Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 28

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 28
Þegar við tökum afstöðu til vandmeðfarinna mála gerum við það á grundvelli upp- lýsinga en ekki upphrópana. Á grundvelli staðreynda en ekki stóryrða. Birgir Ármannsson, þing- maður Sjálfstæðisflokksins Stjórnar- maðurinn 02.09.2019 MARKAÐURINN Instagram fréttablaðsins@frettabladidfrettabladid.is Miðvikudagur 4. september 2019FYLGIRIT FRÉTTABLAÐSINS UM VIÐSKIPTI OG FJÁRMÁL | PwC | Sími 550 5300 | www.pwc.is PwC á Íslandi er framsækið og traust fyrirtæki sem veitir sérfræðiþjónustu á sviði fyrirtækja- skatta- og lögfræðiráðgjafar, endurskoðunar og reikningsskila. Fyrirtækið er íslenskt og er hluti af alþjóðlegu neti sjálfstæðra fyrirtækja sem aðstoðar viðskiptavini sína við að auka verðmæti, stjórna áhættu og bæta árangur sinn. Reykjavík | Akureyri | Reykjanesbær | Húsavík | Selfoss | Hvolsvöllur | Vestmannaeyjar 2019 Er bókhaldið ekki þín sterkasta hlið? BÓKHALD | LAUN | SKATTUR | RÁÐGJÖF Orkupakkamálið svokallaða var afgreitt af Alþingi í vikunni. Eftir allt sem á undan var gengið hlýtur niðurstaðan að vera andstæðing- um frumvarpsins mikil vonbrigði. Einungis einn stjórnarþingmaður gekk úr skaftinu, allar tilraunir til undirskriftasöfnunar mistókust hrapallega og boðuð fjöldamót- mæli voru heldur máttlítil þegar á hólminn var komið. Auðvitað hlýtur niðurstaðan að koma illa við þá sem hæst létu. Sigmundur Davíð og félagar geta þó huggað sig við að umræðan kringum Orkupakkamálið hefur komið þeim aftur á kortið að ákveðnu leyti. Klaustursmálið kálaði þeim ekki og Orkupakkinn hefur styrkt stöðu þeirra meðal sína kjarnafylgis. Stærstu sigurvegararnir eru þó vafalaust Bjarni Benediktsson og yngra og frjálslyndara forystu- fólk í Sjálfstæðisf lokknum. Þrátt fyrir stanslausan hárblásara úr Hádegismóum frá fyrrverandi formanni f lokksins – og and- legum leiðtoga Miðf lokksmanna í Sjálfstæðisf lokknum – hefur þeim tekist að leiða málið til lykta. Fyrir gamla forystumanninn og hans tryggustu skósveina hlýtur niðurstaðan að svíða. Úrslitin í forsetakosningunum 2016 virðast gefa ágætismynd af þeim kjör- þokka sem kappinn ber yfir meðal yngri kjósenda. Og útbreiðsla Morgunblaðsins kannski sömu- leiðis. En svo aftur sé vikið að núver- andi forystu f lokksins þá er þetta mögulega leiðarvísir um hvert skuli róa í framhaldinu. Ef Sjálfstæðisf lokkurinn á að vera fjöldahreyfing getur hann ekki látið fortíðardrauga koma sér í ógöngur. Sennilega er mun farsælla að tala fyrir klassískum en um leið nútímalegum hægri áherslum. Frelsi í viðskiptum, áhersla á alþjóðasamskipti og agi í ríkisrekstri eru stefnumál sem til lengri tíma munu reynast f lokknum mun betur en eltingar- leikurinn við popúlíska fagurgala allra f lokka. Forystan ætti að láta Miðf lokkinn í Sjálfstæðisf lokknum lönd og leið. Sagan af Orkupakkamálinu er nefnilega um leið saga af umræðu þar sem skynsemisraddirnar sigruðu að lokum. Óskandi er að þetta séu fyrirheit um það sem koma skal og að okkur takist að forðast okkar eigin Trump, eða Brexit. Rýr eftirtekja Hagnaður LOGOS, stærstu lög-mannsstofu landsins, nam 469 milljónum króna á árinu 2018 og minnkaði um rúmlega 20 milljónir frá fyrra ári. Tekjur stofunnar jukust hins vegar lítillega á milli ára og voru um 2.070 milljónir á meðan rekstrargjöldin hækkuðu um 100 milljónir og námu 1.356 milljónum. Á árinu störfuðu að meðaltali 75 starfsmenn í 66 heilsársstöðugildum hjá LOGOS og hélst sá fjöldi óbreyttur á milli ára. Hluthafar félagsins eru 17 talsins og miðað við það nam hagnaður á hvern eig- enda lögmannsstofunnar að meðaltali um 28 milljónum króna. Í hópi eigenda Logos eru meðal annars hæstaréttarlögmennirnir Óttar Pálsson, Þórólfur Jónsson, sem er jafnframt fram- kvæmdastjóri, og Guðmundur Oddsson, sem stýrir starfsemi félagsins í London. – hae LOGOS hagnaðist um 469 milljónir Þórólfur Jónsson, framkvæmda- stjóri LOGOS 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 8 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 1 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 0 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 4 -6 A A C 2 3 B 4 -6 9 7 0 2 3 B 4 -6 8 3 4 2 3 B 4 -6 6 F 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.