Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 6
VIÐSKIPTI Kínversk stjórnvöld hafa lagt fram kvörtun hjá Alþjóðavið- skiptamálastofnuninni (WTO) vegna framferðis Bandaríkja- manna. Þetta staðfestu fulltrúar kínverska viðskiptaráðuneytisins í gær. Bandaríkjamenn hófu síðastlið- inn sunnudag að leggja 15 prósenta toll á fjölda kínverskra vara. Kín- verjar brugðust við því með nýjum álögum á innflutning á bandarískri hráolíu. Samkvæmt heimildum Reuters- fréttastofunnar hafa tollar Banda- ríkjamanna áhrif á innflutning sem nemur um 300 milljörðum dollara. Ekki fengust frekari upplýsingar um kæruna til WTO en Kínverjar telja aðgerðir Bandaríkjamanna í and- stöðu við samkomulag sem þjóð- irnar náðu í Osaka. Bandar ísk stjór nvöld seg ja aðgerðirnar hins vegar viðbrögð við þjófnaði Kínverja á hugverkum sem samningar WTO nái ekki yfir. – sar Kínverjar kæra Bandaríkin til WTO vegna tolla Xi Jinping, aðalritari og leiðtogi Kína. NORDICPHOTOS/GETTY FR AK K L AND Listaverki huldu- mannsins Banksy var stolið aðfara- nótt mánudags í París. Verkið var aftan á stóru umferðarskilti nærri Pompidou-torgi í miðborginni. Sýndi það vígalega rottu með klút fyrir kjaftinum halda á hníf. Lög- regla borgarinnar rannsakar nú þjófnaðinn. Þar sem Banksy fer huldu höfði er oft óljóst hvaða verk tilheyra honum. Parísarrottan er hins vegar óumdeild þar sem hann hefur sjálf- ur auglýst hana á samfélagsmiðlum. Er hún vísun í stúdentaóeirðirnar í borginni árið 1968. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem verkum Banksy er stolið í París. Í janúar skáru óprúttnir aðilar með slípirokk verk til minningar um Bataclan-árásirnar af eldvarnar- hurð tónleikahallarinnar. – khg Parísarrottu Banksy stolið Parísarrottan við Pompidou-torg. NORDICPHOTOS/GETTY. SAMFÉLAG Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa farið minnkandi á hrunár- unum. Þetta er meðal niðurstaðna eineltisrannsókna í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar- áætluninni. „Svo virðist við fyrstu sýn að þegar uppsveifan í efnahagslífinu kom aftur þá fari einelti upp á við,“ segir Þorlákur Helgi Helgason, framkvæmdastjóri Olweusar áætl- unarinnar á Íslandi. Hann segir erfitt að meta þróunina nákvæm- lega nema byggja niðurstöður á sama hópi skóla yfir lengra tímabil. Skólarnir fylgist hver um sig með og bregst við í samræmi við mat nemenda á stöðu sinni. Í sumum skólum mælist ávallt lítið einelti. „Það er vitað hvað þarf að vera til staðar í skólunum eigi að ná tökum á ástandinu. Starfsfólk þarf að vera stöðugt á vaktinni,“ segir Þorlákur. Einelti í 5. til 10. bekk mælist nú 6,2 prósent að meðaltali í grunnskólum á Íslandi sem fylgja Olweusar-áætluninni. Þessi tala var farin niður í 4,8 prósent árið 2012, sem var 7,6 prósent haustið 2007. Einelti í skólum í Reykjavík mælist nú 5,5% prósent, talan var komin niður í 4,6 prósent árið 2012 en var 6,9 prósent árið 2007. Alls hafa 103 grunnskólar tekið með einhverjum hætti þátt í Olweusaráætluninni frá upphafi, haustið 2002. Síðastliðið skólaár var víðtæk eineltiskönnun lögð fyrir 6.400 nemendur. Nemendur í 4. til 10. bekk taka eineltiskönnun árlega, um er að ræða ítarlegan spurningalista þar sem meðal ann- ars er spurt hvort þeir leggi aðra í einelti, hafi orðið vitni að slíku eða hafi orðið fyrir því. „Það væri rétt- ar að tala um rannsókn fremur en könnun, þar sem við speglum mjög áhrifamikla þætti sem varpa ljósi á stöðu nemenda. Niðurstöðurnar hverju sinni kalla síðan á viðbrögð skólans og skólasamfélagsins alls,“ segir Þorlákur. Frá 2002 hefur ein- eltiskönnunin verið lögð fyrir meira en 160 þúsund nemendur. „Einelti í grunnskólum mældist almennt meira fyrir hrun. Það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur heldur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp,“ segir Þorlákur. Fleira spilar þó inn í en einfaldlega staðan í efnahagsmálum. „Þegar þjóðin sigldi inn í kreppu þá voru skólarnir mjög meðvitaðir um að einelti gæti aukist. Starfsfólk var sérstaklega á varðbergi,“ segir Þor- lákur. Sigríður Lára Haraldsdóttir, for- maður fagráðs eineltismála hjá Menntamálastofnun, segir erfitt að segja til um hvort einelti sé almennt að aukast. Fagráðið sér aðeins um erfiðustu málin, sem ekki hefur tekist að leysa þrátt fyrir ítrekaðar tilraunir innan skóla eða á vettvangi sveitarfélaga. Tilvísanir til fagráðsins eru tiltölulega fáar árlega, en Sigríður Lára vill ekki útiloka að málum sem rata ekki inn á borð til fagráðsins hafi fjölgað. „Við merkjum alltaf aukningu í fyrirspurnum í byrjun og enda skólaárs, en við erum ekki að finna neina aukningu í tilvísunum til okkar á milli ára,“ segir Sigríður Lára. „Það er því miður of mikið af eineltismálum, eitt mál er einu of mikið.