Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 18

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 18
18 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 SiiiÉSSljW©BKI Frá Eskifirði til Nýfiindnalands og loks til Ólafsvíkur Rcett við Stefán Pétursson, sjómann til áratuga „Hvað segir þú vinur, viðtal við mig,“ spyr Stefán Pétursson þegar blaðamaður hringdi í hann og bað um að fá sögu af sjómannsferli. „Æi-æ, ég er að drepast í skrokkn- um eftir róðurinn í gær, það var helvítis veltingur og bræluskratti. Humm - komdu samt í hádeginu og ég býð þér upp á kjötsúpu," bæt- ir hann við og þar með er heim- sóknin ákveðin. „Það er ekki frá mörgu að segja ffá. Tylltu þér samt vinur,“ byrjar Stefán í vinalegum föðurtón og sest er niður við kjötsúpuna á heimili hans við Sandholtið. Þannig er Stefáni best lýst; öðlingsmaður sem öllum vill gott og þekktur er fyrir sína greiðvikni. Reynsla sem gleymist aldrei „Ég byrjaði snemma á sjó, var að- eins 14 ára gamall og á þeim tíma átti ég heima á Eskifirði. Ég byrjaði á togaranum Vetti, sem var síðu- togari og við vorum aðallega í sigl- ingum og mest á Grimsby, Hull og Cuxhaven. Það voru skemmtilegir tímar fyrir ungan mann að fá að kynnast öðrum löndum og siðum. Svo kom Nýfundnalands ævintýrið. Það var um fjögurra sólarhringa um er hann var að taka beygju. Það fórust allir um borð í Júlí. Það var hræðilegt og svona lagað gleymist ekki. Þessi atburður er sem meitl- aður í huga manns,“ segir Stefan hryggur á svip er hann rifjar upp þennan atburð frá löngu liðinni tíð. Fékk að stýra fyrir Hom Og Stefán heldur áfram: „Ég var orðinn bátsmaður 15 ára gamall og á þeim tíma sem við vorum að veið- um við Nýfundnaland var mokveiði. Við toguðum í fimm mínútur og voru þá að fá um 100 tonn af karfa í og það kom oft fyrir að trollið sprakk áður en hlerarnir komu upp, svo magnið hefur þá verið grífurlegt. Við fylltum oft í þremum hölum en togarinn bar 300 tonn. Það kom fyrir að ég, guttinn, fékk oft að taka stím og við Hvarf sem er út af suðurodda Grænlands, er oft mikill sjór og mynduðust þá oft ölduskaflar, þó ekki brotsjór. Það var vígalegt að standa stím og sjá hvemig skipið steig ölduna og þá var enginn sjálf- stýring, heldur stórt ratt stýri, þannig að þetta var geysilega gam- Bátur Stefáns er af Sómagerá og ber nafniS Björgúlfur Pálsson SH. sigling þangað og á þeirri leið vora miklir kuldar. Sjólag var mikið og ísing fljót að setjast á skipið enda geysilegt ffost. Við höfðum varla undan að berja ísinn af. Þegar færi gafst lögðum við okkur samt ffammi í lúkar í stakk og stígvélum, því það var ffostdð á öllu og enginn hiti um borð. I þessum ferðum urðu margir togarar fyrir áföllum og fórst togarinn Júlí, sem var syst- ur skip Vattar, við hliðina á okkur. Við vorum í sambandi við hann í stöðinni og svo heyrðist allt í einu ekkert í honum, hann bara hvarf. Sennilegast hefur hann farið yfir Svona þekkist Stefán, síbrosandi og hvers manns hugljúfi. Hér er hann aS vinna viS handfærarúllunar sínar þar sem hann undir hag sínum best. Sældarlíf í fiskirannsóknum „Effir fjögur ár á Vetti fékk ég nóg af útilegum og settist að í Vest- mannaeyjum og þar var ég í 24 ár á ýmsum bátum. Náði ég mér þar í vélstjórnarréttindi og réði mig í ffamhaldi sem vélstjóra á Magnús Magnússon VE, en ég hef verið vélstjóri á mörgum bátum eins og til dæmis Þórkötlu, sem var mikið aflaskip á sínum tíma. Það var eitt það skemmtdlegasta sem ég tók þátt í á mínum yngri árum þegar mér var boðið starf á Hafþóri NK sem var 250 tonna togari. Ég var á Vetti á þeim tíma og var um 17 ára gamall. Ég og Magni félagi minn á Vetti vorum sendir á Hafþór sem ríkið hafði leigt í fiskirannsóknir og vora sjö fiskiffæðingar um borð. Þeim þótti það ekki sniðugt að við tveir 17 ára guttarnir værum að segja þeim til um beitingar og netavinnu. Um borð var dóttir yfirfiskiffæðingsins og vorum við Magni með lúkarinn ffammí aleinir en karlanir voru aft- ur í. Þetta var bara eins og hótel fyrir okkur, en stelpan