Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 12

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 12
12 MIÐVIKUDAGUR 30. MAÍ 2007 ^svhuk. Hlauparamir allir saman komnir við Klif í Ólafsvík en þaðan blapu þau síðustu metrana að íþróttavellinum. Áheitahlaup ungmeima af öllu Snæfellsnesi íþróttafélög á Snæfellsnesi sem standa að íþróttastarfi fyrir ung- menni í 3. til 7. flokki stúlkna og drengja í knattspyrnu fóru sl. föstu- dag í áheitahlaup ífá knattspyrnu- vellinum í Stykkishólmi til knatt- spyrnuvallarins í Olafsvík. Tilefni þessa hlaups var að safna áheitum til að greiða niður mótagjöld og ferðakostnað krakkanna í sumar ásamt því að greiða annan kostnað vegna samstarfs þessara félaga. Fé- lögin sem um ræðir eru ffá öllum þéttbýlisstöðunum á norðanverðu Snæfellsnesi. Krakkarnir hlupu alls 65 kíló- metra. Hlaupið hófst í Stykkis- hólmi klukkan 13 og því lauk í Ólafsvík klukkan 19. Gríðarlega góð stemning var á meðal hlauparanna og skemmtu bömin sér hið besta þótt veður væri ekki hið ákjósanlegasta, eða norðan strekkingur og ffemur kalt. Frá grillveislunni. I lok hlaupsins hlupu börnin öll saman síðustu metrana að knatt- spyrnuvellinum í Ólafsvík þar sem boðið var upp á pylsur og ávaxta- drykki sem foreldrar sáu um að matreiða en hráefhi til veitinganna var í boði Söluskála ÓK og Brauð- gerðar Ólafsvíkur. Runnu pylsurnar ljúflega niður, enda börnin þreytt og svöng effir hlaupið. Góður dag- ur var innsiglaður með því að Knattspyrnudeild Víkings bauð hlaupurunum á fyrsta heimaleik liðsins á móti Njarðvík. Leikurinn endaði með markalausu jafhtefli. af eMax sameinast Hive í aprílmánuði urðu breytingar hjá fjarskiptafyrirtækinu eMax sem m.a. hefur boðið upp á þráðlaust netsamband á nokkrum svæðum í dreifbýli á Vesturlandi. Fyrirtækið sameinaðist fyrirtækinu Hive ásamt Atlassíma. „Þessi þrjú fyrirtæki munu starfa undir vörumerki Hive og er það markmið fyrirtækisins að halda áffam að brjóta múra og efla enn frekar þjónustuna við við- skiptavini sína,“ segir í fféttatil- kynningu ffá fyrirtækinu Hive. Þá segir að unnið hafi verið að ýmsum endurbótum á sendakerfi eMax á Vesturlandi í vor. I Reyk- holtsdal var sendir á Kópareykjum endurbættur. Settur var upp ör- bylgjulinkur ffá Skáneyjarbungu að Kópareykjum og bætt var við sendi. Með þessum breytingum eykst af- kastageta sendisins á Kópareykjum. Vegna vandræða með endurvarpa á Ytri Tindstöðum var settur þar upp nýr endurvarpi. Endurvarpinn sinnir hluta af Hvalfirði. Til að sinna viðskiptavinum í Svínadal voru settir upp sendar á Hóli og í Eyrarskógi. Þar með get- ur Hive sinnt þeim bæjum í Svína- dal sem ekki hafa átt kost á netsam- bandi hingað tdl, ásamt því að þjóna vaxandi sumarhúsabyggð á svæð- inu. mm Laxveiðitímabilið hefst í næstu viku í næstu viku, nánar tiltekið 5. júní kl. 7 að morgni, hefst laxveiði- tímabilið með opnun Norðurár í Borgarfirði. Það er fimm dögum síðar en vant er, en eins og margir vita hefur Norðurá verið opnuð 1. júní í mörg herrans ár. Það er tveggja ára lax sem gengur fyrst í árnar á vorin og vegna þess að þeir laxar verða