Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 8
Frá degi til dags Halldór ÚTGÁFUFÉLAG: Torg ehf. STJÓRNARFORMAÐUR: Ingibjörg Stefanía Pálmadóttir FRAMKVÆMDASTJÓRI: Jóhanna Helga Viðarsdóttir ÚTGEFANDI: Kristín Þorsteinsdóttir kristin@frettabladid.is RITSTJÓRAR: Davíð Stefánsson david@frettabladid.is, Ólöf Skaftadóttir olof@frettabladid.is, MARKAÐURINN: Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is FRÉTTABLAÐIÐ.IS: Sunna Karen Sigurþórsdóttir sunnak@frettabladid.is. Fréttablaðið kemur út í 85.000 eintökum og er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslun um á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 FRÉTTABLAÐIÐ Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík Sími: 550 5000, ritstjorn@frettabladid.is HELGARBLAÐ: Kristjana Björg Guðbrandsdóttir kristjanabjorg@frettabladid.is MENNING: Kolbrún Bergþórsdóttir kolbrunb@frettabladid.is LJÓSMYNDIR: Anton Brink anton@frettabladid.is FRAMLEIÐSLUSTJÓRI: Sæmundur Freyr Árnason sfa@frettabladid.is Eftirtekja þeirra sem harðast börðust gegn orkupakk- anum er broslega rýr. Þrátt fyrir linnulausa baráttu fornfrægs dagblaðs, útvarps- stöðvar og fjölda vef- setra situr lítið eftir. Talað er um að það taki 21 dag að breyta venjum sínum. Hvet ég því alla til að taka þátt í átakinu með því að setja sér markmið við hæfi í mánuðinum. Davíð Stefánsson david@frettabladid.is Ánægjulegt er að segja frá því að nú í þriðja skipti fer árvekniátakið Plastlaus septem-ber af stað. Á þessum tveimur árum síðan átakið fór fyrst af stað hefur mikið vatn runnið til sjávar. Tölur frá Sorpu sýna að plast skili sér betur til endurvinnslu og hlutfall þess fer minnk- andi í almennu heimilissorpi. Aðgengi og úrval af plastlausum vörum hefur stóraukist og nú má finna í almennum matvöruverslunum plastminni og plastlausar vörur. Þegar farið er í matvörubúð má sjá að framleiðendur eru farnir að leita leiða til þess að minnka pakkningar sínar. Sem dæmi má nefna pakkningar af kjöti þar sem leitast er við að minnka plastið og byrjað að nota pappa með. Á þessar pakkningar eru komnar leiðbeiningar um hvernig þær skal f lokka, til þess að einfalda neytandanum lífið. Einnig er hægt kaupa bambustannbursta og bambuseyrnapinna í helstu matvörubúðum. Þetta sýnir að það er eftirspurn eftir plastminni vörum og að einstaklingar hafa áhrif þegar þeir velja vörur. Plastlaus september snýst um það að minnka neyslu, velja fjölnota umbúðir fram yfir einnota. Átakið snýst ekki um að vera fullkomlega plast- laus í september heldur að finna sér markmið í mánuðinum til að minnka neyslu á einnota plastumbúðum. Talað er um að það taki 21 dag að breyta venjum sínum. Hvet ég því alla til að taka þátt í átakinu með því að setja sér markmið við hæfi í mánuðinum. Því margar litlar breytingar verða að einni stóri og getum við öll haft áhrif. Höfum jákvæðnina að leiðarljósi í breyttum neyslu- venjum og hrósum hvert öðru fyrir það sem er vel gert. Hægt er að kynna sér átakið nánar á vefsíð- unni plastlausseptember.is. Plastlaus september Heiður Magný Herbertsdóttir formaður sam- takanna Plast- laus september EKKERT BRUDL Bónus súpur Allar tegundir 1-1,2kg Bónus súpurnar Þarf aðeins að hi ta kr./stk1.598 Hærri eða lægri skattar? Í fyrradag var samþykkt á Alþingi mál sem féll nokkuð í skuggann af afgreiðslu 3. orku- pakkans. Samþykkt var að frá og með áramótum munu listamenn greiða fjármagnstekjuskatt af höfundarréttargreiðslum í stað tekjuskatts. Áhugavert var að sjá fulltrúa listamanna taka þátt í umræðunni og afgreiðslu máls- ins. Spyrja má hvort Guðmundur Andri Thorsson hafi verið van- hæfur við afgreiðslu málsins sem hann fagnaði sérstaklega. Varla hefur hann