Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 14

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 14
14 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI2007 Afinælistónleikar Einars Skúla Fyrir nokkru voru haldnir stórtónleikar í Bíóhöllinni á Akranesi af æmu tilefni; fimmtugsafmæli Einars Skúlasonar, æskulýðsfulltrúa. Til að gera sér glaðan dag hóaði hann í all- ar þær hljómsveitdr sem hann hefur leikið með og fékk þær til að stíga á svið, auk nokkurra leynigesta. Dagskráin hófst á því að Hallbera Jóhannesdóttir las kvæði sem Ingi Steinar Gimn- laugsson orti í tdlefni dagsins. Þá steig Herradeild P.O. á svið og lék nokkur lög, en hún var stofnuð árið 2002. Nokkur stór- tíðindi urðu við leik næsm sveitar, en þar var á ferð Vonin sem stofnuð var í tólf ára bekk Barnaskóla Akraness árið 1969. Þetta vora aðrir tónleikar sveitarinnar, en áður hafði hún leik- ið í ellefu ára afmæli systur trommarans. Eftir þennan stórvið- burð lék Orri Harðar tvö lög, en hann var eitt sinn í gítamámi hjá Einari. Þá steig Melasveitin einnig á svið og lék nokkur lög. Ymsar óvæntar uppákomur urðu á tónleikunum og bar flutning þeirra Andreu Gylfadóttur og Eðvarðs Lárussonar á tveimur blúslögum hæst. Þá fluttu þær Lóa Laufey, Arna og Hrefna Berg lag, en þær eru dætur systra Einars og allar í námi hjá Ragnari bróður hans. Að lokum komu allir á svið og fluttu Honky Tonk Woman. Tónleikarnir tókust í alla staði stórkostlega og vill Einar þakka öllum þeim sem að þeim komu og sérstaklega Isólfi Haraldssyni í Bíóhöllinni og hans starfsfólki. Guðni Hannes- son, í Myndsmiðjunni, tók myndirnar sem birtast hér á síð- unni. kóp

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.