Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 4
Allar nýjustu fréttir og blað dagsins eru fáanleg á www.frettabladid.is 1 Sláandi afleiðingar hrekks í Vogaskóla Kolbeinn Lárus tví- brotnaði á handlegg eftir að búið var að eiga við hjólið hans. 2 Netheimar loga vegna nýrrar klippingar Harry Styles Aðdá- endur eru gjörsamlega að missa sig yfir nýrri klippingu Harry Styles sem hefur ekki vakið mikla lukku til þessa. 3 Köfunarslys í Eyjafirði Þyrla Landhelgisgæslunnar var kölluð út en varðskipið Týr reyndist skammt frá slysstað og kom til aðstoðar. 4 Catalina missti allt sitt þegar Geymslur brunnu Miðbaugs- maddaman Catalina Ncogo krefst skaðabóta úr hendi Geymslna eftir stórbrunann í apríl í fyrra. Hún fer fram á átján milljónir króna. 5 Sauð upp úr í Eyjum: Brot á siðareglum og samskiptum slitið Óformlegum samskiptum meiri- og minnihluta bæjar- stjórnar Vestmannaeyja var slitið á síðasta bæjarstjórnarfundi. Miklar öryggisráðstafanir verða við Höfða í dag þar sem varaforseti Bandaríkjanna fundar með íslenskum ráðamönnum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON UTANRÍKISMÁL Gríðarlegur við- búnaður er vegna opinberrar heim- sóknar Mikes Pence, varaforseta Bandaríkjanna, til landsins í dag. Pence lendir á Íslandi um hádegi en nokkur hundruð bandarískir starfsmenn ráðherrans auk leyni- þjónustumanna eru á landinu vegna heimsóknarinnar. Pence kemur hingað beint frá Írlandi þar sem hann átti fundi með þar- lendum ráðamönnum. Mun Pence funda með Guðlaugi Fundað í rammgirtum Höfða Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna, hittir forseta Íslands, utanríkisráðherra og borgarstjóra í Höfða í dag. Viðbúnaður er gríðarlegur vegna fundarins og verður götum í kringum fundarstaðinn lokað í dag. Þór Þórðarsyni utanríkisráðherra í Höfða og munu þeir ræða við- skiptamál en einnig öryggis- og varnarmál. Auk fundar með utan- ríkisráðherra mun Pence einnig hitta Dag B. Eggertsson borgar- stjóra í Höfða. Miklar öryggisráð- stafanir hafa verið gerðar í kring- um Höfða vegna fundarhaldanna og verður Borgartúni og mögulega f leiri götum lokað um tíma. Samkvæmt heimildum Frétta- blaðsins hittir Pence Guðna Th. Jóhannesson, forseta Íslands, klukkan tvö í dag, áður en við- skiptaþing ráðherranna hefst klukkan 14.30. Til stóð að Pence snæddi hádegisverð með forset- anum á Bessastöðum en samkvæmt heimildum Fréttablaðsins vannst ekki tími til að undirbúa fundinn nægilega í forsetabústaðnum og mun fundurinn mun því hafa verið f luttur og verður annaðhvort í bandaríska sendiráðinu eða í Höfða þar sem öryggisgæsla er gríðarleg. Eins og áður hefur komið fram mun Pence hitta Katrínu Jakobs- dóttur forsætisráðherra í húsnæði Landhelgisgæslunnar á Keflavíkur- f lugvelli í kvöld. Katrín verður þá nýkomin af þingi Norrænu verka- lýðshrey f ingarinnar sem hún ávarpaði. Boðað hefur verið til baráttu- fundar gegn Pence á Austurvelli klukkan 17.30. í dag og þar hyggj- ast ýmis samtök koma saman til að mótmæla stefnu Trump-stjórn- arinnar. Er yfirskrift fundarins: „Partý gegn Pence: stöndum með friði, frelsi og grænni framtíð“. sighvatur@frettabladid.is Umdeildur og sagður úr takti við nútímann 36 ár eru liðin síðan varaforseti Bandaríkjanna sótti Ísland síðast heim. Sá fulltrúi Bandaríkja- stjórnar sem senn stígur fæti á íslenska grund er þó einn sá allra umdeildasti sem gegnt hefur embættinu. Helgast það ekki síst því að Pence er kristinn íhalds- maður fram í fingurgóma og er á öndverðum meiði við þá bylgju frjálslyndis sem hefur einkennt vestræn samfélög undanfarna áratugi. Þannig er hann harður andstæðingur