Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 10

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 10
Þú þarft að setja net á milli lappanna á þér svo þetta gerist ekki oftar. Pakkaði Gazza saman Ísland lék vináttulandsleik gegn Englandi í maí 1989. Með Englandi lék sjálfur Paul Gascoigne og Atli tók þessa fyrrverandi þjóðhetju í bakaríið. Í viðtali við Tómas Þór Þórðarson árið 2008 sagði hann frá þessum viðskiptum. „Ég var með boltann við hliðarlínuna og hann kom æðandi að mér en ég set bolt- ann í gegnum klofið á honum. Síðan sendi ég boltann á næsta mann, leit á Gascoigne og sagði: „Þetta hlýtur að hafa verið sárt.“ Aðeins tveimur mínútum síðar klobbaði ég hann aftur illa og sagði þá: „Þú þarft að setja net á milli lappanna á þér svo þetta gerist ekki oftar.“ Atli fékk treyjuna hans Gazza eftir leikinn og sagði frá því þegar þeir hittust í göngunum. „Eftir leikinn vildum við svo allir fá treyjur frá Englendingunum en þeir neituðu allir. Einn liðstjórinn hjá þeim kallaði samt á mig og rétti mér eina treyju sem hangir uppi á vegg hjá mér í dag. Gascoigne labb- aði fram hjá og þessi maður leit á hann, benti á mig og spurði hvort hann kannaðist eitthvað við mig. Þá kom Gascoigne askvaðandi að mér og hótaði mér öllu illu en brá svo á leik og þóttist gráta á öxlinni á mér.“ Mörkin fimm Í lokaleik þýsku Bundesligunnar 1983 spilaði Fortuna Dusseldorf við Eintracht Frankfurt. Leikurinn fór 5-1 og skoraði Atli öll mörk Dussel- dorf. Þrettán leikmenn hafa skorað fimm mörk í leik í Þýskalandi, Atli og Pólverjinn Robert Lewandowski, allir hinir ellefu eru Þjóðverjar. Eini leikurinn sem senter Atli spilaði yfirleitt aftarlega með íslenska landsliðinu. En daginn eftir lokaleikinn í Þýskalandi flaug hann með Arnarf lugi heim til Íslands til að spila landsleik við Möltu. Leikurinn í Þýskalandi var klukkan 16 á laugar- degi, landsleikur- inn var klukkan 14 á sunnudegi. Atli spilaði sinn eina landsleik sem framherji og skoraði sigurmark- ið. Átta afrek Atla Atli Eðvaldsson markaði djúp spor í þýska bolt- anum sem og þeim íslenska. Fyrir utan að vera stórkostlegur fótboltamaður átti hann tvo Íslands- meistaratitla í blaki. Á hliðarlínunni sýndi hann einnig snilli sína. Fréttablaðið tók saman átta afrek af ferli Atla sem hefðu þó getað verið mun fleiri. Leikmannaferill Valur 1974–1980 Dortmund 1980–1981 Fortuna Düsseldorf 1981–1985 KFC Uerdingen 05 1985–1988 uRU Düsseldorf 1988–1989 Gençlerbirliği 1989–1990 KR Reykjavík 1990–1993 HK 1994 Landsleikir 70, 31 sem fyrirliði 1976–1991 Þjálfari ÍBV 1995–1996 Fylkir 1997 KR Reykjavík 1998–1999 Ísland 1999–2003 Þróttur Reykjavík 2005–2006 Valur 2009 Reynir Sandgerði 2013 Afturelding 2014 ✿ Atli Eðvaldsson 1957-2019 Stimplaði sig alls staðar snemma inn Atli var duglegur að skora í fyrsta leik allan sinn feril. Árið 1974 spil- aði hann sinn fyrsta leik í meistara- flokki gegn KR og skoraði nánast á sömu mínútu og hann kom inn á. Í Þýskalandi tók það Atla 18 mínútur að stimpla sig inn. Það var einnig fyrsta mark deildarinnar og var Atli á forsíðum blaða í kjölfarið. Í Tyrklandi skoraði hann svo í fyrstu sex leikjunum sínum. Fyrstu sex At li samdi v ið ty rkneska liðið G e n ç l e r b i r l i g i og lauk atvinnu- ma n na ferl i nu m með félaginu. Þar byrjaði hann með því að skora í fyrstu sex lei k ju nu m en þrátt fyrir markaflóðið tapaði liðið f lestum leikjum. Var í fallsæti eftir fyrri umferðina. Atli var færður í vörnina til að koma smá skipulagi á og tapaði liðið aðeins einum leik og endaði í sjötta sæti. Næstmarkahæstur í Bundeslígunni Tímabilið 1982-83 var Atli í essinu sínu og skoraði nánast að vild fyrir Dusseldorf. Aðeins markamaskínan Rudi Völler skoraði meira en Atli og Karl Allgöwer þetta tímabil. Fyrir aftan þá voru kunnir kappar eins og Karl-Heinz Rummenigge, Horst Hrubers, Dieter Hoeness, og Pierre Littbarski. Atli skoraði 21 mark eins og Allgöwer, öll úr opnum leik en Völler skoraði 23 – þar af sex úr vítaspyrnum. Lið Atla lenti í níunda sæti í deildinni en Völler var í topp- baráttu með liði sínu Werder Bre- men. Titillinn í Vesturbæinn Eftir 31 árs bið kom Atli með sjálfan Íslandsmeistarabikarinn í Vest- urbæinn en liðið vann deildina með sjö stiga mun. Félagið var 100 ára og Atli þótti sýna af burðakænsku oft á tíðum á hliðarlínunni. Fór með félagið upp í hæstu hæðir og tók við landsliðinu í kjölfarið. Íslandsmeistari í blaki Gott dæmi um íþróttamennsku Atla er að þegar hann var í Íþrótta- kennaraskólanum á Laugarvatni fór hann að spila blak og varð Íslandsmeistari með Laugdælum 1979 og 1980. Það ár varð liðið einnig bikarmeistari. Í viðtali við RÚV í fyrra sagði Atli að þegar hann fór að æfa með Dortmund hefði hann ekki verið í neinu fót- boltaformi. Udo Lattek, þjálfari liðsins, goðsögn í þýskum fótbolta, setti upp æfingu þar sem fyrirgjafir komu meðal annars við sögu. Atli nýtti blaktæknina og skallaði allt á markið. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 S P O R T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SPORT 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 0 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -6 0 C C 2 3 B 4 -5 F 9 0 2 3 B 4 -5 E 5 4 2 3 B 4 -5 D 1 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.