Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 12
Tilkynningar um merkis atburði, stórafmæli og útfarir má senda á netfangið timamot@frettabladid.is. Auglýsingar á að senda á auglysingar@frettabladid.is eða hringja í síma 550 5055. Eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Sigurgestur Ingvarsson múrarameistari, Sævangi 14, Hafnarfirði, lést að morgni 1. september á Landspítalanum Fossvogi. Jarðarförin verður auglýst síðar. Sigrún Erlendsdóttir Þórdís Björk Sigurgestsdóttir Þorsteinn Þorsteinsson Áslaug Sigurgestsdóttir Dagbjartur Jónsson Frosti Sigurgestsson Sigurlín Hrund Kjartansdóttir og barnabörn. Elsku hjartans mamma okkar, tengdamamma, amma, langamma og langalangamma, Jóhanna Friðrika Karlsdóttir lést á Hjúkrunarheimilinu Eir þann 21. ágúst 2019. Útförin hefur farið fram og þakka aðstandendur samúð og hlýhug sem gerði daginn fallegan. Hjartans kveðjur einnig til starfsfólks Eirar deild 2-N fyrir umhyggju og hlýju. Börn, tengdabörn og fjölskyldur. Ástkær sonur, bróðir og frændi, Þráinn Jökull Elísson sem lést 21. ágúst sl. á Heilbrigðisstofnun Vesturlands, Akranesi, verður jarðsunginn laugardaginn 7. september kl. 13.00 frá Grundarfjarðarkirkju. Blóm og kransar vinsamlega afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Krabbameinsfélagið Von Grundarfirði. Ragnhildur Kristjana Gunnarsdóttir Fjalar, Ægir, Hanni og fjölskyldur Ástkær faðir okkar, stjúpfaðir, afi, langafi og langalangafi, Árni Vilhjálmsson verkstjóri, lést á heimili sínu fimmtudaginn 29. ágúst. Jarðarförin verður auglýst síðar. Kristjana S. Árnadóttir Kristján G. Guðmundsson Guðlaug B. Árnadóttir Jón P. Bernódusson Vilhjálmur Árnason Sigfríður G. Sigurjónsdóttir Kristján S. Árnason Anna Kristín Grettisdóttir Pétur G. Þ. Árnason Ingibjörg K. Þórarinsdóttir Halldór R. Hjálmtýsson Nelia B. Baldelovar Ágúst Hjálmtýsson Yufan Tang Ástrós Hjálmtýsdóttir Kristján Bjarnason barnabörn, barnabarnabörn og barnabarnabarnabarn. Elsku sambýliskona mín, systir, móðir okkar, tengdamóðir og amma, Árný Rósa Aðalsteinsdóttir sjúkraliði, lést á Landspítalanum Hringbraut 31. ágúst. Þakkir sendum við starfsfólki blóðlækningadeildarinnar 11G og hjartadeildar 13E. Útför hennar fer fram frá Fossvogskirkju 5. september kl. 15.00. Jóhannes Sigurhólm Stefánsson Björn Árni Aðalsteinsson Hanna Gréta Jóhannesdóttir Guðný Lára Jóhannesdóttir Einar Valur Kristinsson Anna Stefanía Jóhannesdóttir og allir yngri afkomendur stórir og smáir. Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir og afi, Ingólfur Ármannsson fyrrv. skóla- og menningarfulltrúi, lést á Öldrunarheimilinu Hlíð á Akureyri 1. september. Jarðarför verður auglýst síðar. Hrefna Hjálmarsdóttir Ásgeir H. Ingólfsson Auður H. Ingólfsdóttir Ármann Ingólfsson Erla Colwill Anderson Vala Pauline Ingolfsson Ari Dalmann Ingolfsson Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Lilja Kristjánsdóttir lést á Landakoti í faðmi fjölskyldunnar þann 27. ágúst. Útförin verður gerð frá Áskirkju fimmtudaginn 5. september klukkan 13. Áskell Másson Sigríður Búadóttir Ársæll Másson Margrét Pálsdóttir Karólína Margrét Másdóttir Stefán Jóhannsson Þórdís Másdóttir Aðalsteinn Stefánsson Ottó Másson ömmubörn og langömmubörn. Norræni votlendisdagur-inn er nýliðinn. Þá bár-ust þær fréttir að Þor-finnur