fóstureyðinga, trúir ekki á loftslagsbreytingar og hefur verið sakaður um að hafa ítrekað lagt stein í götu réttinda- baráttu samkynhneigðra. Eftir farsælan útvarpsferil komst Pence á þing árið 2001 og tólf árum síðar vann hann nauman sigur í ríkisstjórakosn- ingum í heimafylki sínu, Indiana. Ein umdeildasta lagasetningin sem hann stóð fyrir í því emb- ætti voru lög um endurreisn trúfrelsis. Lögin veittu einstakl- ingum og fyrirtækjum rétt til að nota trú sína sem vörn í dóms- málum. Nokkrir veitingamenn nýttu lögin til að synja samkyn- hneigðum pörum um þjónustu á þeim grundvelli að kynhneigð þeirra stríddi gegn trú veitinga- mannanna. Pence virðist afar hreykinn af skoðunum sínum og í viðtali við New York Times árið 2016 kvaðst hann stoltur af því að vera úr takti við nútímann hverju sinni. Það benti þó fátt til þess að Pence myndi feta þá braut í æsku. Á táningsárum sínum vann hann sem sjálfboðaliði fyrir Demókrata og voru John F. Ken- nedy og Martin Luther King hans helstu fyrirmyndir. Á háskólaárunum, um- turnaðist pólitísk sýn Pence og hann færði sig yfir á hægri væng stjórnmálanna. Hefur hann nefnt Ronald Reagan sem sinn helsta áhrifavald. Hann kynntist eigin- konu sinni, hinni fráskildu Karen, á þessum árum og saman gengu þau evangelísku kirkjunni á hönd í óþökk móður Mikes. Karen stendur eins og klettur á bak við eiginmann sinn og það vakti athygli árið 2002 þegar Pence sagðist aldrei snæða einn með annarri konu en eiginkonu sinni. Þá færi hann ekki á samkomur þar sem áfengi er haft um hönd án konu sinnar. – bt LANDBÚNAÐUR Skógræktarfélag Íslands leggur til að koma á vörslu- skyldu búfjár og banni við lausa- göngu sauðfjár í öllum þjóðgörðum. Félagið hefur lengi barist fyrir því að sauðfé fari af illa förnu landi á hálendi landsins. Á síðasta aðalfundi Skógrækt- arfélagsins var þessi ályktun sam- þykkt. Brynjólfur Jónsson fram- kvæmdastjóri segir mikilvægt að sauðfé sé haldið innan girðinga á vel grónu landi. „Lausaganga búfjár innan þjóð- garða stingur í stúf við aðrar áætl- anir ríkisstjórnarinnar um lofts- lagsmál og ef menn ætla að byrja einhvers staðar þá væru þjóðgarðar landsins ágætis byrjun,“ segir Brynj- ólfur. Ein ástæðan fyrir ályktuninni er að skógarbændur þurfa sjálfir að girða land sitt til að verjast ágangi búfénaðar sauðf járbænda. „Að okkar mati er ábyrgðinni varpað yfir á aðra en eigendur dýranna. Skógarbændur þurfa að fara í ærinn kostnað til að verja sig frá sauðfé annarra. Það þarf svo að viðhalda þessu og það er mikill kostnaður sem fylgir þessu,“ bætir Brynjólfur við. Nánar um málið á frettabla- did. is. – sa Skógræktarfélagið vill takmarka lausagöngu búfjár Lausaganga búfjár innan þjóðgarða stingur í stúf við aðrar áætlanir ríkisstjórnarinnar um loftslagsmál. Brynjólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri Skógræktarfélags Íslands HEILBRIGÐISMÁL Þrjú tilfelli af mal- aríu greindust hér á landi á síðasta ári, samkvæmt farsóttarskýrslu Landlæknis. Öll tilvikin greindust hjá einstaklingum af erlendum upp- runa en árið 2017 greindist einn Íslendingur og tveir útlendingar. Í skýrslunni segir að þó malaría geti ekki breiðst út hér á landi sé mikilvægt að vita af sjúkdómstil- fellum vegna sýkinga erlendis svo hægt sé að fylgjast með áhrifum malaríuforvarna. Einnig að f lestir sýkist eftir dvöl sunnan Sahara. - khg Þrjár greiningar malaríu í fyrra Malaría berst með moskítóflugum. NORDICPHOTOS/GETTY +PLÚS 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -6 5 B C 2 3 B 4 -6 4 8 0 2 3 B 4 -6 3 4 4 2 3 B 4 -6 2 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.