Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 9

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 9
Ef ráða ætti landsliðs- þjálfara í fótbolta með því að gera útboð og ráða hag- kvæmasta kostinn. Hvaða þjálfari væri þá valinn? Með því að taka lægsta boði í sjúkraþjálfun er í raun verið að fórna gæðum fyrir hag- kvæmni. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is Höldur Akureyri · Bílasala Selfoss · Bílás Akranesi · BVA Egilsstöðumwww.mitsubishi.is RÝMINGARSALA Við rýmum fyrir 2020 árgerðinni af Mitsubishi og bjóðum alla 2019 bílana okkar á einstöku verði. Kíktu í heimsókn. Outlander 4x4 4x4 S-Edition Fullt verð 6.190.000 Rýmingarverð 5.790.000 L200 Double Cab 4x4 Instyle Fullt verð 6.690.000 Rýmingarverð 6.390.000 Outlander 4x4 Invite+ Fullt verð 4.890.000 Rýmingarverð 4.590.000 Eclipse Cross 4x4 Intense Fullt verð 4.990.000 Rýmingarverð 4.390.000 Skoðaðu úrvalið á: www.hekla.is/mitsubishisalur Dæmi um rýmingarverð Fyrir tveimur árum tók Svan-dís Svavarsdóttir við embætti heilbrigðisráðherra. Ég, eins og margir aðrir, var spenntur að fá nýjan heilbrigðisráðherra til starfa sem sagðist ætla að taka til hendinni, setja fram nýja heilbrigðisstefnu og eiga samtal við fólkið í landinu. Árið 2017 voru gerðar breyt- ingar á greiðsluþátttöku sjúklinga í heilbrigðiskerfinu. Sett var þak á greiðsluþátttöku sjúklinga fyrir læknisþjónustu og sjúkraþjálfun á hverju ári þannig að einstaklingar myndu ekki greiða meira en 73.950 krónur, eldri borgarar og öryrkjar greiddu aldrei meira en 49.300 krón- ur og börn yngri en 18 ára greiddu ekkert fyrir sjúkraþjálfun. Á fundi sem boðaður var til kynn- ingar á þessari nýju greiðslutilhögun varaði undirritaður við þessum breytingum og spurði hvernig ætti að fjármagna þær. Forsvarsmenn Sjúkratrygginga sögðu að útgjalda- aukning vegna þessara breytinga væri tryggð. Nú tveimur árum síðar virðist eins og útgjaldaaukningin hafi komið Sjúkratryggingum og heilbrigðisráðuneyti í opna skjöldu. Meðalfjöldi meðferða hefur aukist lítið en fjöldi þeirra sem nýta sér þjónustuna hefur aukist og útgjalda- aukning ríkisins er því nokkur. Þeir sem hagnast hafa mest á þessum breytingum eru sjúkrasjóðir verkalýðsfélaganna, tryggingafélög og þeir sem keypt hafa þjónustuna, það er sjúklingarnir. Niðurstaðan er að fleiri einstaklingar sem áður höfðu ekki efni á því að leita til sjúkraþjálfara koma í auknum mæli í meðferð og þjálfun, og bæta þannig afköst sín og vinnugetu. Þeir sem orðið hafa fyrir slysum og sjúk- dómum geta nú nýtt sér þjónustu sjúkraþjálfara án þess að borga háar upphæðir. Að auki hefur heilbrigðisráðu- neytið á sama tímabili fjölgað lið- skiptaaðgerðum verulega og þeir einstaklingar þurfa sína þjálfun að lokinni aðgerð. Eins og allir ættu að vita fjölgar öldruðum hratt og bið- listar eftir dvalarrýmum lengjast; sjúkraþjálfarar sinna þessum hópi sem aldrei fyrr. Lausn Sjúkratrygginga Íslands er nú fundin en það er útboð í rekstur sjúkraþjálfara. Markmiðið með útboðinu er að innleiða virka samkeppni í inn- kaupum hins opinbera í heilbrigð- isþjónustu og að einstaklingum sé veitt sjúkraþjálfun sem hluti af heildstæðri heilbrigðisþjónustu á sem hagkvæmastan hátt. Það þýðir á mannamáli að þjónustan eigi að vera ódýr. Sjúklingar eru gerðir að söluvöru sem eiga að ganga kaupum og sölu. Litið er á að sjúklingar séu að fara á veitingastað og þeim sé boðið að kaupa skyndibita af því að hann er ódýrastur. Ef ráða ætti landsliðsþjálfara í fótbolta með því að gera útboð og ráða hagkvæmasta kostinn. Hvaða þjálfari væri þá valinn? Með því að taka lægsta boði í sjúkraþjálfun er í raun verið að fórna gæðum fyrir hag- kvæmni. Eftir að hafa rekið sjúkraþjálf- unarstöð í rúm 30 ár veit ég að eina leiðin til að skera niður kostnað er að grípa til eftirfarandi aðgerða: Lækka laun sjúkraþjálfara, fækka í afgreiðslu, minnka þrif, takmarka endurnýjun og viðhald tækjabúnað- ar auk þess að hætta endurmenntun starfsmanna. Það gefur augaleið að með þessu verður þjónustan lakari. Húsaleiga er stærsti einstaki kostnaðarliður sjúkraþjálfunar- stöðva og því standa stöðvar í úthverfum vel að vígi þegar kemur að útboðsferli. Viljum við auka umferð á höfuðborgarsvæðinu enn meira með því að senda þau, sem þurfa á þjónustu sjúkraþjálfara að halda, í önnur hverfi þar sem þjón- ustan er ódýrari? María Heimisdóttir, forstjóri SÍ, sagði í viðtali í vikunni að mikil- vægt væri fyrir alla þá sem stunda viðskipti að þekkja