Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 25

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 25
Guðrún Erla Jónsdóttir er stefnustjóri Orku-veitu Reykjavíkur og gegnir þessa dagana stöðu framkvæmda-stjóra Veitna þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Guðrún verður með erindi á alþjóðlegu ráðstefnunni Bold Stra- tegy Summit sem verður haldin 23. september í Hörpu en þar mun hún fjalla um nýja strauma í innleiðingu stefnu. Hver eru þín helstu áhugamál? Ég er svo lánsöm að starfa við það sem ég hef áhuga á. Þess utan á jóga og samvera með stórfjölskyldunni hug minn. Hvernig er morgunrútínan þín? Mér f innst best að komast snemma af stað og hreyfa mig, helst að skokka og fá endorfínið til að f læða áður en dagurinn hefst fyrir alvöru. Hvaða bók hefur haft mest áhrif á þig? Það er úr mörgu að velja en Dag- bók Önnu Frank kemur strax upp í huga mér. Bækur Isabel Allende eru líka í miklu uppáhaldi. Hver hafa verið mest krefjandi verkefnin undanfarin misseri? Doktorsnámið er tímafrekt en jafnframt ákaf lega skemmtileg. Það er áskorun að sameina nám og störf. En nám og starf tengist með beinum hætti og með því að ég samtvinni doktorsrannsókn starfi mínu sem stefnustjóra skapast líka spennandi tækifæri. Hver verður kjarninn í erindi þínu á ráðstefnunni? Hlutverk stjórna er snýr að stefnumiðaðri stjórnun má draga saman í eitt hugtak; stefnumið- aða stjórnarhætti. Með stefnu- miðuðum stjórnarháttum er átt við það vinnulag og þær aðferðir sem stjórn nýtir til að sinna stefnu- tengdu hlutverki sínu og til að tryggja það að samræmi sé á milli stefnu og aðgerða þannig að mark- miðum verði náð. Kjarni erindis mín snýr að því hvernig stefnumiðaðir stjórnar- hættir birtast og hafa áhrif í f lók- inni og umfangsmikilli starfsemi samstæðu Orkuveitu Reykjavíkur (OR). Það er mikilvægt að allar rekstrareiningar innan OR starfi eftir samræmdum stjórnarháttum og stjórn samstæðunnar hafi nauð- synlega yfirsýn til að sinna stefnu- tengdu hlutverki sínu. Reynslan hefur kennt okkur að það er lykilatriði að æðstu stjórn- endur líti á innleiðingu stefnu sem grundvallarverkefni og það að skila stefnumiðuðum árangri sé jafn mikilvægt og fjárhagslegur árangur fyrirtækis. Samræmt verk- lag (stefnumiðaðra stjórnarhátta) er mikilvægt í þessu samhengi en þó ekki það eina sem skiptir máli. Fyrirtæki eru byggð upp af fólki. Allt sem þar gerist er byggt á mann- legri hugsun og hegðun. Þess vegna skiptir öllu máli að það sé ekki ein- göngu fyrir hendi vel útfærð stefna og stefnuáætlun. Það þarf líka að vera fyrir hendi menning og hugarfar sem styður við áherslur stefnunnar og þar með þann árangur sem henni er ætlað að skila. Það sem ótvírætt styður þá menningu er að framvinda stefnu og markmiða sé sýnileg og hægt sé að fylgjast með árangri með einföldum hætti. Slíkt auðveldar reglulegt endurmat á vegferðinni og skapar möguleika á ráðstöfunum í tíma. Í rekstrarumhverf i þar sem breytingar og óvissa fara stig- vaxandi er stöðug eftirfylgni og endurmat algjört grundvallaratriði ef fyrirtækin eiga að geta fótað sig í þessu umhverfi. Ef þú þyrftir að velja allt annan starfsframa, hver yrði hann? Ég hugsa að ég færi í jógakenn- aranám og myndi einbeita mér að því að boða fagnaðarerindið. Hvar sérðu þig eftir 10 ár? Ég hef sett mér markmið sem ég vinn að en mér finnst samt sem áður afskaplega gott að áætla ekki um of og leyfa hlutunum að þróast og taka hverri áskorun fagnandi. Stöðug eftirfylgni er grundvallaratriði Svipmynd Guðrún Erla Jónsdóttir Nám: M.Sc. í markaðsfræði og alþjóða­ viðskiptum. Er í doktorsnámi með áherslu á stjórnhætti og stefnu­ tengt hlutverk stjórna. Rannsókn­ arefni mitt snýr að eigendastefnu, tilurð, hlutverki og áhrifum á störf stjórna og stjórnenda. Störf: Ég er stefnustjóri Orkuveitu Reykjavíkur. Tímabundið gegni ég stöðu