Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 10

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 10
10 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 gglSSUH©BRI Impra útskrifar Brautargengiskonur á Akranesi Á miðvikudag í liðinni viku voru útskrifaðar á Akranesi sjö konur af Brautargengisnámskeiði sem Impra nýsköpunarmiðstöð hefur haldið tmdanfarin ár við vaxandi vinsældir. Auk Impru stóðu að námskeiðinu á Akranesi, Samtök sveitarfélaga á Vesturlandi, SSV og Akraneskaup- staður. Kristín Björg Árnadóttir starfsmaður SSV var umsjónar- maður verkefnisins sem staðið hef- ur síðastliðnar 15 vikur og lauk með útskrift, eins og áður segir. Markmið námskeiðsins er að kenna þátttakendum að vinna og þróa hugmynd sem getur orðið að nothæfri viðskiptahugmynd eða til að komast að því að einhver hug- mynd er alls ekki framkvæmanleg. Impra hefur nú þegar útskrifað af þessum námskeiðum nærri sjöhundruð konur þar af um 165 af landsbyggðinni. Kom frarn í máli Kristínar að engin skýring væri á því af hverju þessi mikli mtmur stafaði en þarna væru sóknarfæri. Konurnar sem sóttu námskeiðið komu af Vesturlandi en það var Þorbjörg Magnúsdóttir frá Akra- nesi sem hlaut viðurkenningu íyrir sína viðskiptaáætlun sem hún kall- aði Þitt val og er um hreingerning- arfyrirtæki að ræða. Viðstödd útskriftina voru einnig kennarar námskeiðsins auk Gísla S. Einarssonar bæjarstjóra á Akranesi og Hrefnu B. Jónsdóttur fram- kvæmdastjóra SSV bgk Hópurinn sem útskrifaðist af Brautargengisnámskeiðinu á Akranesi síðasta fimmtudag. N1 byggir í Ólafsvík Unnið að framkvœmdum lóðarinnar við Ólafsbraut þar sem hin nýja N1 verslun mun rísa. Þessa daganna eru verktakar á vegum Snæfellsbæjar að gera lóð við Olafsbraut byggingarhæfa, en þar mun N1 byggja nýja verslun auk þess sem bensínsjálfsala verður komið þar fyrir. Að sögn Guðjóns Auðunssonar, framkvæmdastjóra fyrirtækjasviðs N1 verður nýja verslunin líklega um 200-300 fm að stærð en ekki er byrjað að teikna húsið. „Við erum með verslun núna í Ólafsvík. Það húsnæði er orðið of lítið og gamalt. En með þessari verslun komum við til með að bæta töluvert við vöruúrvalið hjá okkur. Meiningin er að vera með úrval af bílahlutum auk annarra vöruflokka sem bætt verður við. Á þessu svæði erum við með góðan hóp viðskipta- vina og munum á þennan hátt geta þjónustað þá aðila betur,“ sagði Guðjón og bætti við að þeir hjá N1 munu vinna eins hratt og þeir gætu við byggingu nýju verslunarinnar og vonandi yrði hún kominn upp fyir áramót. af Frá úrslitakvöldinu. Vesdensku stúlkumar náðu ekki á verðlaunapall Fegurðardrottning íslands var valin í beinni útsendingu á Skjáein- um á Broadway sl. föstudag. Feg- urðardrottning Islands 2007 var kosin Jóhanna Vala Jónsdóttir, 20 ára úr Reykjavík en í öðru og þriðja sæti urðu einnig Reykjavíkurstúlk- ur, þær Katrín Dögg Sigurðardótt- ir og Fanney Lára Guðmundsdótt- ir. Vestlensku stúlkurnar þrjár þóttu standa sig með prýði. Þær Agla Harðardóttir, Helena Rúnarsdóttir og Fríða Ásgeirsdóttir komust þó ekki á verðlaunapall, en Agla, Feg- urðardrottning Vesturlands 2007, var valin ljósmyndafyrirsæta Canon. mm Glímt á vordögum í Dölum Vormót Glímufélags Dalamanna fór fram fimmtudaginn 17. maí sl. í Dalabúð. Alls kepptu 23 krakkar á aldrinum 6-15 ára og fór mótið mjög vel fram. Dómarar voru Rögnvaldur Ólafsson og honum til aðstoðar var Jóhann Pálmason. Sólveig Jóhannsdóttir Islands- meistari í opnum flokki kvenna var glímustjóri, Helga Guðmundsdótt- ir var tímavörður og Ásta Emils- dóttir var