svo aflað sér vin- sælda meðal annarra listamanna þegar hann kallaði eftir hækkun fjármagnstekjuskatts. Beint lýðræði Fyrsti fundur borgarstjórnar eftir sumarfrí var haldinn í gær. Ekki verður annað sagt en að borgarfulltrúar komi inn með krafti. Á meðan á fundinum stóð tóku þannig þrír þeirra þátt í umræðum í Facebook-hópi íbúa í Laugarneshverfi sem ræddu um umferðaröryggi. Þær Katrín Atladóttir, Heiða Björg Hilmis- dóttir og Dóra Björt Guðjóns- dóttir fá sérstakt hrós fyrir góða nýtingu á tíma. Kannski er hér komið framtíðarfyrirkomulag funda í borgarstjórn. Borgar- búar gætu með beinum hætti komið sjónarmiðum sínum á framfæri og borgarfulltrúar fengið viðbrögð við málf lutn- ingi sínum í beinni. sighvatur@frettabladid.is Mikil orka íslenskra stjórnmála hefur farið í deilur um þriðja orkupakka Evrópusambandsins. Stjórnmála-menn, fjölmiðlar og áhugamenn um stjórnmál hafa tekist á um málið. Svo hart að furðu sætir um ekki mikilvægara mál. Umræður um orkupakkann stóðu í vor yfir í meira en 150 klukkustundir, þær lengstu í sögu þingsins. Þá fengu utanríkismálanefnd og atvinnuveganefnd Alþingis til sín tugi sérfræðinga. Stjórnlaust málþóf og yfirgangur á vorþingi kallaði á sérstakt samkomulag um framgang málsins. Þriðji orkupakkinn lýtur að sameiginlegum orku- markaði innan Evrópska efnahagssvæðisins. Honum er ætlað að tryggja frjálsa samkeppni á nýjum innri markaði Evrópu með raforku og gas, þvert á landamæri og stuðla að markaðsvæðingu og aðskilnaði fram- leiðslu og sölu raforku. Neytendavernd á sviði orku- mála er styrkt og gagnsæi aukið. Sjálfstæði raforkueftir- lits gagnvart aðilum á markaði og stjórnvöldum er eflt og setja á upp sameiginlega orkustofnun til að fylgjast með orkumarkaðinum og taka á ágreiningi. Fjöldi rangfærslna og falsfrétta birtist í tengslum við orkupakkann. Andstæðingar sögðu hann skerða fullveldi þjóðarinnar. Alið var á ótta og tortryggni. Ættjarðarást var misnotuð. Þjóðrækni afflutt til þjóð- rembu. Ranglega var því haldið fram í viðamikilli skýrslugjöf að þetta væri ein stærsta ákvörðun lýð- veldistímans. Bullað var um sæstreng. Utanríkisráð- herra bárust líflátshótanir. Til að bíta höfuðið af skömminni voru norsku sam- tökin Nei til EU dregin inn í stjórnmálaumræðu á Íslandi. Norskir gæta varla íslenskra hagsmuna? En eftirtekja þeirra sem harðast börðust gegn orkupakkanum er broslega rýr. Þrátt fyrir linnu- lausa baráttu fornfrægs dagblaðs, útvarpsstöðvar og fjölda vefsetra situr lítið eftir. Heilsíðuauglýsingarnar, bæklingarnir, auglýsingarnar á samfélagsmiðlum, fundahaldið um allt land og skýrslugerðin skiluðu litlu. Blekkingarnar náðu ekki eyrum almennings. Það kom ágætlega í ljós þegar varaforseta Alþingis voru afhentar tæplega 17 þúsund undirskriftir þar sem skorað var á Alþingi að hafna orkupakkanum. Til samanburðar söfnuðust tæplega 70 þúsund undir- skriftir um flugvöllinn sem Hjartað í Vatnsmýrinni. Að endingu þurftu þingmenn að taka afstöðu á grundvelli upplýsinga en ekki upphrópana, staðreynda en ekki stóryrða. Þingið samþykkti með yfirgnæfandi meirihluta innleiðingu þriðja orkupakkans með 46 atkvæðum gegn 13. Ljóst er að atlagan að samningnum um Evrópska efnahagssvæðið tókst ekki. Ef eitthvað hefur stuðn- ingur aukist við samninginn. Hann hefur verið dreginn fram í stjórnmálaumræðunni sem einn helsti horn- steinn velmegunar íslensku þjóðarinnar. Fjöður að feitri hænu 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R8 S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð SKOÐUN 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -7 4 8 C 2 3 B 4 -7 3 5 0 2 3 B 4 -7 2 1 4 2 3 B 4 -7 0 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.