Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 1

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 1
VIKUBLAÐ A VESTURLANDI Akranesi - Borgamesi - Stykkishóimi 22. tbl. 10. árg. 30. maí 2007 - Kr. 400 í lausasölu Meðal efnis: Einar K Guðfinnsson í viðtali.Bls. 22-23 Með fíkniefni innvortis......Bls. 13 Dúxinn fékk tíu...........Bls. 6 Dauðaslys árið 1955......Bls. 26-27 Menningin framundan...Bls. 30 Dagsferðir með strætó.........Bls. 20 Frá Eskifirði til Ólafsvíkur..Bls. 18 Útskrifað úr Fjölbraut.....Bls. 6 Sjálfbjarga sjómannskonur. .Bls. 24 lslands hrafnistumenn! Sjómannadagurinn er næstkomandi sunnudag. Afþví tilefni er rætt við nokkra sjómenn og sjómannskonu í Skessuhomi í dag. Hér á myndinni eru hinsvegar öðlingamir Jón Steinn Halldórsson (t.v.) og Bjami Olafsson á Armanni SH. Skessuhom óskar sjómónnum til hamingju með daginn. Ljósm. af. Endurreisa Ólafsdal .Bls. 24 Heiðar Björnsson. .Bls. 20 Á sjó í sextíu ár .Bls. 25 Landnemaskólinn útskrifar .Bls. 20 Kalt vor undir jökli .Bls. 13 Þrefölduðu golfskálann .Bls. 25 Tvö, tvö tvö jafntefli .Bls. 31 Afmæli Einars Skúla .Bls. 14 Beverly Hills Ólafsvíkur .Bls. 18 IIIIIIIIIIUIIIIIIIIUIIII Áhugi fyrir stofnun Markaðsstofu Vesturlands Fulltrúar nokkurra aðila sem tengjast ferðaþjónustu á Vesturlandi og hagsmunasamtökum hennar, sveitarfélaga og Vaxtarsamnings Vesturlands funduðu í síðusm viku m.a. um hugsanlega stofiiun Mark- aðsstofu Vesturlands. Nú er nokkur fjöldi stofnana, fyrirtækja, félaga og hópa sem koma að smðningi við ferðaþjónustu með ýmsum hætti. Af þeim sökum telja menn að opinbert fjármagn sem til greinarinnar er veitt nýtist ekki sem skyldi og færa fýrir því rök að kröftunum sé dreift fullvíða. Má þar nefna Ferðamála- samtök Vesmrlands, Upplýsinga- og kynningarmiðstöð Vesmrlands, ýmis svæðisbtmdin ferðamálafélög í landshlutanum, einstök sveitarfélög, klasahópinn AU Senses og Samtök sveitarfélaga á Vesmrlandi. Þessir hópar, félög og stofnanir hafa þannig svipuð markmið að stefha á en vinna að takmörkuðu leyti saman. Eftir að gengið var ffá samningi um Vaxtarsamning Vesmrlands á síðasta ári liggur fyrir að aukið fjármagn mun fást ff á hinu opinbera til ferða- þjónustu og smðnings annarra at- vinnugreina í gegnuni samninginn. „Ný stjórn Ferðamálasamtaka Vesturlands áttd ffumkvæði að því að boða fulltrúa allra þessara hags- munaaðila til fundar í síðusm viku. Við sem í ferðaþjónustu störfum teljum að hægt væri að áorka meiru með því að stofina eitt öflugt félag sem tæki m.a. yfir markaðssetningu landshlutans í ferðaþjónustu og e.t.v. önnur verkefhi. Við sjáum fyrir okk- ur að allir sem hagsmuna hafa að gæta eigi þess kost að taka þátt í stofhun Markaðsstofu Vesmrlands og hún verði það burðug að geta t.d. haldið opinni skrifstofu allt árið með 3-4 starfsmönnum sem sinni öflugu markaðsstarfi. Þá sjáum við fyrir okkur að t.d. núverandi starfsemi UKV myndi falla tmdir Markaðs- stofuna, hlutverk Ferðamálasamtak- anna að mesm auk þess sem hún sæi um verkefni á sviði netmiðlunar, prentútgáfu og annað kynningar- starf,“ sagði Unnur Halldórsdóttir, formaður Ferðamálasamtaka Vest- urlands í samtali við Skessuhom. Unnur telur að fundurinn sem hald- inn var sl. fimmrndag hafi verið tfmamótafundur í þeim skilningi að opna fyrir umræðuna um breytta og bætta starfshætti í markaðsmálum og þjappaði um leið aðilum saman. „Það var samþykkt að næsm skref yrðu að skipa undirbúningshóp til að vinna að verkefninu og mtm Torfi Jóhannesson, verkefhisstjóri Vaxtar- samnings Vesturlands kalla hópinn saman. Það verður því aftur haldinn fundur í júmmánuði og vonandi get- um við unnið þetta mál hratt með það að markmiði að stofan taki til starfa ekki síðar en um næstu ára- mót,“ sagði Unnur. Aðspurður sagðist Torfi Jóhann- esson, verkefnisstjóri Vaxtarsamn- ings fyrirhugaða stofnun Markaðs- stofu fyrir ferðaþjónustu vel geta nýst öðrum atvinnugreinum og landshlutanum sem heild á ýmsan hátt. „Við þurfum e.t.v. að líta á þetta sem tækifæri fyrir landshlut- ann út ffá breiðari grunni en ferða- þjónusm einvörðungu. Markaðs- stofa Vesturlands gæti t.d. haft það að leiðarljósi að markaðssetja Vest- urland í heild sem gott svæði til at- vinnuuppbyggingar, náms og sem vænlegan búsetukost. Menn sjá það fljótt að markaðssetning fyrir ferða- menn á margt skylt við aðrar grein- ar atvinnulífsins og mitt mat er því að með stuðningi ríkis og sveitarfé- laga í gegnum Vaxtarsamninginn geti Markaðsstofa gagnast svæðinu í heild, þó e.t.v. verði ferðamál veiga- mesti þátmrinn í starfseminni." Torfi svaraði því aðspurður að ekki væri enn farið að ræða hvort Mark- aðsstofa verði hlutafélag eða rekin með öðm formi, en vonaðist til að það skýrðist fljótlega, eða þegar undirbúningshópurinn færi að starfa. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.