Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 32

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 32
Einleikstónleikar eru ekki daglegt brauð hjá Hilm-ari Jenssyni gítarleikara en í tilefni Jazzhátíðar Reyk jav ík u r heldu r hann slíka tónleika í kvöld. Þeir hefjast klukkan 21.15 á efri hæð Listasafns Reykjavíkur við Fríkirkjuveg. Tónlistin verður öll frumsamin. „Ég sem töluvert mikið, og hef alltaf gert, þannig að það er af ýmsu að taka,“ segir hann og hefur fulla trú á að kvöldið verði skemmtilegt. Sveiflan verður allsráðandi næstu daga í borginni. Tónleikar Hilmars eru einir af sex á dagskrá jazzhátíð- arinnar í kvöld í Listasafni Íslands, að lokinni setningu hátíðarinnar í Ráðhúsi Reykjavíkur sem hefst klukkan 17. Hilmar er reyndar ansi upptek- inn þessa dagana því hann kennir við þrjá skóla sem allir eru að hefja Sveiflan allsráðandi næstu daga í borginni Hilmar hefur spilað með flestum íslenskum einstaklingum í jazzheiminum á Íslandi. Í kvöld er hann einn á ferð. Hilmar Jensson gítarleikari flytur frumsamið efni á sólótónleikum í Listasafni Íslands í kvöld, á upphafs- degi Jazzhátíðar Reykjavíkur. Gunnþóra Gunnarsdóttir gun@frettabladid.is vetrarstarf ið, Menntaskólinn í tónlist, Listaháskólinn og Tón- listarskóli FÍH. „Líf mitt er dálítið upptekið af að púsla saman eigin stundatöflu í kennslunni en ég hef reynt að æfa mig fyrir tónleikana þess á milli.“ Sex ára kveðst Hilmar fyrst hafa tekið upp gítarinn og lært fyrstu gripin hjá föður sínum, Jens Þóris- syni augnlækni. „Síðan hófst bara formlegt nám um tólf ára aldurinn og ég hef ekki hætt síðan. Hef spilað með ansi mörgum sveitum þegar allt er talið, það hleypur á ein- hverjum tugum.“ Hann segir þær hljómsveitir f lestar starfa erlendis og með þeim hafi hann farið í tón- leikaferðir vítt og breitt bæði um Evrópu og Bandaríkin. „Ég hef ekki verið í mörgum íslenskum sveitum en hins vegar spilað með ótal ein- staklingum, f lestum sem eitthvað hafa verið í jazzheiminum hér á landi. Mest þó með Skúla Sverris- syni, bassaleikara og tónskáldi.“ Hilmar segir alltaf gaman að vera með sólótónleika en krefjandi líka. „Slík tækifæri koma ekkert oft en þau eru bara kærkomin.“ ÉG SEM TÖLUVERT MIKIÐ, OG HEF ALLTAF GERT, ÞANNIG AÐ ÞAÐ ER AF ÝMSU AÐ TAKA. Á ljósmyndasýningu Sigríðar Marrow, kennara í Selja-skóla, Kaupmaðurinn á horninu, birtist sá hlýi og mann- legi andblær sem hverfisverslunum fylgir. Hún lét sér ekki nægja að mynda slíkar búðir á höfuðborgar- svæðinu, heldur ferðaðist um landið og fangaði stemningu lítilla mat- vöruverslana. Sýningin er í Skotinu á Ljósmyndasafni Reykjavíkur, Tryggvagötu 17, 6. hæð. Myndirnar tók Sigríður árið 2016 í tengslum við meistaraverkefni sitt í menningarmiðlun. „Upphaf legu hugmyndina fékk ég þegar ég fór inn í Kjötborg á Ásvallagötunni og skynjaði andann þar, hann var svo gerólíkur stórmörkuðunum að mér fannst ég vera komin í annan heim. Ég held að eignir í því hverfi muni hríðlækka í verði ef kaupmenn- irnir loka versluninni. Þeir þekkja alla og veita svo mikla þjónustu, geyma jafnvel húslykla fyrir for- eldra ef krakkar skyldu læsast úti,“ lýsir hún. Sigríður kveðst hafa farið í þriggja vikna ferð um landið og myndað 34 búðir, sumar hafa þegar lagt upp laupana. „Þetta er bara sýnishorn. Ef ég fæ einhvern tíma stærra sýningarrými get ég haft alla með og þetta er enn verk í vinnslu.“ Búðirnar eru ekki allar á netinu og Sigríður kveðst hafa frétt af þeim hjá hinum og þessum þegar hún var í ferðinni. Hún hafi að sjálfsögðu alltaf hringt á undan sér og allir hafi tekið henni vel. „Mér fannst bara allir yndislegir og hlýir. Fólk þarf líka að vera mannvinir til að veita svona þjónustu.“ Þrír kaupmenn lögðu á sig ferð Hef á tilfinningunni að hverfisverslunum fjölgi Sigríður kveðst hafa gefið sér góðan tíma til að kynnast bæði búðareig- endum og viðskiptavinum. FRÉTTABLAÐIÐ/SIGTRYGGUR ARI til að mæta á opnun sýningarinnar hjá Sigríði. „Einar Ólafsson, sem er 82 ára, kom frá Akranesi og spjallaði heillengi, annar bróðirinn í Kjöt- höllinni kom og líka konan sem rekur búðina á Raufarhöfn,“ lýsir hún og kveðst ala þá von í brjósti að svona litlum búðum vaxi fiskur um hrygg. „Ég hef á tilfinningunni að hverf- isverslunum fjölgi aftur, kannski í annarri mynd. Það væri alger draumur.“ gun@frettabladid.is MÉR FANNST BARA ALLIR YNDISLEGIR OG HLÝIR. FÓLK ÞARF LÍKA AÐ VERA MANNVINIR TIL AÐ VEITA SVONA ÞJÓNUSTU. Reykjavíkurprófastsdæmi eystra Ritari Auglýst er laust til umsóknar starf ritara hjá Reykjavíkur- prófastsdæmi eystra. Starfið er metið sem rúmlega 50% af fullu starfi og launakjör eru skv. kjarasamningum Verslunarmannafélags Reykjavíkur. Ritari hefur umsjón með skrifstofu prófastsdæmisins. Starfið er m.a. fólgið í vinnu við bókhald og meðferð fjármuna, skjalavörslu, skýrslugerð, skipulagningu funda, umsjón með heimasíðu, bréfaskriftir, símsvörun og ýmis konar þjónustu við prófast, aðra starfsmenn prófastsdæmis- ins og söfnuði þess. Leitað er að einstaklingi með góða bókhalds- og tölvuþekk- ingu, sem unnið getur sjálfstætt og sýnt frumkvæði í starfi. Góð hæfni í mannlegum samskiptum áskilin og kunnátta í er- lendum tungumálum æskileg. Óskað er eftir að umsækjandi hefji starf, eigi síðar en 1. nóvember. Umsóknarfrestur er til 15. september n.k. og skulu umsóknir sendar Reykjavíkurprófastsdæmi eystra, Breiðholtskirkju, Þangbakka 5, 109 Reykjavík. Nánari upplýsingar má fá í síma 567-4810. 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R16 M E N N I N G ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð MENNING 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 4 -6 5 B C 2 3 B 4 -6 4 8 0 2 3 B 4 -6 3 4 4 2 3 B 4 -6 2 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.