Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 25

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 25
MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 25 sbessiíhöbh 7 A sjónum í sextíu ár Fimmtudaginn 17. maí sl. var hinn árlegi hjóladagur á Akranesi haldinn á lóð Grundaskóla. Að deginum stóðu Slysavarnadeild kvenna á Akranesi, Grundaskóli, Brekkubæjarskóli, Rauði krossinn og lögreglan. Settar voru upp fjöl- breyttar hjólaþrautir sem börn á öllum aldri spreyttu sig á. Félagar í Rauða krossinum sáu um að stilla hjólahjálma og lögreglan skoðaði hjólin en mikilvægt er að hvort tveggja sé í lagi til að auka öryggi bama í umferðinni. I lok dagskrá söfnuðust allir saman í félagsað- stöðu skólans þar sem Valgerður Helgadóttir, nemandi í Brekku- bæjarskóla sagði frá reynslu sinni af reiðhjólaslysi sem hún lenti í í vetur og hvernig reiðhjólahjálmur bjargaði lífi hennar. I lokin var dregið í happdrætti og allir fengu svaladrykk í boði Einars í Einars- búð. Þess skal getið að hluta af hjólaþrautunum höfðu nemendur í Grundaskóla útbúið í smíði hjá þeim Margréti Þorvaldsdóttur og Ruth Jörgendóttur, þar á meðal vora rampar, torfæra, vegasalt óg vegleg umferðarmerki. Eru þeim færðar besm þakkir fyrir þeirra framlag til hjóladagsins. áe talið berst að kvótanum og er hon- um meinilla við þær afleiðingar sem hann hefur haft fyrir heilu byggðarlögin. „Ég og strákarnir mínir sjósettum um daginn trillu sem við eigum, en hún er kvótalaus og ég hef alls ekki eirð í mér til að róa á leigukvóta," segir Ríkharð. „Verðið á leigukvóta er komið í tómt rugl log vitleysu. Eg fæ kannski fimmta hvern fisk sem ég næ og hitt hirðir leigusalinn. Nei, það gengur ekki og er langt því frá spennandi dæmi. Ætli ég fari bara ekki á sjó til þess að fá mér í soðið öðru hverju og anda að mér fersku sjávarlofti og láti það duga,“ bætir Ríkharð við. Hann segir kvótakerfið vera komið út í tóma vitleysu. „Það get- ur enginn einstaklingur gengið inn Ríkharð Magnússon ffá Ólafsvík er meðal fengsælustu skipstjóra við Islandsstrendur og er löngu orðinn landsfrægur meðal þeirra sem vel þekkja til í sjávarútvegi. Þótt Rík- harð sé orðinn 74 ára gamall er hann enn að og lætur ekki deigan síga ffekar en vanalega. Ríkharð er fæddur á Patreksfirði árið 1933 og byrjaði sjómennsku 14 ára gamall með bræðrum sínum, þeim Jóni og Finnboga á trillu sem bar nafhið Andri BA. „Við vorum á línu og svo beitti ég einnig. Síðan var ég á ýmsum bátum ffá Patreks- firði og ffá Suðurlandi eða þar til ég fer til Ólafsvíkur árið 1955. Þá réði ég mig hjá Leifi bróður sem var skipstjóri á Þórði Ólafs sem var 38 tonn að stærð. Eg rétt missti af vetrarvertíðinni frægu sem var það árið en þá var ævintýralega gott fiskirí. Bátar voru þá aðeins á línu og voru að mokveiða eða allt að 28 tonn á 30 bala. Sá balafjöldi þykir ekki mikill í dag og eru trillur nú jafnvel að róa með tvöfaldan þann skammt.“ Síldamótin skemmtilegnst „A þessum árum þegar ég kom hingað vestur var hafnaraðstaðan ekki burðug í Ólafsvík. Til dæmis var ekki hægt að landa á fjöru og bátar stóðu á þurru þegar fjara var og aðeins hægt að komast að landi á flóði, en stærstu bátar voru 38 tonn. I dag er þetta hinsvegar orðin virki- lega flott hafnaraðstaða. Eg byrjaði með Leifi bróður á reknetum sum- arið sem ég kom hingað og var þá ágæt veiði hér af síld. Þá var sfldin unnin hér í ffystihúsinu, söltuð og ffyst. Eg var með Leifi í tvær ver- tíðir og svo fór ég á bát sem hét Bárður Snæfellsáss. Síðan hóf ég minn skipsstjórnarferil á bát sem ffystihúsið átti og hét Týr SH, en það var haustið 1959. Var ég lengst af með Gunnar Bjarnarson SH sem var um 200 tonn að stærð, eða í 14 ár, og get ég ekki kvartað því mér gekk vel með bátinn og hér voru góð aflabrögð. Þá var ég með góð- Reiðhjóladagiir á Akranesi Nýi golfskálinn settur á sökkla sína. Gamla húsið til vinstri, þrefalt minna en það nýja. Ljósm. Sverrir Karlsson. Þrefbld stækkun golf- skálans í Grundarfirði A handfœraveiðum á Tjaldi HF. Ríkharð var með Gunnar Bjamason í 14 ár. Ivar SH og var í fjórar vertíðir á honum. Eftir það fór ég á handfæri og líkaði vel, en þetta var erfið vinna en skemmtileg þegar vel fiskaðist. En sá bátur var seldur undan mér og náttúrulega kvótans vegna.