æ sjaldgjæfari með hverju árinu eru fyrstu laxagöngur á Vesturlandi síðar á ferðinni. Það er meðal annars ástæðan fyrir seinkun á opnun Norðurár. Þar verður nú í fyrsta sinn skylduslepp- ing á stórlaxi. Er veiðimönnum nú ekki heimilt að drepa lax sem náð hefúr 70 cm. að lengd og einmitt vegna þess hefúr einnig alfarið ver- ið tekið fyrir maðkveiði í ánni tdl þess að stemma stigu við of miklu veiðiálagi á þennan hluta laxa- stofnsins. Fjölmargar laxveiðiár eru á Vest- urlandi sem opna hver á fætur annarri. Næstu ár tdl að opna fyrir veiði eru Langá, Grímsá-Tunguá og Þverá-Kjarrá þann 15. júní. Hít- ará opnar 18. júní, Andakílsá og Gljúfurá opna 20. júní, Fáskrúð í Dölum opnar 24. júní og Krossá í Dölum opnar 1. júlí. bgk Fjölskyldudagur á Bifröst Skólafélag Háskólans á Bifröst stóð fyrir fjölskyldudegi sl. fimmtudag. Mikið var um dýrðir, meðal annars hoppkastalar, deilda- keppni í Galaxy, grill, töffamaður, hestar, lömb, andlitsmálun og fleira skemmtilegt. Leikkona kom og stjórnaði leikjum með börnum og fullorðnum. Um kvöldið kepptu ræðulið lagadeildar og félagsvís- indadeildar um Doddabikarinn í ræðulist. Umræðuefnið snérist um hvort Reykjavík þurfi á ofurmenni að halda? Þá bauð Menningarfélag- ið upp á sigurvegarana í Söngvakeppni framhaldskólanna sem spiluðu nokkur lög í hléinu á ræðukeppninni og hélt síðan áfram á kaffihúsinu eftir að úrslit lágu fyr- ir. Loks þeytti Páll Óskar Hjálmtýsson skífúm á Kaffi Bifröst í boði útskriftarfélagsins. Mm/ljósm. Eva Summ Grænfáninn í Brekkubæj arskóla Ákveðið hefúr verið að Brekku- bæjarskóli á Akranesi fái Grænfána Landvemdar afhentan næsta haust. Sú viðurkenning fæst endurnýjuð ef skólinn heldur áfram góðu starfi á sviði umhverfismála en fáninn er umhverfismerki sem nýtur virðing- ar víða í Evrópu sem tákn um ár- angursríka fræðslu og umhverfis- stefnu í skólum. Nokkrir skólar á Vesturlandi em nú handhafar þess- arar viðurkenningar og nokkrir hafa fengið endurnýjað leyfi nokkmm sinnum. Skrefin sjö sem skólar þurfa að uppfylla em ákveð- in verkefni sem eiga að efla vitund nemenda, kennara og annarra starfsmanna um umhverfismál. Þann 10. maí sl. kom matsnefnd Landverndar og gerði úttekt í Brekkubæjarskóla, hitti nemendur og starfsfólk og skoðaði hvemig unnið hefði verið að umhverfismál- um síðastliðin tvö ár. Skólinn upp- fyllti öll sjö skilyrðin til þess að fá leyfi til að flagga Grænfánanum næstu tvö ár. I bréfi Landverndar til skólans var sérstaklega minnst á hversu mikilvæg þátttaka bekkjar- fulltrúa var í þessu verkefni. mm m UMF M VíKiNGUR Styrktaraðilar samankomnir ásamtjónasi Gesti Jónassyni, formanni knattspymudeildar Vikings. Við hlið styrktaraðilanna eru leikmenn Víkings í nýja búningnum. Vfldngsmenn skrýðast nýjum búningnm Meistaraflokkur Víkings í Ólafs- vík sem spilar í fyrstu deild tók fyr- ir sinn fyrsta heimaleik í notkun nýjan búning fyrir sumarið. Nýi búningurinn var kynntur fyrir styrktaraðilum í síðustu viku og við það tilefni skrifúðu styrktaraðilar imdir samnig við knattspymudeild- ina. af

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.