framkvæmdastjóra Veitna, þar til nýr framkvæmdastjóri hefur störf. Fjölskylduhagir: Ég á tvo dásamlega syni og tilheyri samhentri stórfjölskyldu. Guðrún Erla segir að það sé áskorun að sameina doktorsnámið og starfið en í því felist einnig tækifæri. MYND/ÍRIS DÖGG EINARSDÓTTIR Reynslan hefur kennt okkur að það er lykilatriði að æðstu stjórnendur líti á innleið- ingu stefnu sem grund- vallarverkefni og það að skila stefnumiðuðum árangri sé jafn mikilvægt og fjárhagslegur árangur fyrirtækis. Tryggingarfélagið VÍS sagði upp átta starfsmönnum fyrir helgi. Þeir störfuðu þvert á deildir. Þetta staðfestir Óskar Hrafn Þor- valdsson, upplýsingafulltrúi fyrir- tækisins, í samtali við Markaðinn og nefnir að breytingarnar séu skref í átt að því að fyrirtækið nýti stafræna tækni í ríkari mæli. „Við erum í einhverjum skilningi að umbreyta hefðbundnu trygging- arfélagi. Markaðurinn er að þróast hratt. Allar okkar aðgerðir miðast við að verða tilbúin til að takast á við þær áskoranir sem eru fram undan,“ segir hann. Tryggingarfélög horfa í auknum mæli til stafrænnar tækni. Í gær var upplýst að Guðmundur Óskarsson hefði verið ráðinn sem forstöðu- maður sölu- og markaðsmála hjá VÍS. Hans helsta verkefni er að leiða sölu- og markaðsmál fyrirtækisins í gegnum stafrænar leiðir. Hann var áður framkvæmdastjóri sölu- og markaðssviðs Icelandair. Hagnaður VÍS á öðrum ársfjórð- ungi var 1,3 milljarðar króna saman- borið við 291 milljónar króna tap á sama tímabili fyrir ári. Samsett hlut- fall var 96 prósent miðað við 109 prósent á sama tíma fyrir ári. – hvj VÍS sagði upp átta starfsmönnum fyrir helgi Þrotabú Marorku International og dótturfélög féllu frá kröfum að fjárhæð 5,2 milljónir evra, jafnvirði tæplega 730 milljóna króna, gagnvart Marorku ehf. en það selur orkustjórnunarkerfi og hugbúnað í stór skip. Niðurfelling krafna var gerð samhliða kaupum lykilstjórnenda á félaginu. Þeir keyptu einnig Marorku Singapore PTE. Þetta kemur fram í ársreikn- ingi Marorku ehf. fyrir árið 2018. Kaupin má rekja til þess að í febrúar 2018 varð móðurfyrirtækið Marorka International úrskurðað gjaldþrota. Í kjölfar þess sömdu lykilstarfsmenn Marorku ehf. um kaup á fyrirtækinu. Á sama tíma féll Marorka ehf. frá kröfum gagn- vart Markroku Singapore PTE að fjárhæð 394 þúsund evrur. Hlutafé Marorku ehf. var jafnframt aukið um 34,3 þúsund evrur eða tæplega fimm milljónir króna. Starfsmönnum fækkaði um 25 eftir gjaldþrot móðurfélagsins og voru starfsmenn Marorku níu við árslok 2018. Eftir endurskipulagn- ingu á fjárhag félagsins var eigið fé 1,1 þúsund evrur og eiginfjárhlut- fallið 34 prósent við árslok 2018. Tekjur fyrirtækisins drógust saman um þriðjung á milli ára og voru 2,2 milljónir evra árið 2018, jafnvirði 314 milljóna króna. Hagn- aður fyrir afskriftir og fjármagnsliði var 111 þúsund evrur en árið áður var tapið um milljón evra. Fram kom í ársreikningi 2017 að rekstrar- kostnaður á fyrstu fimm mánuðum ársins 2018 hafi verið í hlutfalli við fyrri umsvif. Stjórnendur horfi því bjartir fram á veginn. – hvj Féllu frá fimm milljóna evra kröfum Lykilstjórnendur Marorku keyptu félagið af þrotabúi í fyrra. Gunnar Stef- ánsson, Darri Gunnarsson framkvæmdastjóri og Haraldur Orri Björnsson. Við erum í ein- hverjum skilningi að umbreyta hefðbundnu tryggingarfélagi. Óskar Hrafn Þorvaldsson, upplýsinga­ fulltrúi VÍS 9M I Ð V I K U D A G U R 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 MARKAÐURINN 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 5 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 6 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 7 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -8 3 5 C 2 3 B 4 -8 2 2 0 2 3 B 4 -8 0 E 4 2 3 B 4 -7 F A 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 6 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.