Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 26
Helgi Vífill Júlíusson SKOÐUN Skotsilfur Eftirspurn eftir bílum dregst saman Agnar Tómas Möller forstöðumaður skuldabréfa hjá Júpiter Í byrjun sumars mátti gæta nokkurs titrings og óvissu á innlendum mörkuðum. WOW air fallið og Icelandair í erfiðleikum með að vinna sig út úr kyrrsetningu Boeing MAX vélanna. Hagvaxtarspár voru fremur svartsýnar, krónan að veikjast og verðbólguvæntingar á skuldabréfamarkaði fjarlægðust verðbólgumarkmið. Nú í lok sum- ars er staðan önnur. Hagvaxtarspár hafa verið uppfærðar upp á við og greiningaraðilar eru minna svart- sýnir. Þá hafa verðbólguvæntingar þokast á ný í átt að markmiði sam- fara því sem ró er að færast yfir markaði og krónan helst nokkuð stöðug. Það má því með sanni segja að jákvæður meðbyr hafi fylgt nýskipuðum seðlabankastjóra sem tók við embætti í ágúst síðast- liðnum. Í dag eru stýrivextir 3,5 prósent, sem eru lágir vextir í sögulegu samhengi en háir vextir miðað við erlenda stýrivexti og langtíma vaxtamunur á bilinu 2 til 4,5 pró- sent við flest önnur þróuð ríki. Það er þó margt sem bendir til þess að hinir íslensku stýrivextir muni þok- ast enn neðar á næstu misserum. Í fyrsta lagi má nefna að þótt nýbirtar tölur (og leiðréttar) um landsframleiðslu máli mynd af hagkerfi sem byrjað er að hægja nokkuð á sér, virðist lending hag- kerfisins ætla að verða mjúk þar sem minnkandi innf lutningur og sterkur vöruútf lutningur er að þrýsta viðskiptaafgangi upp á nýjan leik, yfir 4 prósent á ársgrundvelli á fyrri helmingi árs, og erlend staða þjóðarbúsins heldur áfram að vaxa, nú yfir 20 prósent af landsfram- leiðslu. Í öðru lagi virðist sem svo að lítil hætta sé á verulegu gengisfalli þrátt fyrir þá miklu aðlögun sem hagkerf- ið hefur gengið í gegn um undan- farið. Þótt rúmlega 100 milljarðar hafi leitað út úr hagkerfinu fyrstu sjö mánuði ársins í formi hreinnar erlendrar verðbréfafjárfestingar, verður „einungis“ 5 prósent veik- ing krónunnar að teljast mikið styrkleikamerki fyrir íslenska hag- kerfið þegar stærsta útf lutnings- grein þjóðarbúsins lendir í miklum áföllum á sama tíma og innlendir lífeyrissjóðir og erlendir fjárfest- ingarsjóðir f lytja umtalsverða fjár- muni út úr hagkerfinu. Í þriðja lagi fara verðbólgukraftar hnígandi ef marka má nýjustu verð- mælingu Hagstofunnar. Í nýbirtri verðbólgumælingu ágústmán- aðar er verðhjöðnun að mælast að undanskildum áhrifum útsöluloka. Virðist sem svo að verðbólgan fara þverrandi. Það, ásamt hinum sterku verðhjöðnunarkröftum sem eru að magnast upp í Asíu og Evrópu, bendir til þess að verðbólga fari í, og líklega undir, verðbólgumark- mið Seðlabankans áður en langt um líður. Í ljósi þeirrar stöðu sem að ofan er lýst, ætti Seðlabankinn að geta beitt vaxtatækinu nokkuð óhindrað til að örva hagkerfið á næstu misserum gerist þess þörf, bæði til að lækka fjármagnskostnað heimila og fyrir- tækja, sem og til að gera arðbærar fjárfestingar meira aðlaðandi. Það er hins vegar ákaflega óheppilegt að margt bendir til þess að þrátt fyrir lækkandi stýrivexti muni lánakjör bankanna til fyrirtækja þrýstast upp á komandi vetri. Bæði er það tilkomið vegna hás kostnaðar í bankakerfinu, íþyngjandi skatt- heimtu og hárra kvaða um bindingu eigin- og lausafjár. Einnig hefur álag á sértryggð skuldabréf, þau skulda- bréf sem komast næst ríkisbréfum í öryggi og seljanleika, nær tvöfaldast og því munu há fjármögnunarkjör bankanna á skuldabréfamarkaði einnig endurspeglast í hækkandi kjörum til fyrirtækja. Eitt mikilvægasta verk Seðla- bankans og stjórnvalda á komandi vetri er að smyrja hjól fjármagns- markaðarins. Skattlagning og lausa- og eiginfjárkröfur bankanna þurfa að vera meira til samræmis við það sem gerist erlendis, hvetja þarf inn- lán, hvort sem heldur í bankakerf- inu eða í Seðlabankanum, til að leita í arðsamari fjárfestingar og síðast en ekki síst þurfa bankarnir sjálfir að gera rekstur sinn hagkvæmari. Nú loksins þegar hillir undir lok „Vaxtaparadísar Norðursins“ væri verulega sorglegt ef heimili og fyrir- tæki fengju ekki að njóta. Á grænni grein Eitt mikilvægasta verk Seðlabankans og stjórnvalda á komandi vetri er að smyrja hjól fjármagnsmarkaðarins. Það er mikilvægt að selja Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Stjórnmálamenn, sama í hvaða f lokki þeir standa, eiga að geta komið sér saman um að í það minnsta hluti af rekstri f lugvallar- ins