TRM (Trauma Resili- ency Model). Núvitund vekur innri auðlind Rakel kynntist núvitund og styrk- leikum fyrst þegar hún var í námi í jákvæðri sálfræði og hefur þróað sig áfram í þeim fræðum. Undan- farið hefur Rakel kennt núvitund á námskeiðum hjá Lausninni en í næstu viku er að fara af stað nýtt námskeið þar sem sérstök áhersla er lögð á styrkleika okkar með hjálp núvitundar. „Með styrkleikum er átt við okkar innri auðlind sem við búum öll yfir og birtist þegar hugsun, hegðun og tilfinningar fylla okkur orku og lífsgleði,“ segir Rakel. „Þeir hjálpa okkur að takast á við lífið og sigrast á neikvæðum hugsanaskekkjum. Þetta er því ný leið til þess að byggja okkur upp á jákvæðan hátt án þess að einblína um of á það sem er að í fari okkar, því ekkert okkar er fullkomið.“ Hugrækt mikilvæg heilsunni Núvitundar- og styrkleika námskeiðið Mindfulness Based Strength Practice (MBSP) á rætur sínar að rekja til kennara Rakelar, dr. Ryan M. Niemiec, sem er sál- fræðingur og fræðslustjóri hjá VIA Institute on Character í Banda- ríkjunum. „Námskeiðið tengir saman styrkleika okkar og núvitundar- þjálfun á skemmtilegan hátt, sem styður okkur í að springa út og blómstra, bæði í einkalífinu og starfi. Það er aldrei of seint að byrja að rækta sjálfan sig,“ segir Rakel og brosir. „Það er nefnilega svo frábært að heilinn okkar er sveigjanlegur og við getum haft áhrif á hann og breytt hugsana- mynstri okkar og þar með hegðun okkar í kjölfarið. Hugrækt er mikilvæg heilsu okkar og nýjustu rannsóknir innan jákvæðrar sál- fræði sýna það endurtekið. Í núvitund erum við meðal ann- ars að þjálfa okkur í að taka eftir,“ segir Rakel. „Það er færni sem við þurfum að læra og er ekki sjálf- gefin. Þegar við þjálfum athyglina erum við einnig að æfa þolinmæði og að hægja á okkur. Það er hægt að gera á marga vegu, en lykillinn er að finna þá aðferð sem hentar hverjum og einum.“ Hún segir mikinn lærdóm felast í því að taka eftir breytingum sem eiga sér stað í líkamanum og huganum. „Í daglegu lífi, þegar allt er á fullu, tökum við ekki eftir því sem líkaminn er að segja okkur,“ segir Rakel. „Við erum svo oft á sjálf- stýringunni, sem kemur sér oft vel, en ef við förum í gegnum lífið eingöngu á henni og tökum ekki eftir mikilvægum skilaboðum sem hugur, tilfinningar og líkami senda okkur, þá endum við ekki á góðum stað.“ Þurfum að stilla innri græjur „Þegar við förum að vinna með eigin styrkleika á meðvitaðan hátt með aðstoð núvitundar þá verður þetta „geggjuð“ blanda og við náum betri tengingu við okkur sjálf,“ segir Rakel. „Við búum öll yfir styrkleikum en það er svo magnað að við gerum okkur sjálf ekki alltaf grein fyrir aðalstyrkleikum okkar því þeir eru svo samofnir því hver við erum. Þegar við kynnumst þeim gerast einhverjir töfrar. Við förum að sjá hvort við erum að vannýta þá eða ef til vill ofnota þá. Þetta snýst um að finna rétta jafnvægið,“ segir Rakel. „Við getum tekið dæmi um einstakling sem hefur til dæmis húmor sem einn af sínum topp styrkleikum. Þessi einstaklingur á mjög auðvelt með að sjá það fyndna í lífinu og notar húmor óspart og kemur öllum til að hlæja. Ef hann ofnotar þann styrkleika þá getur hann farið yfir strikið og tekur jafnvel ekki eftir því. Þetta snýst allt um að læra inn á sjálfan sig og stilla „græjurnar“ innra með okkur. Hvenær við snúum „volume-takkanum“ fyrir húmorinn upp eða niður og hvenær við notum aðra styrkleika sem við höfum til að hjálpa okkur í þeim aðstæðum sem við erum í hverju sinni.“ Námskeiðið Núvitund og styrk- leikar (MBSP) fer af stað mánu- daginn 9. september. „Við förum í grunnþætti núvit- undar og styrkleika, gerum ýmsar æfingar og hugleiðslur ásamt því að spjalla saman um efnið,“ segir Rakel. „Það er ótrúlega dýrmætt þegar við deilum reynslu okkar af æfing- unum með hópnum og fáum að heyra hvernig aðrir þátttakendur upplifa sömu æfingar. Sumir eru að upplifa það sama og þú og aðrir eitthvað allt annað. Það getur verið mjög lærdómsríkt og þroskandi.“ Rakel hefur haldið ýmis námskeið og fyrirlestra er tengjast vellíðan, núvitund og styrkleikum fyrir einstaklinga, hópa og fyrirtæki. Nánari upplýsingar er að finna á Lausnin.is eða með því að senda tölvupóst á rakel@lausnin.is. Rakel segir að þegar fólk kynnist styrkleikum sínum átti það sig betur á því hvernig sé best hægt að nýta þá. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Í næstu viku fer af stað nýtt námskeið með áherslu á styrkleika mannsins. Styrkleikarnir sem hafa verið skrifaðir á þessa steina eru einungis hluti af þeim fjölmörgu sem mannfólkið býr yfir. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR Námskeiðið tengir saman styrkleika okkar og núvitundar- þjálfun á skemmtilegan hátt, sem styður okkur í að því að springa út og blómstra, bæði í einka- lífi og í starfi. Það er aldrei of seint að byrja að rækta sjálfan sig. Framhald af forsíðu ➛ 2 KYNNINGARBLAÐ FÓLK 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I ÐV I KU DAG U R 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -6 A A C 2 3 B 4 -6 9 7 0 2 3 B 4 -6 8 3 4 2 3 B 4 -6 6 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.