Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 18

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 18
Þegar áætlanir breytast getur það haft tímabundnar afleið- ingar en við erum ekki að glíma við vanda. Helgi Vífill Júlíusson helgivifill@frettabladid.is Þorvaldur Gissurarson hefur byggt upp verk-takafyrirtækið ÞG Verk sem er með um 200 starfsmenn, fasteigna-þróunarfélagið Arcus sem reisti meðal annars bygging- arnar á Hafnartorgi og fasteigna- félagið Reykjastræti sem vinnur meðal annars að því að standsetja eina af stærri skrifstofubyggingum landsins við Urðarholt 8 eftir kaup af fjármálastofnun. Þú varst þrítugur þegar þú stofn­ aðir ÞG Verk árið 1998. Hvernig var upphafið? „Á þeim tíma hafði ég þegar með höndum nokkuð umsvifamikinn rekstur á eigin kennitölu. Það er eflaust þess vegna sem fyrirtækið óx hratt. Áður en ég útskrifaðist sem húsasmíðameistari var ég kominn með fólk í vinnu. Upphaflega rak ég fyrirtæki með félaga mínum en svo skildi leiðir og ég hélt áfram að reka byggingarfyrirtæki. Á þeim tíma var ég að reyna að átta mig hvert ég vildi stefna með líf mitt, ég f lutti tímabundið utan og fór í viðskipta- nám. Það varð úr að ég byggði upp þetta fyrirtæki. Við stofnun ÞG Verks steig ég fyrstu skrefin í að byggja fjölbýlis- hús fyrir eigin reikning. Áður hafði ég verið í minni verkefnum eins og að reisa rað-, par- og einbýlishús á eigin vegum ásamt minni tilboðs- og útboðsverkum.“ Það kom skemmtilega á óvart að þremur árum eftir stofnun ÞG Verks var þér treyst fyrir að reisa nýjar höfuðstöðvar Orkuveitu Reykja­ víkur. „Ég einbeitti mér að útboðum fyrir opinbera aðila. Ég hafði áður unnið nokkur verkefni fyrir Orku- veituna og forvera hennar Hitaveitu Reykjavíkur. Sömuleiðis hafði ég unnið fyrir Reykjavíkurborg. Við reistum til að mynda fjórða áfanga Nesjavallavirkjunar árið 2000.“ Dregið úr eigin verkefnum Hvort er ÞG Verk að byggja meira fyrir þig eða aðra? „Frá stofnun hefur skiptingin verið nokkuð jöfn, yfirleitt er um helmingur útboðsverk og helming- ur byggingar fyrir eigin reikning. En það er breytilegt eftir tíma- bilum. Eftir að við komumst vel af stað eftir hrunið, eða frá árinu 2014, hefur vægi eigin verkefna verið mun meira, nálægt 80 prósent af veltu, þar til núna. Hlutfallið er að færast aftur á svipaðar slóðir og áður, og er nálægt því að vera um helmings skipting. Við höfum dregið úr eigin verkefnum og bætt við okkur reikn- ingsverkum.“ Var það meðvituð ákvörðun? „Já, það var meðvituð ákvörðun. Við mátum stöðuna þannig fyrir einu og hálfi ári síðan að það væri hyggilegt að draga úr íbúðafram- leiðslu. Til að fylla í skarðið, en ÞG Verk státar af töluverðri fram- leiðslugetu, var ákveðið að leggja aukna áherslu á reikningsverkefni. Það hefur gengið ágætlega.“ Hvað var það í landslaginu sem fékk þig til að draga úr verkefnum? „Það var óvissa í efnahagslífinu og fjöldi íbúðabygginga í pípunum. Það var því fyrirsjáanlegt að fram- boðið myndi aukast. Á sama tíma hafði dregið úr aðgengi íbúðakaup- enda að lánsfjármagni því bank- arnir gerðu stífari körfur í greiðslu- mati. Við skynjuðum sömuleiðis að bankarnir væru farnir að halda að sér höndum varðandi útlán til bygg- ingarframkvæmda.“ Er stærðarhagkvæmni í verktaka­ rekstri? „Já, hún skiptir heilmiklu máli.“ Telur þú að verktakar muni sam­ einast til að geta tekið þátt í stærri verkefnum í fyrirsjáanlegri framtíð? „Það kæmi mér á óvart. Það hefur ekki verið mikið um sameiningar í gegnum tíðina og mér þykir ekki líklegt að það verði raunin.“ Erlendir vanmeta markaðinn Nú er stórt ítalskt verktakafyrirtæki, Rizzani de Eccher, að hefja innreið á markaðinn og á meðal annars í sam­ starfi við Kaldalón. „Já, vonandi gengur þeim vel. Fjöldi erlendra verktaka hefur reynt fyrir sér hér á landi og næstum því allir eiga það sameiginlegt að hafa horfið af markaðnum nokkuð fljótt í kjölfar mikils taprekstrar. Ég óska þeim alls hins besta. Aukin sam- keppni er af hinu góða.“ Af hverju heldurðu að það sé? Hvað klikkar hjá þeim? „Að mínu mati vanmeta þau markaðinn. Fyrirtækin átta sig ekki á rekstrarumhverfinu. Hér þarf til að mynda að haga aðföngum með öðrum hætti en á meginlandinu Dró úr byggingu eigin íbúða fyrir einu og hálfu ári Þorvaldur segir að sá tími muni renna upp að byggja þurfi nýtt atvinnuhúsnæði í nokkrum mæli. Sú vinna kostar meira en sem nemur markaðsvirði í dag. Það muni hækka verðinu. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Þorvaldur Gissurarson, forstjóri ÞG Verks, segir að erlendir verktakar vanmeti oft markaðinn og því hafi starfsemi þeirra hér yfirleitt verið rekin með tapi. Efna- hagsþróun setti strik í reikninginn varðandi sölu á Hafnartorginu. Önnur verkefni á hans vegum seljist vel. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R6 MARKAÐURINN 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -7 E 6 C 2 3 B 4 -7 D 3 0 2 3 B 4 -7 B F 4 2 3 B 4 -7 A B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.