Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 36
Heilluðust af langri sögu 66°Norður Rakel Sólrós Jóhannsdóttir, fata- hönnuður hjá 66°Norður, segir samstarfið hafa gengið frábærlega. Samstarf fyrirtækjanna fyrir veturinn 2019 samanstendur af dúnúlpu, dún- vesti, kjól, trefli og tösku. Hönnunarteymi 66°Norður og Ganni unnu saman að línunni og var innblástur sóttur í vetrarlínu og sjófataarfleifð Sjó- klæðagerðarinnar með skemmtilegum og ferskum blæ frá danska fatamerkinu. Allar vörurnar í samstarfinu eru úr tæknilegum efnum og framleiddar af 66°Norður í takmörkuðu upplagi og aðeins í versluninni á Laugavegi. Vetrarlínan í samstarfi 66°Norður og danska kven- fatamerkisins Ganni kemur í verslanir í dag en Rakel Sólrós Jó- hannsdóttir, fatahönnuður hjá 66°Norður, segir eigendur Ganni hafa heillast af sögu 66°Norð- ur og sóst eftir samstarfi. 66°Norðu r og Ga nni kynntu framhald á sam-starfi fyrirtækjanna á tískuvikunni í Kaup-mannahöfn í febrúar. Áður höfðu fyrirtækin gert samstarfslínu sem kom í versl- anir í mars. Aðspurð út í það hvernig samstarfið við þetta ört vaxandi danska merki kom til, svarar Rakel Sólrós Jóhannsdóttir, fatahönnuður hjá 66°Norður: „Eigendur Ganni, Ditte og Nikolaj, eru aðdáendur merkisins og höfðu notað fatnaðinn í útivist og skíðaferðir, þannig að það má segja að þetta hafi fyrst byrjað þar. Þau hittu svo forstjóra okkar á einum tímapunkti og viðræður og hugmyndir að samstarfi byrjuðu að fæðast. Það sem Ganni fannst spennandi er þessi mikla saga sem 66°Norður á og sérþekkingin sem við höfum á hönnun og framleiðslu á tæknileg- um fatnaði sem finnst ekki annars í tískuheiminum.“ Andstæður merkjanna heilluðu „Ganni er mjög þekkt danskt tísku- merki sem einblínir á kvenlegar línur og kemur því úr annarri átt en við þannig að andstæða merkjanna heillaði okkur,“ segir Rakel. „Mér finnst merkin ótrúlega ólík þar sem kúnnar Ganni eru ungar konur sem eru í kjólum með alls konar áberandi prenti en 66°Norður hannar tækni- legan fatnað fyrir alla aldurshópa. En það sem þau eiga sameiginlegt er ákveðinn Scandi-stíll enda eru bæði merkin staðsett á Norðurlönd- unum.“ Fóru út fyrir boxið með ævintýralega flík Hvernig fer svo hönnunarferlið fram þegar tvö ólík merki hvort í sínu land- inu leiða saman hesta sína? „Ferlið á þessari línu byrjaði fyrir ári síðan þegar Shila, sem er aðstoðar listrænn stjórnandi hjá Ganni, heim- sótti höfuðstöðvar 66°Norður hér í Garðabænum og við vörðum tveim- ur dögum í hugmyndavinnu. Við byggðum nánast alla stílana á okkar sniðum, sem við uppfærðum nema einn skyrtukjól, sem er byggður á kjól frá Ganni. Hann er einangraður með Powerfill fyllingu og opinn í bakið. Þannig var gaman að nýta tækifærið og fara aðeins út fyrir okkar box og tvinna saman merkin tvö í aðeins ævintýralegri flík þó að hún sé ekki eins praktísk og aðrar.“ Póstar, símtöl, Skype, Facetime Rakel segir það ekki hafa staðið þeim fyrir þrifum í ferlinu að vera staðsett hvort í sínu landinu. „Við erum vön framleiðslu landa á milli þar sem okkar eigin verksmiðja er staðsett í Lettlandi þannig að samstarfið gekk vel og byggist á póstum, símtölum, Skype og Facetime. Við gerðum tvær til þrjár prótó- týpur fyrir hverja flík til að passa að bæði snið og framleiðsla mæti okkar gæðastöðlum. Það var þó ekki laust við smá stress þegar það rétt náðist að senda lokaprufurnar til Dan- merkur fyrir tískusýningu Ganni, aðeins nokkrum dögum fyrir sýn- inguna sem var í lok janúar.“ Alltaf að fylgjast með Fyrsta samstarf merkjanna tveggja var kynnt síðasta vor og fékk mikla athygli í tískupressunni erlendis. „Það fyllir mig miklu stolti að vinna hjá fyrirtæki sem stendur fyrir gæði og ævintýramennsku og er ekki hrætt við að fara ótroðnar slóðir.“ Aðspurð hvort framhald verði á samstarfinu segir Rakel það ekki í farvatninu á næstu misserum en mikil ánægja sé með þessar tvær línur sem hannaðar voru í samein- ingu. „Við erum alltaf að fylgjast með í kringum okkur, hvort sem það eru ungir íslenskir hönnuðir sem eru að byrja eða reyndari fatamerki erlendis. Það eru alls konar spenn- andi viðræður í gangi en ekkert sem má segja frá,“ segir Rakel að lokum en það verður spennandi að fylgjast með næstu skrefum. bjork@frettabladid.is 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R20 L Í F I Ð ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð LÍFIÐ 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 3 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 8 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 4 -7 4 8 C 2 3 B 4 -7 3 5 0 2 3 B 4 -7 2 1 4 2 3 B 4 -7 0 D 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 5 A F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.