Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 14

Fréttablaðið - 04.09.2019, Blaðsíða 14
Morgunfundur um heilsueflandi vinnustaði Dr. Henning Bang prófessor við Oslóarháskóla: What characterizes teamwork that creates great results and makes team members happy? Valgerður Hrund Skúladóttir framkvæmdastjóri Sensa: Er hægt að kaupa heilann í fólki? Teymisvinna í þekkingarfyrirtækjum. FARA TEYMISVINNA OG VELLÍÐAN SAMAN? Grand Hótel fimmtudag 12. september kl. 8.15 -10.00 Ná nar i up plý sin gar og sk rán ing á v irk. is Fjárfestingafélag Heiðars Guð­jónssonar, forstjóra Sýnar, tapaði samtals 787 milljónum króna á árinu 2018 borið saman við hagnað upp á 189 milljónir króna árið áður. Þar munaði mestu um neikvæða óinnleysta gengisbreyt­ ingu hlutabréfa, en Heiðar á um níu prósenta hlut í Sýn, að fjárhæð 588 milljónir króna. Þetta kemur fram í nýbirtum ársreikningi Ursus ehf. en eigið fé félagsins nam aðeins 25 milljónum króna í árslok 2018. Eignir Ursus námu á sama tíma tæplega 2.150 milljónum króna og var eiginfjár­ hlutfallið því rétt yfir eitt prósent. Heildarskuldir Ursus voru rúm­ lega 2.120 milljónir og þar af námu skammtímaskuldir, meðal annars gengistryggt lán, samtals 1.500 milljónum króna. Eignir félagsins samanstanda einkum af skráðum og óskráðum hlutabréfum en í árslok 2018 var bókfært virði þeirra um 1.700 milljónir króna. Þar munaði mestu um eignarhlut félagsins í Sýn sem er metinn á um 990 milljónir. Þá eru hlutabréf í P190, móðurfélagi Ásbrúar sem selur íbúðir á gamla varnarliðssvæðinu á Reykjanesi, bókfærð á 400 milljónir, og bréf í HSV eignarhaldsfélagi, sem heldur utan um hlut í HS Veitum, eru metin á 258 milljónir. Heiðar, sem tók við starfi for­ stjóra Sýnar fyrr á árinu, er á meðal stærstu hluthafa félagsins en hluta­ bréfaverð þess lækkaði um liðlega 38 prósent á árinu 2018. Það sem af er þessu ári hefur gengi hlutabréfa Sýnar fallið í verði um þriðjung til viðbótar en afkomuspá fyrirtækis­ ins hefur í fjórgang verið lækkuð á síðastliðnum níu mánuðum. – hae Félag Heiðars tapaði 800 milljónum 25 milljónir króna var eigið fé Ursus í árslok 2018. MARKAÐURINN ÚTGÁFUFÉLAG Torg., Kalkofnsvegur 2, 101 Reykjavík, sími 550 5000 Netfang rit stjorn@markadurinn.is | Sími 550 5051 Ritstjóri Hörður Ægisson hordur@frettabladid.is Ábyrgðarmaður Kristín Þorsteinsdóttir Netfang auglýsingadeildar auglys ing ar@frettabladid.is Veffang frettabladid.is Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Novator, f járfestingafélag Björgólfs Thors Björgólfs­sonar, hefur fjárfest í breska tölvuleikjafyrirtækinu Lockwood Publishing ásamt Hilmari Veigari Péturssyni, forstjóra CCP. Fyrir­ tækið var stofnað af Íslendingnum Haraldi Þór Björnssyni árið 2009. „Við vorum í mörgum verkefnum sem verktakar fyrir Sony og vorum meðal annars aðalverktakinn við gerð Playstation Home. Síðan fórum við að gefa út okkar eigið efni fyrir um sex til sjö árum,“ segir Haraldur Þór, framkvæmdastjóri Lockwood, sem nam arkitektúr við Oxford áður en hann tók stefnu á tölvu­ leikjaheiminn á tíunda áratugnum. Lockwoood Publishing gefur út leikinn Avakin Life á snjallsímum en yfir milljón manns spila leikinn á hverjum degi. Um er að ræða eins konar sýndarheim og sam­ félagsnet þar sem notendur eiga í samskiptum hverjir við aðra í gegnum karakt­ era sem þeir stjórna. Frá stofnun Lockwood hefur fyrirtækið vaxið ört en Haraldur Þór segir að umsvifin hafi tvöfaldast á hverju ári í fjögur ár. Velta síðasta árs nam 18 milljónum punda og og alls starfa 115 starfsmenn hjá f y r i r t æ k i nu . „ Þet t a er m j ö g e r f ­ iður markaður en hann er risastór þannig að ef vel tekst til þá getur þetta orðið mjög spennandi.“ Davíð Helgason, einn af stofnend­ um Unity, hefur tekið við stjórnar­ formennsku félagsins en hann fjár­ festi í því fyrir um ári. Þá hafa Birgir Már Ragnarsson og Andri Sveins­ son, meðeigendur í Novator, einnig tekið sæti í stjórn­ inni í kjölfar fjár­ fe st i ng a r i n na r. - þfh Novator og Hilmar fjárfesta í bresku tölvuleikjafyrirtæki Bankasýsla ríkisins horf­ir til þess að farin verði sú leið við næsta skref í söluferli bankanna að fjórðungshlutur verði seldur að lágmarki í Íslandsbanka með hlutafjárútboði og tvíhliða skráningu á markað eða allt að hundrað prósenta hlutur með uppboðsleið þar sem aðrir bankar og fjárfestingasjóðir myndu gera tilboð í bankann. Þetta var á meðal þess sem kom fram í minnisblaði stofnunarinnar, sem heldur utan um eignarhluti rík­ isins í