Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 16
Starfsmenn FME eru sem stendur 115 talsins en í Seðlabankanum voru þeir 181 í árslok 2018. Ljóst er að hyggist Hagar opna lyfja- verslanir utan starfssvæðis Reykjavíkur kunni framan- greind eignatengsl að skapa samkeppnisleg vandamál Samkeppniseftirlitið Þorsteinn Friðrik Halldórsson tfh@frettabladid.is Meginstarfsemi Fjármála-eftirlitsins verður áfram í Turninum á Höfðatorgi eftir að samruninn við Seðlabank- ann er genginn í gegn og þangað til annað kemur í ljós. Þetta stað- festir Fjármálaeftirlitið í svari til Markaðarins en starfsmönnum þess var á dögunum greint frá þess- ari tilhögun. „Ekkert hefur verið endanlega ákveðið í þessum efnum, en líklegt er að meginstarfsemi Fjármálaeftir- lits verði í Katrínartúninu fyrst um sinn,“ segir í svari FME við fyrir- spurn Markaðarins. Katrín Jakobsdóttir forsætisráð- herra hefur áður sagt að ekki sé stefnt að fækkun starfsmanna hjá sameinaðri stofnun FME og Seðla- bankans. Starfsmenn FME eru sem stendur 115 talsins en í Seðlabank- anum voru þeir 181 í árslok 2018. Samk væmt nýsamþyk k t u m lögum mun sameiningin ganga í gegn um áramótin. Þrír varaseðla- bankastjórar verða undir Ásgeiri Jónssyni, nýráðnum seðlabanka- stjóra, og tekur Unnur Gunnars- dóttir, forstjóri FME, við stöðu vara- seðlabankastjóra sem leiðir málefni fjármálaeftirlits. Í nýlegu viðtali við Viðskipta- blaðið sagðist Unnur ekki hafa upplifað sérstaka þörf á því að sam- eina stofnanirnar og ekki sjá fram á grundvallarbreytingu á starfsemi FME við sameiningu við Seðla- bankann. „Það er verið að teikna þetta svo- lítið þannig upp að við viðhöldum okkar innviðum, bæði á dýptina og breiddina,“ sagði Unnur. Þá yrði starfsemi eftirlitsins að einhverju leyti aðskilin annarri starfsemi bankans til þess að „verja Seðla- bankann þegar eftirlitið tekur ákvarðanir sem styr stendur um“. – þfh Starfsmenn FME verða áfram á sínum stað Ólafur Guðmundur Adolfs-son heldur eftir 10 prósenta eignarhlut í Reykjavíkur Apóteki á móti Högum og verður framkvæmdastjóri lyfjaverslunar- innar. Eignarhlutur hans í öðru apóteki getur þó skapað sam- keppnisvandamál ætli Hagar að opna f leiri lyfjaverslanir. Þetta kemur fram í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins um að sam- þykkja samruna Haga og Reykja- víkur Apóteks sem var í eigu Guð- mundar Reykjalín, Margrétar Birgisdóttur, Hjördísar Ásberg og Ólafs G. Adolfssonar. Ólafur er sá eini sem heldur eftir hlut en hann fer úr 25 prósentum niður í 10 pró- sent. Ólafur á einnig þriðjungshlut í Apóteki Vesturlands og verður engin breyting á því í kjölfar sam- runans. Í ákvörðun Samkeppniseft- irlitsins kemur fram að slík eigna- tengsl á milli fyrirtækja geti valdið vandamálum út frá sjónarmiðum í samkeppnisrétti. Reykjavíkur Apó- tek og Apótek Vesturlands séu hins vegar ekki starfrækt á sama land- fræðilega markaðnum og sökum takmarkaðrar hlutdeildar Reykja- víkur Apóteks á markaðnum séu áhrif þessara eignatengsla á sam- keppni hverfandi. Samkeppnis- eftirlitið sá því ekki ástæðu til að grípa til íhlutunar vegna þessara eignatengsla sem myndast vegna samruna Haga og Apóteks Vestur- lands. „Þó er ljóst að hyggist Hagar opna lyfjaverslanir utan starfs- svæðis Reykjavíkur Apóteks kunni framangreind eignatengsl að skapa samkeppnisleg vandamál,“ segir í ákvörðuninni. Reykjavíkur Apótek rekur versl- un að Seljavegi 2 í Reykjavík og nam velta félagsins á síðasta ári 280 milljónum króna. Sem kunnugt er tók Samkeppniseftirlitið ákvörðun sumarið 2017 um að ógilda sam- runann sem áformaður var með kaupum Haga á öllu hlutafé í Lyfju. – þfh Eignatengsl geta valdið Högum vanda Finnur Árnason, forstjóri Haga. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI Síminn kann að hafa brotið gegn samkeppnislögum og sátt við Samkeppniseftir-litið með því að tvinna saman fjarskiptaþjónustu og sjónvarpsefni. Þetta er niðurstaða frummats Samkeppnis- eftirlitsins en forstjóri Símans segir matið háð miklum fyrirvörum og niðurstöðuna byggja á skorti á gögnum. Í árshlutauppgjöri sínu greindi Síminn frá því að Sýn hefði lagt fram kvörtun til Samkeppnis- eftirlitsins vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úrvalsdeildinni og gert kröfu um heildsöluaðgang að SíminnSport. Samkeppniseftirlitið birti frum- mat sitt í júlí og í kjölfarið náðust samningar milli Símans og Sýn um heildsöluaðgang. Niðurstaða frummatsins var sú að Heimilispakkinn sem Síminn býður upp á, ásamt Sjónvarpi Sím- ans Premium og því að bæta enska boltanum við Heimilispakkann, kynni að fara í bága við ákvæði sáttar við Samkeppniseftirlitsins í tengslum við samruna Símans og Skjásins árið 2015. Samkvæmt heimildum Markað- arins kom einnig fram að pakkatil- boð Símans kynnu að fara í bága við ákvæði sáttar um tengsl Símans og dótturfélagsins Mílu frá árinu 2013. Brot á þeim fyrirmælum sem koma fram í sátt geta varðað viðurlög á borð við stjórnvaldssekt. Þá telur Samkeppniseftirlitið vísbendingar um að pakkatilboðin fari í bága við samkeppnislög. Orri Hauksson, forstjóri Símans, segir í svari til Markaðarins að Síminn kann að hafa brotið gegn sátt Síminn vinnur að því að skila gögnum og svörum við því sem kemur fram í frummatinu. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Deilt um dreifingu á sjónvarpsefni Síminn og Vodafone hafa átt í ágreiningi í tengslum við dreifingu á sjónvarpsefni um nokkurra ára skeið. Póst- og fjar- skiptastofnun komst að þeirri niðurstöðu árið 2018 að Síminn hefði farið gegn fjölmiðlalögum og lagði stofnunin á sekt að fjárhæð 9 milljónir króna. Í kjölfarið sendi Sýn kröfu til Símans um greiðslu skaðabóta að fjárhæð 1,9 milljarðar króna sem Síminn hafnaði. Vísaði Héraðsdómur Reykjavíkur kröfu Sýnar frá dómi vegna vanreif- unar en Sýn lagði fram beiðni um dómkvaðningu matsmanna. Þá hefur Gagnaveita Reykja- víkur sent Símanum kröfu um greiðslu að fjárhæð 1,3 milljarða króna. Hefur þeirri kröfu einnig verið hafnað af hálfu Símans sem telur hana tilhæfulausa. Í kjölfarið lagði Sýn fram kvörtun til Samkeppniseftir- litsins vegna fyrirkomulags við sölu á útsendingum frá ensku úr- valsdeildinni og gerði kröfu um heildsöluaðgang að SíminnSport. Samkvæmt frummati Samkeppniseftirlitsins kann Síminn að hafa farið í bága við sam- keppnislög og brotið gegn sátt. Forstjóri Símans segir matið háð miklum fyrirvörum. Síminn hafi ekki brotið gegn sátt- inni sem var gerð árið 2013 við Samkeppniseftirlitið. Félagið hafi kostað miklu til í þeim tilgangi að tryggja að sáttinni yrði fylgt í hví- vetna. „Síminn er sannfærður um að félagið hafi starfað í hvívetna í samræmi við markmið og tilgang sáttarinnar. Auk þess fjallar sú sátt fyrst og fremst um innviði Mílu og jafnan aðgang þar að, en ekki sjón- varpsmál. Aðgangur að innviðum Mílu er jafn öllum fjarskiptafélög- um á Íslandi,“ segir Orri. Samkeppniseftirlitið lagði fram skilgreiningar á markaðsráðandi stöðu Símans en Orri segir að frum- matið sé háð miklum fyrirvörum af hálfu Samkeppniseftirlitsins sem hafi tekið fram að tilgangurinn væri að afla sjónarmiða og gagna til að meta málið frekar. „Það eru sannarlega margir þættir sem eru órannsakaðir og sumar ályktanir eðlilega byggðar á getgátum, vegna skorts á gögnum og sumpartinn vegna þess að Sam- keppniseftirlitið hefur að mati Sím- ans fengið villandi upplýsingar frá þeim sem kvörtuðu,“ segir Orri og tekur fram að nýjar skilgreiningar Samkeppniseftirlitsins á mörk- uðum standist ekki að mati Símans. Verð hækki með milliliðum Síminn vinnur nú að því að skila gögnum og svörum við því sem kemur fram í frummatinu. Orri segir að hið rétta sé að framboð Símans leiði til þess að viðskipta- vinir hafi f leiri valkosti en áður og fái þeir aukið frelsi um kaup á afþreyingarefni á lægra verði en oft áður. „Það leikur enginn vafi á því að viðskiptavinir, óháð því á hvaða kerfi þeir eru, fagna því að geta keypt löglegan aðgang að ensku úrvalsdeildinni á 4.500 krónur í stað 15.000 króna sem það var lengi vel. Þá eru margar forsendur sem stofnunin leggur upp með í and- stöðu við það sem hefur áður komið fram að mati Símans.“ Þá segir Orri að matið byggi á áhyggjum af þróun sem ekki sé að eiga sér stað og muni ekki eiga sér stað. „Síminn býður SíminnSport í heildsölu eins og er áhugamál Sam- keppniseftirlitsins. Þannig verður tíminn að leiða í ljóst hvort slíkir samningar muni skila f leiri greið- andi áhorfendum. Lykilatriði er að aðilar nái hagkvæmum viðskipta- legum samningum sem leiða til þess að fleiri noti þá þjónustu sem um ræðir. Ef heildsölusamningar skila færri áhorfendum eða draga úr sölu er hætt við að verð til neyt- enda muni hækka vegna fleiri milli- liða á jafn stórum eða minnkuðum markaði.“ Samkeppniseftirlitið mun taka ákvörðun í málinu eftir að hafa tekið andmæli og gögn Símans til greina. Það eru sannarlega margir þættir sem eru órannsakaðir og sumar ályktanir eðlilega byggðar á getgátum vegna skorts á gögnum. Orri Hauksson, forstjóri Símans 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R4 MARKAÐURINN 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -8 3 5 C 2 3 B 4 -8 2 2 0 2 3 B 4 -8 0 E 4 2 3 B 4 -7 F A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.