Hermannsson og Jófríður Gilsdóttir, landeigendur á Hofi í Norðfirði, ynnu að því að endurheimta votlendi á jörðinni með stuðningi Vot- lendissjóðsins. Með aðgerðinni endur- heimta þau tæpa 16 hektara (um 16 fót- boltavelli) og stöðva árlega losun upp á 318 tonn af koltvísýringi (CO2). Til samanburðar losar nýr lítill fólksbíll 1-2 tonn á ári. Mikið fuglalíf er á svæðinu sem mun njóta góðs af framkvæmdinni. „Frúin er í útlandinu en ég er byrjaður að fylla skurðina, er búinn með fimm í hlíðinni fyrir ofan bæinn á jafnmörgum dögum,“ segir Þorfinnur þegar ég hringi í hann. Ekki kveðst hann sjá teljandi breytingar á landinu ennþá. „En smá sprænur sem áður fóru í skurðina ganga núna út í túnið og væta í því.“ Þorfinnur segir landið ekki hafa verið notað í mörg, mörg ár. „Þegar kvóta- kerfið kom datt hefðbundinn búskapur niður á fáum árum hér í Norðfjarðar- sveit nema á einum bæ, Skorrastað, þar er mjólkurbúskapur. Áður þjónaði þessi sveit Neskaupstað með landbúnaðar- afurðir. Þetta var passleg stærð að því leyti. Foreldrar mínir voru bæði með kýr og kindur og þetta var svona með stærri búum í sveitinni. Við Jófríður vorum hér aldrei með búskap en eigum helminginn af jörðinni. Fengum á sínum tíma gefins hús úti í kaupstað og fluttum það hingað.“ Þar sem Þorfinnur er að vinna voru ruðningar enn á skurðbökkunum og hann er að róta þeim ofan í skurðina. „En svo eru tún hér í botni fjarðarins og þegar þau voru ræktuð voru ruðning- arnir sléttaðir út. Það er miklu erfiðara að fylla þá skurði. Ég næ í einhverjum tilfellum að stífla þá og við það hækkar vatnsborðið. Í framhaldinu ætla ég að grafa tjarnir og efnið sem upp úr þeim kemur fer líka í skurðina.“ Þorfinnur er bæði með gamla jarðýtu og nýja gröfu í þjónustu sinni. „Þegar foreldrar mínir bjuggu hér var megnið af túnunum notað til heyræktar. Á þeim tíma sem hér var grafið voru góðir styrk- ir í gangi frá ríkissjóði og menn grófu og grófu. Rannsóknum var bara ábótavant og ekkert talað um votlendi sem verð- mæti á nokkurn hátt. Við hjónin vorum búin að tala um það fyrir mörgum árum að fara í þessar framkvæmdir en þá var ekkert fjár- magn til að kaupa gröfu. En þegar Eyþór Eðvarðsson, aðalgúrúinn í Votlendis- sjóðnum, kom þá kveikti hann í okkur. Það er margt fólk sem trúir ekki á þetta en okkur finnst þetta tilraunarinnar virði. Við berum öll ábyrgð á jörðinni.“ gun@frettabladid.is Berum ábyrgð á jörðinni Jófríður og Þorfinnur standa í stórræðum á jörð sinni Hofi í Norðfirði. Hér hefur skurður verið fylltur og það ætti að hækka grunnvatnsstöðuna. Þorfinnur Hermannsson, Hofi í Norðfirði, er að fylla skurði á jörð sinni og Jó- fríðar Gilsdóttur. Tilgangur verkefnisins er að endur- heimta votlendi, andrúms- lofti og lífríki til blessunar. Á þeim tíma sem hér var grafið voru góðir styrkir í gangi frá ríkissjóði og menn grófu og grófu. En rannsóknum var bara ábótavant og ekkert talað um votlendi sem verðmæti á nokk- urn hátt. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R12 T Í M A M Ó T ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð TÍMAMÓT 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -5 B D C 2 3 B 4 -5 A A 0 2 3 B 4 -5 9 6 4 2 3 B 4 -5 8 2 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 2 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.