fjármálafyrirtækjum, og var lagt fram á fundi ráðherranefndar um efnahagsmál og endurskipu­ lagningu fjármálakerfisins fyrir um tveimur vikum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Ekkert hefur hins vegar enn verið ákveðið af hálfu stjórnvalda um hvenær eigi að hefja söluferli á hlut í öðrum hvorum bankanna – Íslandsbanka eða Landsbankanum – sem eru í eigu ríkissjóðs. Bókfært eigið fé Íslandsbanka og Landsbankans nam samtals rúm­ lega 415 milljörðum króna um mitt þetta ár. Sé tekið mið af núverandi gengi bréfa Arion banka, sem var skráður á hlutabréfamarkað á Íslandi og í Svíþjóð í fyrra, má hins vegar áætla að samanlagt virði hlutafjár hinna bankanna sé um 300 milljarðar króna. Sú leið sem Bankasýslan leggur til í minnisblaðinu felur í sér tvíhliða söluferli á Íslandsbanka. Þannig yrði boðað til uppboðsleiðar, sem alþjóðleg fjármálastofnun hefði umsjón með, þar sem leitað yrði til­ boða í allt að hundrað prósenta hlut frá bönkum og fjárfestingasjóðum, erlendum sem og innlendum, í opnu söluferli. Samhliða því ferli yrði einnig boðað til almenns hlutafjárútboðs og skráningar á bankanum með það að markmiði að selja sem fyrr segir Fjórðungshlutur verði seldur í hlutafjárútboði 416 milljarðar er samanlagt bók- fært eigið fé Íslandsbanka og Landsbankans milljónir punda var velta Lockwood Publishing á síðasta fjárhagsári. 18 Allt hlutafé Íslandsbanka er í eigu ríkissjóðs. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Bankasýslan leggur til að annaðhvort útboðs- leið eða uppboðsleið verði farin við sölu á Ís- landsbanka. Tillögur stofnunarinnar kynntar ráðherranefnd um efnahagsmál í síðasta mánuði. Varaformaður Framsóknar segir mikil- vægt að uppfæra eig- endastefnu ríkisins fyrir söluferli á bönkunum.    að lágmarki fjórðungshlut. Áætla má að slíkur hlutur í Íslandsbanka sé metinn á liðlega 30 milljarða króna. Ef þau tilboð sem myndu berast í gegnum uppboðsleiðina væru ekki í samræmi við vænting­ ar stjórnvalda, meðal annars hvað verð varðar, væri í framhaldinu hægt að taka þá ákvörðun að halda áfram með útboðsleiðina. Lilja Alfreðsdóttir, varaformaður Framsóknarflokksins og einn ráð­ herra í ráðherranefnd um efnahags­ mál, segist í samtali við Markaðinn leggja mikla áherslu á að eigenda­ stefna ríkisins fyrir fjármálafyrir­ tæki frá 2017 verði uppfærð áður en sala á bönkunum hefjist og það liggi eins skýrt fyrir hver eignar­ hlutur ríkisins eigi að vera að loknu söluferlinu. „Mikilvægt er að þetta verði gert með opnum og gegn­ sæjum hætti,“ útskýrir Lilja, „sem verði þannig til þess fallið að búa til traust almennings gagnvart ferlinu og í garð fjármálakerfisins.“ Niðurstöður starfshóps sem skilaði af sér hvítbók um fjármála­ kerfið í lok síðasta árs voru meðal annars þær að rök væru fyrir því að dregið yrði úr víðtæku eignarhaldi íslenska ríkisins í fjármálafyrir­ tækjum, sem er margfalt meira en þekkist í öðrum Evrópuríkjum, til þess að minnka áhættu, fórnar­ kostnað og neikvæð samkeppnis­ áhrif. Ólíklegt er hins vegar talið, eins og Bankasýslan benti á í umsögn sinni til starfshópsins, að hægt verði að selja eignarhluti í Íslands­ banka eða Landsbankanum til erlends banka. Sú skoðun hafi að mestu verið staðfest í reglulegum samskiptum Bankasýslunnar við alþjóðlega fjárfestingabanka og þá hafi verið lítið um yfirtökur og sam­ runa á bönkum milli Evrópulanda eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna haustið 2008. Arion banki var fyrsti íslenski bankinn til að vera skráður á hluta­ bréfamarkað eftir fjármálahrunið 2008 – bæði í kauphöllina á Íslandi og í Svíþjóð – þegar Kaupþing seldi samtals um 29 prósent í alþjóðlegu hlutafjárútboði á gengi sem nam um 0,67 miðað við þáverandi bók­ fært eigið fé hans. Ári síðar hefur Kaupþing losað um allan eignarhlut sinn í Arion banka og er meirihluti eigenda bankans erlendir bankar og fjár­ festingasjóðir auk þess sem íslensk­ ir lífeyrissjóðir eiga samanlagt lið­ lega tuttugu prósenta hlut. hordur@frettabladid.is 4 . S E P T E M B E R 2 0 1 9 M I Ð V I K U D A G U R2 MARKAÐURINN 0 4 -0 9 -2 0 1 9 0 5 :3 8 F B 0 4 0 s _ P 0 2 7 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 2 2 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 4 K .p 1 .p d f F B 0 4 0 s _ P 0 1 9 K .p 1 .p d f A u to m a ti o n P la te r e m a k e : 2 3 B 4 -6 F 9 C 2 3 B 4 -6 E 6 0 2 3 B 4 -6 D 2 4 2 3 B 4 -6 B E 8 2 7 5 X 4 0 0 .0 0 1 4 B F B 0 4 0 s _ 3 _ 9 _ 2 0 1 9 C M Y K

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.