verði í höndum einkaaðila. Tvær ástæður eru fyrir því. Ann- ars vegar er áformað að fjárfesta fyrir liðlega 91 milljarð króna á næstu þremur árum til að stækka völlinn. Það eru háar fjárhæðir sem ríkið gæti nýtt með skynsamari hætti. Auk þess eru fjárfestingar í ferðaþjónustu áhættusamar eins og dæmin sanna og óvarlegt að hætta opinberu fé í uppbygginguna. Hins vegar er stór hluti, eða 40 prósent, af farþegum flugvallarins einungis að millilenda. Þeir fara því ekki inn í landið. Stjórnmálamenn eiga því ekki að f lokka alla Leifs- stöð sem mikilvægan samfélags- legan innvið. Sá hluti f lugvallar þar sem útlendingar, sem til dæmis eru á leið frá New York til Parísar, bíða eftir tengiflugi er ekki mikilvægur samfélagslegur innviður. Þar fyrir utan gætu tæknifram- farir í f lugi gert það að verkum að minni og hagkvæmari f lugvélar hætti að millilenda í Kef lavík því að drægnin verði orðin meiri. Það væri blóðtaka fyrir reksturinn og skattgreiðendur sætu eftir með sárt ennið. Það er eins og Sigurður Ingi Jóhannsson samgönguráðherra hafi ekki haft það í huga þegar hann sagði við Ríkisútvarpið á sunnudaginn að Framsóknarmenn vildu að mikilvægir innviðir eins og Leifsstöð væru í eigu ríkisins. Hann sagði sömuleiðis að það væri ekki í stjórnarsáttmála að selja f lugvöllinn. Aðstæður í efnahags- lífinu voru hins vegar með öðrum hætti þegar ríkisstjórnarf lokk- arnir komu sér saman um helstu atriði. Það er eðlilegt við upphaf samdráttarskeiðs í efnahagslífinu að tekið sé til alvarlegrar skoðunar hvað megi betur fara í ríkisrekstr- inum. Ísland yrði ekki eyland ef Leifs- stöð yrði seld. Við yrðum þar í góðum hópi. Ríf lega helmingur f lugvalla innan Evrópusambands- ins er annaðhvort að mestu eða að öllu leyti í eigu einkaaðila, sam- kvæmt samantekt ACI, Alþjóða- samtaka f lugvalla. Það væri hyggilegast að selja Leifsstöð að fullu enda er um áhættusaman rekstur að ræða sem færi betur í höndum einkaaðila. Við það mætti losa um umtalsvert fjármagn sem nýta má með betri hætti. Ef það er ekki hægt að hefja viðræður um það hlýtur að vera hægt að gera málamiðlun og selja hluta hans. Það eru miklir fjár- munir í húfi. Samgönguráðherra endurskoði hug sinn gagnvart Leifsstöð Vinnuvél stendur við hlið haugs af pressuðum bílum. Eftirspurn eftir bílum hefur dregist saman á heimsvísu, sér í lagi í Kína þar sem samdráttur- inn er sögulegur. Ein af ástæðunum er sú að kínversk stjórnvöld hafa dregið úr ívilnunum fyrir sölu raf bíla. NORDICPHOTOS/GETTY Dýrt gildismat Gildi hefur beitt sér með virkum hætti til að framfylgja hluthafastefnu sinni, nú síðast þegar sjóðurinn seldi nær allan hlut sinn í Brimi. Fyrir eignarhlutinn í Brimi fékk Gildi, en eignastýringu sjóðsins er stýrt af Davíð Rúdólfssyni, meðal annars hluta af bréfum FISK í Högum en sjóðurinn hafði áhyggjur af stjórnarháttum í útgerðarfélaginu. Frá því að gengið var frá viðskiptunum hefur gengið í Högum lækkað um 3 prósent á meðan Brim hefur hækkað um 11 prósent. Áhersla Gildis á góða stjórnarhætti kann því hafa verið dýru verði keypt. Á afturfótunum Stundum gengur allt á aftur fótunum. Því hefur Bogi Nils Bogason, for- stjóri Icelandair, fengið að kynn- ast. Flugfélagið helmingaði starfshlutfall 141 flugmanns og flugstjóra í fjóra mánuði á föstudag. Það eru verðmyndandi upplýsingar enda hækkaði markaðsvirðið í kjöl- farið um fimm prósent. Vandinn er að fjölmiðlar voru einungis upplýstir um niðurskurðinn en ekki Kauphöllin. Fjárfestar sátu því ekki við sama borð. Daginn áður varð Icelandair að upplýsa að varaformaður stjórnar hefði ekki keypt í fyrirtækinu fyrir 77 milljónir, eins og tilkynnt var, heldur var hann einungis að færa eignarhlut sinn á milli félaga. Dýr leiga Sjóðurinn Horn III keypti 40 pró- senta hlut í bílaleigunni Hertz fyrir 1,16 milljarða 2018. Verðmæti hlutafjár félagsins var því 2,9 millj- arðar eða sem nam þreföldu eigin fé og 30-földum hagnaði ársins 2017. Hertz tapaði 82 milljónum á síðasta ári og salan dróst saman í takt við gang ferðaþjón- ustunnar. Segja má að eigendur Hertz, þar á meðal Sigfús B. Sig- fússon, hafi selt fyrir gott verð á góðum tíma. Og öfugt, að Horn hafi keypt á röngum tíma. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R10 MARKAÐURINN 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 4 -7 E 6 C 2 3 B 4 -7 D 3 0 2 3 B 4 -7 B F 4 2 3 B 4 -7 A B 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.