“ arib@frettabladid.is Einelti í skólum að aukast á ný Einelti í grunnskólum hefur aukist á síðustu árum eftir að hafa minnkað á árunum eftir hrun. Fram- kvæmdastjóri Olweusaráætlunarinnar segir að fylgni virðist mælast við efnahagsástandið í landinu. Einelti í grunnskólum fór minnkandi eftir hrun, en fer nú aftur vaxandi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR Einelti í grunn- skólum mældist almennt meira fyrir hrun, það fór síðan minnkandi, en fer nú aftur vaxandi. Þetta er samt ekki bein lína upp. Þorlákur Helgason, framkvæmdastjóri Olweusarverk- efnisins STJÓRNSÝSLA Engar greiðslur fóru á milli Landspítalans og Orku nátt- úrunnar (ON) við uppsetningu á hleðslustöðvum fyrir raf bíla við Landspítalann á Hringbraut, Foss- vogi, við Landakot og Klepp. Líkt og Fréttablaðið greindi frá í gær hefur Ísorka kært ON til Sam- keppniseftirlitsins. Er ON gefið að sök að nota markaðsráðandi stöðu sína á raforkumarkaði til að koma sér í einokunarstöðu á miðlun raf- magns til raf bíla. Þessu hafna for- svarsmenn ON. Árið 2017 hafnaði Landspítalinn tilboðum samkeppnisaðila ON um uppsetningu hleðslustöðva við starfsstöðvar vegna kostnaðar. Í kjölfarið hafði ON samband við spítalann um fimm ára tilrauna- verkefni þar sem ON myndi greiða allan kostnað við uppsetningu stöðvanna. Það eina sem Land- spítalinn þurfti að tryggja voru rör fyrir leiðslur frá rafmagnskassa að hleðslustöðvunum. Í áætlun var gert ráð fyrir að framkvæmdirnar myndu kosta ON 4,9 milljónir króna með virðis- aukaskatti. Alls er um að ræða 12 stæði og bíleigendur þurfa að vera með lykil eða app frá ON. Hvorki Landspítalinn né ON vildu opinbera samninginn, sem var undirritaður í apríl í fyrra, en í niðurstöðu úrskurðarnefndar um upplýsingamál frá því í desember segir að um sé að ræða tvo opin- bera aðila þar sem verið sé að ráð- stafa opinberum fjármunum, því þurfi að opinbera hann. Orka náttúrunnar neitar að opinbera hversu mikið hleðslu- stöðvarnar hafa kostað f yrir- tækið en í svari fyrirtækisins við fyrirspurn Fréttablaðsins segir að rekstur hleðslustöðvanna sé bund- inn trúnaði. – ab Landspítalinn þurfti ekki að borga fyrir hleðslustöðvarnar Hleðslustöð ON. FRÉTTABLAÐIÐ/VALLI BRETLAND Boris Johnson, forsætis- ráðherra Bretlands, missti meiri- hluta sinn á þinginu í gær. Ekki mátti mikið út af bera þar sem stjórn Íhaldsf lokksins og Lýðræð- islega sambandsf lokksins hafði eins manns meirihluta. Hann féll þegar þingmaðurinn Phillip Lee gekk, í bókstaf legri merkingu, yfir þinggólfið til stjórnarandstöðunn- ar á meðan Johnson hélt ræðu. Tók hann sér sæti við hlið Jo Swinson, leiðtoga Frjálslyndra demókrata. „Flokkurinn sem ég gekk í árið 1992 er ekki f lokkurinn sem ég yfirgef nú,“ sagði Lee. Sagði hann f lokkinn smitaðan af popúlisma og þjóðernishyggju. Í kjölfarið veitti John Bercrow þingforseti leyfi fyrir snörpum umræðum um löggjöf til að koma í veg fyrir að Bretland yfirgefi Evrópusambandið án samnings. Var samþykkt klukkan 22 að stjórnarandstaðan fengi dagskrár- vald í þinginu. Verður þá Johnson skikkaður til þess að sækja um frekari útgöngufrest til Brussel. Fresturinn er 31. október en yrði þá 31. janúar. Johnson hefur áður sagt að Bret- land muni yfirgefa Evrópusam- bandið þann 31. október, sama hvað, og að það sé tilgangslaust að betla um frekari frest í Brussel. Það myndi hann aldrei gera og hefur hótað að boða til kosninga, verði vilja hans ekki fylgt. Þær kosn- ingar yrðu þá haldnar 14. október. Jeremy Corbyn, formaður Verka- mannaf lokksins, segist ekki óttast kosningar. – khg Meirihlutinn fallinn í Bretlandi Neyðarfundur var haldinn í breska þinginu í gær. NORDICPHOTOS/GETTY. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -7 9 7 C 2 3 B 4 -7 8 4 0 2 3 B 4 -7 7 0 4 2 3 B 4 -7 5 C 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.