var gullfalleg og kom hún oft ffam í til okkar, en jafn harðan kom pabbi hennar og sótti hana, en hún kom alltaf aftur því hún nentd ekki að vera afturí að hlusta á tautið í körlunum. Við vor- um mikið skemmtilegri, segir Stef- án og skellihlær. Hann heldur áffam: „Þetta var lúxuslíf á Hafþóri, við fórum í hvert einasta krummaskuð á landinu og var togað allsstaðar þar sem hægt var að koma trollinu niður. Svo lág- um við inni á víkum á nóttinni og var sofið alla nóttina og ekki byrjað að toga fyrr en klukkan sjö á morgnana. Þetta var flott líf á okk- ur og maturinn sem var um borð var ekki skorinn við nögl.“ Til Ólafsvíkur „Eftir dvöl mína í Eyjum lá leið- in vestur á Nes og réði ég mig hjá Stakkholti f Ólafsvík á Matthildi SH sem sá heiðursmaður Krist- mundur Halldórsson var skipstjóri á. Var ég margar vertíðar þar og einnig á öðrum bátum hjá Stakk- holti í mörg herrans ár. Ég ákvað svo að verða minn eigin herra og keypti mína fyrstu trillu árið 1982 frá Flateyri og fór á skel. Var það 26,4 tonna bátur sem ég gaf nafnið Björgúlfur Pálsson sem er nafnið á fósturföður mínum og síðan hafa bátar mínir borið það nafii. Ég hef verið á handfærum og línu og róið einn og beitt sjálfur. Þetta er fínt líf, en mikil vinna og kostnaður við svona útgerð er mikill. En þetta hefur gengið hjá mér, ég er með um 30 tonna kvóta núna á bátnum, en fyrir fjórum árum endurnýjaði ég bátinn minn og fékk mér stærri bát sem fer betur með mann. Það er bátur af Sómagerð. Ég hef ekk- ert verið að stressa mig í að róa eins og vitleysingur og nota yfirleitt góðu dagana í róðra,“ segir Stefán og bætir við: „En mikið djöfull var ég slæptur eftir róðurinn í gær, það var ekkert fiskerí og bræluandskoti. Já, já ég er sáttur við mitt í dag og hef engu undan að kvarta." Aðspurður um kvótakerfið segir Stefán að hann sé sáttur við það þótt margt sé athugunar vert við ráðgjöf fiskifræðinga. „Kerfið er alls ekki gallalaust,“ segir hann að lokum. af Beverly Hills Ólafvíkur Kajakmót í Stykkishólmi Sjókajakhátíð Eiríks Rauða var haldin í Stykkishólmi um Hvíta- sunnuhelgina. Gestur hátíðarinnar var þekktur enskur kajakræðari, Simon Cormwall. Voru um 30 kajakræðarar mættir og létu ekki kalda norðanáttina með strekkings- vindi hafa áhrif á sig. Fjölbreytt dagskrá var í gangi fyrir gestina alla helgina. A laugardag klukkan 13 kom þyrla Landhelgisgæslunnar, TF-Eir og sýndi áhöfn hennar æf- ingu í þyrlubjörgun úr sjó. Var einn ræðarinn hýfður úr köldum sjónum um borð í þyrluna. Ekki var áhöfn- in á þyrlunni að tvítóna við björg- unina og var ekki lengi að koma manninum um borð. Erfitt reynd- ist nokkrum kajakmönnum að halda sig á réttum kili í stormöld- tmni og vindinum sem geysaði á laugardag. Sögðu nokkrir þátttak- endur að það væri til bóta að æfa við slíkar aðstæður, þar sem reynir mikið á kajakræðarana og veitir þeim gott tækifæri að öðlast reynslu við erfiðar aðstæður. Þyrla Landhelgisgæslunar viS œfinga- björgun t Stykkkishólmi og er hér aS hýfa einn rœSarann um borS íþyrluna. Eftir hádegi á sunnnudegi fór ffam í Stykkishólmshöfn sprettróð- ur og veltukeppni. af Miklar framkvæmdir eru nú í gangi í Miðbrekkunni í Ólafsvík. Þar er unnið við lengingu götunnar og auk þess eru tvö stór einbýlishús þar langt komin í byggingu. Krist- inn Jónasson, bæjarstjóri í Snæfells- bæ sagði i samtali við Skessuhom að í sumar verði unnið að lengingu göt- unnar, lagnavinnu og gatan loks malbikuð. „Gert er ráð fyrir fjórum húsum í viðbót við götuna og er hönnun þannig að útsýni verður sem best og t.d. verða garðar í suður svo sólar njóti sem best og í norður er útsýni yfir Breiðarfjörðinn. Það er því ekki hægt að hafa þetta betra,“ sagði Kristinn og bætir við: „Þetta verður eins og í Beverly Hills, svo SéS yfir Beverly Hills 90210 Ólafsvíkur, en miklar framkvæmdir eru þar t gangi. vel er hugað að öllum hlutum. Það boðið upp á jafn glæsilegar lóðir sem eru ekki mörg sveitarfélög sem geta þessar.“ af

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.