Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 2
 TENNIS er skemmtileg hreyfing Nú er rétti tíminn til að panta fastan tíma í tennis. Eigum nokkra tíma lausa. Skemmtilegu byrjendanámskeiðin fyrir fullorðna eru að hefjast. Skráning og upplýsingar í síma 564 4030 eða á tennishollin.is Veður Norðlæg eða breytileg átt 3-8 m/s og víða léttskýjað, en skýjað með köflum NA-til. Skúrir á Vestfjörðum síðdegis og í kvöld.Hæg vestlæg átt og lítilsháttar væta í flestum landshlutum á morgun. SJÁ SÍÐU 14 Mótmælt við Ráðhúsið LÖGREGLUMÁL Í sumar varaði lög- reglan á höfuðborgarsvæðinu við því að reiðhjólaþjófnaður á höfuð- borgarsvæðinu hefði færst í vöxt. Hafa þjófarnir gerst sífellt bíræfnari og láta hvorki lása né rammgerðar keðjur stöðva sig. Leikur grunur á að í mörgum tilvikum sé um skipu- lagða glæpastarfsemi að ræða. Einn af þeim sem hafa látið sig málið varða er Reykvíkingurinn Bjartmar Leósson. Á nokkrum mán- uðum hefur hann fundið fjölmörg hjól fyrir fórnarlömb fingralanga í miðbæ höfuðborgarinnar. „Þetta byrjaði í raun fyrir til- viljun. Ég er búsettur í miðbænum og fyrir nokkrum mánuðum rak ég augun í þrjú hjól sem voru læst í anddyri Háspennu við Hlemm. Það sem vakti athygli mína var að lásinn var bara ódýrt skran og það vakti grunsemdir mínar,“ segir Bjartmar. Hann tók mynd af hjólunum og hafði samband við lögreglu og hug- boð hans reyndist rétt. Hjólunum hafði verið stolið og árvekni Bjart- mars varð til þess að þau komust til réttra eigenda. Segja má að þetta hafi komið Bjartmari á bragðið og í kjölfarið fór hann að leggja sig fram við að hafa upp á hjólum. „Það er greini- lega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Þetta snýst ekki um annað en að hafa augun opin og koma upplýs- ingunum áfram.“ Hafa meðlimir Facebook-hópsins Hjóladót Tapað, fundið eða stolið notið góðs af vinnu Bjartmars og áætlar hann að hann hafi á þessum stutta tíma fundið um 15 hjól eða aðstoðað eigendur þeirra við að hafa upp á þeim. Í þeim hópi var einmitt blaðamaður Fréttablaðsins sem naut liðsinnis Bjartmars við að hafa upp á stolnu hjóli sonar síns. Hefur Bjartmar síðan gengið undir nafninu „Hjólhestahvíslarinn“ á rit- stjórn blaðsins. Bjartmar segir að upplifun sín sé sú að í einfaldri mynd skiptist þjófnaðirnir í tvo flokka. „Flestum hjólunum sem ég hef fundið hafa einstaklingar í neyslu stolið og freistað þess að selja þau fyrir lágt verð til þess að fjármagna neyslu sína. En ég hef einnig frétt af erlend- um hópum sem eru skipulagðari og koma stolnum hjólum beint úr landi,“ segir Bjartmar. Hann tekur undir varnaðarorð lögreglunnar um að lásar stöðvi ekki þjófnað. „Þú getur allt eins notað lakkrísreimar eins og þessa hefðbundnu krullu- lása sem fólk er að nota,“ segir hann. Að hans sögn eru nokkrir staðir líklegri en aðrir þegar kemur að því að hafa upp á stolnum hjólum. „Ég er með nokkra staði sem eru líklegri en aðrir og geri mér reglulega ferð þar fram hjá. Oftar en ekki sé ég ein- hver hjól í reiðileysi sem ég reyni þá að finna eigendurna að. Samfélags- miðlarnir gera manni auðvelt fyrir,“ segir Bjartmar, sem er hvergi nærri hættur í þessari samfélagsþjónustu sinni. bjornth@frettabladid.is Leitar uppi stolin hjól Það er greinilega faraldur í gangi og ég ákvað bara að gera eitthvað í málunum. Bjartmar Leósson, hjólahvíslari í Reykjavík Á nokkrum mánuðum hefur Bjartmar Leós- son fundið á annan tug stolinna hjóla og stuðl- að að því að koma þeim í réttar hendur. Hann segist telja að faraldur sé í gangi og að allir geti lagt hönd á plóg til að uppræta glæpina með því að hafa augun opin. Andri Már Sigurðsson endurheimti hjólið sitt í gær með aðstoð Bjartmars sem má með sanni segja að sé hjólahvíslari Reykjavíkur. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR KJARAMÁL Charlotta Oddsdóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands, segir að núverandi starfsumhverfi þeirra sem sinna dreif býlum svæð- um sé óviðunandi og samningar úreltir. Eru þetta svæði á borð við Ísa- fjörð, Dalabyggð, Húsavík og Egils- staði. Charlotta segir að dýralækna- skortur sé í landinu og samningar séu ekki nægilega háir til að halda fólki á þessum svæðum. „Þetta eru verktakagreiðslur og dýralæknar eru að fá rúmlega 400 þúsund krónur í laun. Samt eru þeir á vakt allan sólarhringinn, allt árið um kring og þurfa sjálfir að finna af leysingar.“ Kristján Þór Júlíusson, sjávar- útvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur skipað hóp til þess að leggja til breytingar á kerfinu en Char- lotta óttast að það takist ekki áður en samningar renna út í lok októ- ber. Þegar er búið að bjóða dýra- læknum óbreytta samninga en óvíst hvort þeir taki þeim. Þá gæti orðið dýralæknalaust á þessum svæðum. „Það er skelfileg tilhugsun,“ segir Charlotta. „Þá verður mjög langt fyrir bændur að sækja þjónustu, eða ekki hægt. Tilkostnaður verður meiri og samgöngur eru oft óviss- ar.“ – khg Gæti orðið dýralæknalaust í dreifbýli Þetta eru verktaka- greiðslur og dýra- læknar eru að fá rúmlega 400 þúsund krónur í laun. Charlotta Odds- dóttir, formaður Dýralæknafélags Íslands SLYS Kafari lést í slysi við hvera- strýturnar í Eyjafirði í gær. Kom þetta fram í tilkynningu lögreglu. Landhelgisgæslan var kölluð út klukkan 14 eftir að tilkynning um slysið barst. Varðskipið Týr var skammt frá slysstað og léttbátur sendur á staðinn. Þyrla Landhelgis- gæslunnar var einnig kölluð út en síðar afturkölluð. Kafarinn var í kjölfarið f luttur á sjúkrahúsið á Akureyri og þar var hann úrskurðaður látinn. – ilk Kafari lést í slysi í Eyjafirði í gær Varðskipið Týr var nálægt slysstað. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM Húsnæðisvanda heimilislausra var mótmælt við Ráðhús Reykjavíkur í gær. Mótmælin, sem fram fóru klukkan 15 og voru þögul, voru á vegum minningarsjóðsins Öruggs skjóls. Að sögn stofnanda sjóðsins sofa yfir 200 manns á götum borgarinnar hverja nótt. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 F R É T T I R ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 9 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 2 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -5 1 F C 2 3 B 4 -5 0 C 0 2 3 B 4 -4 F 8 4 2 3 B 4 -4 E 4 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 1 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.