Skessuhorn


Skessuhorn - 02.05.2007, Qupperneq 11

Skessuhorn - 02.05.2007, Qupperneq 11
aikUSimu^. MIÐVIKUDAGUR 2. MAI 2007 11 Eiturefiiaúrgangsskrínisli Edda Björgvinsdóttir leikkona og áhugamanneskja um hollan mat, eins og hún segir sjálf, heldur fyrir- lestur í Borgamesi og Stykkishólmi í byrjun maí og fjallar meðal annars um öll þau eitur- og gerviefni sem liggja í matvælum hér og þar og bíða þess að komast ofan í líkama okkar, til þess eins að mgla hann. Edda sagði í samtali við Skessu- hom að hugmyndin hefði komið úr bók sem dr. Gillian skrifaði og heit- ir „Þú ert það sem þú borðar." En kjarninn í námskeiðinu fjallar um það hvernig þú getir lifað heilbrigðu lífi ef þú nennir ekld eða getur ekki eldað salat. „Líkami okkar er líkam- lega og andlega mengaður af því sem við erum að láta ofan í okkur hvern dag. Hvað erum við að gera við kroppinn og hausinn sem ekki fær rétta næringu til að starfa rétt. Hinsvegar er ekki nóg að borða hollan mat, þú getur verið gangandi eiturefnaskrímsli þótt þú borðir heilbrigða fæðu, svo það þarf að taka á hreinstm á öllum sviðum, bæði andlega og líkamlega. Ein megin- reglan er sú ef þú vilt forðast að borða þessi efni sem líkaminn veit Edda Björgvinsdóttir, leikkona. ekkert hvað hann á að gera við að lesa innihaldslýsingar á því sem ver- ið er að kaupa. Og ef þú getur ekki borið orðið ffam, þá skaltu alls ekki kaupa vöruna.“ Andlegar leikfimisæfingar „Ég kenni fólki líka andlegar leik- fimisæfingar. Það er nefnilega nauð- synlegt að hafa gleðina með í öllu því sem fólk tekur sér fyrir hendur og ekld skemmir að geta hlegið dátt. Hins vegar er ég þess fullviss að fólk í sveimm landsins er upp til hópa að borða hollari mat en við hin sem troðum í okkur pakka-dósa og skyndibitamat í gríð og erg. Þar er allt fullt af gervi þessu og hinu, meira að segja í venjulegu Cheerios er gervijám. Hvemig á líkaminn eigin- lega að meðhöndla það? Gamla fólk- ið okkar nær svona háum aldri, að mínu mati, af því að það var að borða betri fæðu en við. Jafnvel þótt matur- inn væri saltaður, reyktur og leginn og hvað þetta heitir allt saman. Við ættum að gera út á þetta, að geta ffamleitt heilbrigðan mat heldur en vera að planta niður stóriðju út um allar koppa grundir. I grunninn er ég sjálf heilmikið eiturefnaskrímsli og hef orðið að taka á því í mínu h'fi. Bæði er að mér finnst fátt spennandi af því hráefni sem notað er í salat og eins er ég ómögulegur kokkur. Ég æda að segja fólld ffá minni leið og vona að hún getd nýst einhverjum," sagði Edda Björgvinsdóttir að lokum. bkg Bæklingur um eldvamir á sjö tungumálum Eignarhaldsfélagið Brunabótafé- lag Islands (EBI) hefur gefið út bæk- linga um grunnatriði eldvama á sjö erlendum tungumálum, auk ís- lensku. EBI býður slökkviliðum landsins bæklingana til notkunar án endurgjalds og eru þeir þegar komn- ir í talsverða dreiftngu víða um land. Efnið er ædað innflytjendum og út- lendingum sem búa og starfa hér á landi um lengri og skemmri tíma. Bæklingamir em tveir og í þeim er fjallað um reykskynjara, flótta úr brennandi íbúð, slökkvitæki og fleiri grunnatriði eldvama á heimilum. Þá er fjallað um neyðamúmerið, 112, og Hjálparsíma Rauða krossins en Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins hafði áður gefið efhið út í samvinnu við 112 og Rauða kross Islands. Al- þjóðahúsið þýddi efnið á ensku, pólsku, rússnesku, litháísku, spænsku, tælensku og serbnesku. mrn Fire Preparedness Sistémas contra incendiOS Pf9t»9leii«oWvjáavi.i snlud fn^ija-jnuðnð/io Protívpozarne mere Ofl.tn.s*! twnstt'-dtvpMa.6aAweI(VzdrnvTt(i / ^ Eldvarnír Instrukcje przecivvpozarowe noxcapHast 6e3onacHocTb Priesgaisnne npsaugn \ KENNARAR EFTIRFARANDI STÖÐUR KENNARA VIÐ MENNTASKÓLA BORGARFJARÐAR ERU LAUSAR TIL UMSÓKNAR Menntaskóli Borgarfjarðar er nýr framhaldsskóli sem mun taka til starfa haustið 2007 í nýju og glæsilegu skólahúsnæði í Borgarnesi. // DANSKA 50% STAÐA // NÁTTÚRUVÍSINDI 50% STAÐA II Námsráðgjafi 100% STAÐA Námsráðgjafi er ráðinn til starfa I samstarfi víð Grunnskóla Borgarbyggðar og mun starfa á vettvangi grunnskóla jafnt sem menntaskólans. Reíknað er með að ofangreindir starfsmenn taki tíl starfa ( hlutastarfi 1. júní 2007 vegna skipulagningar skólahalds og að fulíu frá og með 1. ágúst 2007. Umsóknír með ítarlegum upplýsingum um menntun og fyrri störf skulu hafa borist Ársæli Guðmundssyni, skólameistara, Bjarnarbraut 8, 310 Borgames, eða á netfangið: menntaborg@menntaborg.ís eigi siðar en þriðjudaginn 8. mal 2007. Nánari upplýsingar veitir Ársæll Guðmundsson, skólameistari í síma 895 2256. MENNTASKÓLI BORGARFJARÐAR www.skessuhorn.is Kröftugt samfélag - fjölbreytt atvinna Ingibjörg Inga er í baráttusæti - tryggjum henni sæti á Alþingi - Inga er kona sem berst fyrir jafnrétti og fyrir landsbyggðina alla leið. Framtíðin varðar okkur öll \ VINSTRIHREYFINGIN grænt framboð Vinstri græn - hreinar línur

x

Skessuhorn

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.