ritari. Sveitaglíma GLI fór fram 14. apríl. Þar keppti sameiginleg sveit GFD og KR á móti HSK og varð HSK sveitaglímumeistari kvenna. Um kvöldið var lokahóf GLÍ hald- ið. Margir glímumenn og konur lögðu leið sína á Sportcafé í Graf- arholti og fögnuðu lokum tímabils- Hópurinn sem tók þátt í varmótinu. Ljóm. Helga Agústsdóttir ins. Þar voru ýmis verðlaun veitt. Meðal annars var Svana Hrönn Jó- hannsdóttir kosin Glímukona tímabilsins, en sú kosning fer ffam á milli aðstandenda glímunnar. Einnig voru henni veitt Fegurðar- verðlaun fyrir Islandsglímuna. Fyrir h 'ónd GFD, Jóhann Pálmason Kári við góða heilsu þó kominn sé undir sextugt Ljósmyndari.is á leið umlandið Ein affjölm 'órgum Ijósmyndum Pálma Guðmundssonar, Ijósmyndara sem nú œtlar að uppfrœða landsmenn um hvemig nýta má stafrcenu Ijósmyndatœknina til að ná betri Hann Kári er nokkuð kominn til ára sinna, fæddur um 1949-50 í Danmörku, en afskaplega vel em. Saga Kára er athyglisverð, hann á sér sögu þó dúkka sé. Þannig var að eigandi hans, Erla Þórðardóttir var mikið lasin þegar hún var bam og dvaldi m.a. um fjögurra ára skeið á Landakotsspítala, þegar hún var á aldrinum 16 mánaða til 4-5 ára gömul. Nunnurnar á Landakoti vildu allt gera til að létta líf barns- ins sem hjá þeim dvaldi og meðal annars gáfu þær Erlu dúkkuna, sem hún nefhdi strax Kára. Fyrst í stað var Kári talsvert stærri en eigand- inn en ffá fyrstu tíð gegndi hann stóru hlutverki í lífi eigandans, m.a. til að flýta bata. „Eg gerði allt fyrir hann Kára minn sem ég gat og snerist mikið í kringum hann og þannig hélt hann mér á hreifingu, ég hafði alltaf eitthvað að gera við að stússast með hann. Hann var svo mikið notaður blessaður að hún móðir mín þurfti á tímapunkti að sauma nýjan búk á hann, enda hinn gamli orðinn gatslitinn," sagði Erla í samtali við Skessuhorn. Dúkkan Kári er enn í miklu upp- áhaldi hjá eigandanum. Erla hélt nýlega sýningu á gömlum hlutum frá æsku hennar og var sýningin á heimili hennar á Akranesi. Meðal annars kom einn sjö ára bekkur Grundaskóla í heimsókn og vakti Kári strax mesta athygli gestanna, enda stór, vel haldinn og ern þótt kominn sé hátt á sextugsaldurinn. mm í júnímánuði mun Pálmi Guð- mundsson námskeiðshaldari, sem rekur vefinn ljosmyndari.is vera með ljósmyndanámskeið á lands- byggðinni. Pálmi hefur haldið fjöl- mörg námskeið er tengjast ljós- myndun og hefur leiðbeint mörg- um áhugaljósmyndaranum að ná betri myndum. Ljósmyndanám- skeið þessi eru fyrir þá fjölmörgu sem eru að stíga sín fyrstu skref í ljósmynduninni og einnig þá sem vilja öðlast meiri þekkingu. Á þess- um 8 klst. námskeiðum er farið í helstu stillingaratriðin á staffænni myndavél svo sem: ljósop, hraða, ISO, White Balance, flass, pixla jpg/raw ofl. Almenn myndataka er útskýrð og gefin ýmis góð ráð til að ná betri myndum, m.a. af fólki, landslagi, nærmyndum, norðurljósum ofl. Auk þess er farið í myndbyggingu. Mismunandi linsur eru kynntar og notkun á filterum. Tölvumálin eru tekin fyrir og m.a. sýnt hvernig hægt er að koma skipulagi á myndasafnið á einfaldan hátt, geyma myndir með öruggum hætti ofl. Ymis forrit verða kynnt sem myndum. koma að góðum notum. Hvert námskeið tekur 2 daga, alls 8 klst. Hér á Vesturlandi mun Pálmi halda námskeiðin á eftirtöldum stöðum: BORGARNES 23.-24. júní 13 - 17 Safnaðarheimilið Borgarnes- kirkju STYKKISHÓLMUR 25. - 26. júní 18-22 Giunnskólanum Stykk- ishólmi. . Skráning og nánari upplýsingar er að finna á vefsíðunni www.ljosmyndari.is mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.