viðskiptaum- hverfi sitt. Ég tel mig þekkja ágætlega það viðskiptaumhverfi sem sjúkra- þjálfarastöðvar hafa verið í mörg undanfarin ár. Umhverfið er þetta: Engin sjúkra- þjálfunarstöð á Íslandi er með starf- andi framkvæmdastjóra. Eigendur stöðvanna sjá kauplaust um megnið af viðhaldi bæði tækja og húsnæðis. Ef fjárfesta þarf í nýjum tækjum þarf að veðsetja eigið húsnæði til að halda rekstrinum gangandi. Í tekju- blöðum sem birt voru í síðustu viku var hvergi að finna sjúkraþjálfara. Af hverju? Jú, vegna þess að laun sjúkra- þjálfara eru ekki merkileg. Er stefna heilbrigðisráðherra að lækka þessi laun enn frekar? Sjúkraþjálfarar eru kvennastétt og það er kannski fínt að láta þær finna aðeins fyrir því þegar taka á til hendinni. Eru sjúklingar orðnir söluvara sem hægt er að bjóða þeim sem lægst býður? Gauti Grétarsson sjúkraþjálfari Hvernig gerum við það? Jú, að sjálfsögðu með mennt-un. Vandamálið sem við stöndum hins vegar frammi fyrir og þurfum að bregðast við nú þegar er að það ríkir ekki jafnrétti til náms fyrir ungmenni á landsbyggðinni. Fyrir það fyrsta þá kostar það foreldra á landsbyggðinni margar milljónir að styðja börnin sín í gegnum framhaldsskóla. Líklegast er það þó hvað dýrast fyrir foreldra af okkar svæði í Vestur-Skaftafells- sýslu þar sem ekki er einu sinni í boði heimavist við FSu. Við þurfum annaðhvort að reiða okkur á ætt- ingja á höfuðborgarsvæðinu eða vera svo heppin að finna einhvern sem er að leigja herbergi eða bílskúr. Í öðru lagi eru þær kröfur sem gerðar eru til barna sem f lytja að heiman 15-16 ára gömul algjörlega fráleitar. Það er úr takt við tímann að ætlast til þess að 15-18 ára ung- menni sjái um sig sjálf. Það þarf ekki bara góðar heimavistir heldur þarf almennilega þjónustu á heimavist og í skóla. Það þarf utanumhald og eftirlit með vellíðan ungmenna, aðstoð við heimilishald o.s.frv. Eins og við gerum orðið stífar kröfur víða í okkar samfélagi þá höfum við spennt bogann allt of lágt þegar kemur að þeim ungmennum sem sækja nám fjarri lögheimili. Það er gjarnan sagt að þau ung- menni sem búa við þennan veru- leika fullorðnist hraðar en önnur. Það kann svosem að vera. En fyrir utan það hvað það er fráleitt mark- mið í sjálfu sér þá mætti frekar að segja að þeir sem þola það þroskist við það en þeir sem þola það ekki f losni úr námi og líði fyrir það. Sem er kannski að hluta til skýringin á meira brottfalli úr skóla og aukinni hættu á geðrænum vandamálum hjá ungmennum á landsbyggðinni. Þessi veruleiki sem við búum við er stór áhrifaþáttur í því að fólk ákveður að setjast ekki að úti á landi eða ákveður að f lytja á suð- vesturhornið þegar styttist í fram- haldsskólagöngu barna sinna. Þessu þarf að breyta. Til að leiðrétta kúrsinn má byrja á því að: n Skilgreina og veita stoðþjónustu samhliða námi fyrir nemendur sem sækja nám fjarri lögheim- ili. n Tryggja búsetuúrræði fyrir nemendur í framhaldsskóla á öllu landinu. Fyrsta skrefið verður að vera að koma á fót heimavist við FSu. n Bjóða ungmennum sem dvelja á heimavist gjaldfrjálst í almenn- ingssamgöngur til að komast heim um helgar og tryggja að leiðakerfi þjónusti þennan hóp. n Veita foreldrum á landsbyggð- inni skattaafslætti eða endur- greiða þeim allt að 2 milljónir króna vegna kostnaðar við að senda barn í framhaldsskóla. n Flytja ríkisstofnanir og störf markvisst á landsbyggðina í því augnamiði að hækka mennt- unarstig og veita fyrirtækjum á landsbyggðinni skattaafslætti til að ýta undir fjölbreyttari atvinnutækifæri. Það má vel ræða sameiningar sveitarfélaga. Þær einar og sér eru hins vegar engin lausn á þeim vandamálum sem við stöndum frammi fyrir og ég hef áhyggjur af því að þær dreifi athyglinni frá því sem við þyrftum raunverulega að ræða. Við þurfum að ræða um hærra menntunarstig, fjölbreytt- ara atvinnulíf og öf lugra menn- ingarstarf. Ef ekki þá verðum við hægt og bítandi hagrædd í drep af Excel-erunum. Gerum landsbyggðina máttuga aftur! Einar Freyr Elínarson oddviti Mýrdalshrepps S K O Ð U N ∙ F R É T T A B L A Ð I Ð 9M I Ð V I K U D A G U R 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 3 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 3 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 0 9 K .p 1 .p d f A u to m a tio n P la te re m a k e : 2 3 B 4 -6 5 B C 2 3 B 4 -6 4 8 0 2 3 B 4 -6 3 4 4 2 3 B 4 -6 2 0 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 3 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.