“ Kvótakerfið tómt rugl Brúnin á Rikka þyngist þegar í þetta kerfi lengur, verðið á afla- heimildum er þvílíkt rugl orðið að það nær ekki nokkurri átt. Svo erum við að horfa upp á sjávar- byggðir lagðar í rúst undan þessu kerfi,“ segir Ríkharð og bætir við þungur á brún: „Svo segja menn að þetta sér heimsins besta kvótakerfi! Hvað er eiginlega að mönntun sem segja svona vitleysu? Var ekki kvót- inn settur á til vernda fiskinn og lofa honum að vaxa? En kvótinn hefur verið skorinn niður á hverju ári síðan, svo ekki er friðunin að virka. Sjá menn þetta ekki í hendi sér?“ spyr Ríkharð. Henti aldrei fiski Hann segir að sem betur fer eigi menn í Snæfellsbæ öfluga fisk- vinnslu og útgerðir svo það er ekki eins illa komið fyrir hlutunum þar eins og á Vestfjörðum og víða ann- arsstaðar á landsbyggðinni. Segir Ríkharð að þegar hann kom fyrst til Ólafsvíkur árið 1955 voru þar um 500 manns sem áttu þar heima og það hafi komið fólk víða af land- inu þangað til vinnu á vertíðum og þetta fólk byggði staðinn upp. Þá voru ekki síst margir Færeyingar búsettir á staðnum og eru margir hverjir enn þann dag í dag. Aðspurður um svokallað kvóta- svindl, segir Ríkharð að hann sé blessunarlega laus við það og einnig á það við um brottkastið margffæga. „Nei, ég hef aldrei hent fiski og hafði enga löngun til þess. En ég hef séð og heyrt margt um þetta og finnst svakalegt hvernig er komið fyrir sjávarútveginum. Þetta er orðið tóm steypa. Eg var nú skipstjóri í mörg herrans ár og ekki fékk ég neinn kvóta eða mannskap- urinn sem var með mér. Nei, þessu var dælt í útgerðirnar sem fengu milljarða gefins hendi. Svo var þessi svokallaði skipstjórakvóti. Þannig fékk einmitt eitt öflugasta sjávarútvegsfyrirtækið sinn kvóta, en það er Samherji. Eg vissi nú ekki af þessari reglu um skipstjórakvóta fyrr en of seint og þegar ég hringdi í Fiskistofu, sögðu þeir mér að það væri búið að leggja þann kvóta nið- ur,“ segir Ríkharður að lokum. af 10% af íbúum Grundarfjarðar. Golfklúbburinn Vestarr var stofn- aður haustið 1995 og var byrjað að byggja upp m'u holu golfvöll vorið 1996 í Suður-Bár, við austanverðan Grundarfjörð. Þar er gott land und- ir golfvöll; þurrt og hæðótt með góðu útsýni yfir fjörðinn. Völlurinn fékk nafhið Bárarvöllur en nafhgiff- in Bár eða Bari er nefnt eftir bæ á suður Ítalíu en þaðan er talið að suðrænir sjómenn fyrr á öldum hafi komið og haft kapellu í Bár. Heiti vallarins er því eftir dýrlinga- borginni á Italíu. Nafnið Vestarr kemur hinsvegar frá landnámsöld en Vestarr Þórólfsson var fyrsti landnámsmaður í Eyrarsveit. af an mannskap með mér en við vor- um mest á línu og netum en á sumrin fórum við á rækju og fiski- troll og svo á sfldarnót á haustin. Það var alltaf tilhlökkunarefni að fara á sfldarnót. Þegar við sigldum austur á land lönduðum við alltaf tvisvar sinnum á vertíð í Ólafsvík til að skaffa útgerðinni beim.“ Prófaði að fara í land „Eg ætlaði svo að hætta til sjós og réði mig sem hafnarvörð í Rifi. Mér líkaði vel þar á meðan vertíð stóð, en svo kitlaði það alltaf að fara á sjó aftur og tók ég þá við bát sem fisk- verkunin Bakki átti og hét Hrönn SH. Síðar tók ég við bát sem hét Hjónin Bjamey Sigtryggsdóttir og Ríkharð Magnússon. Það er hugur í félögum golf- klúbbsins Vestarr í Grandarfirði. Félagið hefur fest kaup á nýjum og glæsilegum golfskála sem keyptur var frá Selfossi og ekið þaðan í Grundarfjörð. Golfklúbbsmenn luku við að steypa sökkla undir skál- ann í byrjun síðustu viku og var hús- ið flutt á staðinn sl. föstudag. Að sögn Guðna Hallgrímssonar, stjóm- armanns í Vestarr var gamli skáhnn orðinn of lítill, en hann var aðeins 25 fermetrar að stærð en nýi skálinn er 70 fm. „Þessi nýi skáli kemur til með að breyta miklu fyrir okkur. Við gemm hist í skálanum þegar okkur listir í góðu húsnæði,“ segir Guðni. Hann segir mikinn áhuga fyrir golfi í Grundarfirði en alls eru um 100 manns í klúbbnum eða um

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.