Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 27

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 27
gB.'nissumgstsiia MIÐVIKUDAGUR 30. MAI2007 27 Mdlverk afbœnum í Fljótstungu. aldrei hafði áður verið reynt að fara með vélknúið ökutæki þessa leið. Björn Pálsson flugmaður var fáan- legur til að reyna leit úr lofti næsta dag ef veður leyfði. Páll Bergþórs- son átti að fara með honum úr Reykjavík til leiðsagnar eftir að fréttir bærust af för „undanfaranna“ á heiðina um nóttina. Guðmtmdur Þorsteinsson og Er- lingur Jóhannesson á Hallkelsstöð- um fóru ríðandi á heiðina um kvöldið og fundu á leiðinni hestinn sem ófundinn var. Leituðu þeir meðffam vatninu austur og norður en fundu ekkert. Erlingur hélt þá áffam leit meðffam vatninu og ætl- aði að hitta leitarhópinn á slysstað um morguninn. Guðmundur sneri við til byggða með hestana og var kominn niður nokkru fyrir brottför leitarhópsins. Hafin leit I leitarhópnum voru þessir menn: Torfi Magnússon Hvammi, Sigurð- ur Guðmimdsson Kirkjubóli, Guð- mundur Jónsson Bjarnastöðum, Guðmundur Sigurðsson Kolsstöð- um, Erlingur Jóhannesson Hall- kelsstöðum, Sigurður Jóhannesson Þorvaldsstöðum, Kalman Stefáns- son Kalmanstungu og Kristleifur Þorsteinsson Húsafelli. Torfærubíllinn Unimog var með aftanívagn og voru leitartækin flutt á hontun, en þau voru dufl til að merkja leitarsvæði, stórir slæði- krókar og „vatnskíkir," en hann er búinn til úr u.þ.b. tveggja metra löngu röri, um 15 sm í þvermál, með gleri í báða enda. Þrír litlir bátar voru við vötn á heiðinni og var skipt liði við að ná þeim og koma þeim á slysstað. Bátur ffá Kolsstöðum var við Grunnuvötn, annar ffá Hraunsási við Arfavatn og sá þriðji frá Kalmanstungu við Arn- Ingibjörg Bergþórsdóttir. Kristín Pdlsdóttir. arvatn litla. Kapp hafði verið lagt á að safina saman bátum strax í upp- hafi, því að búast mátti við stóru leitarsvæði. Um morguninn var hafit samband við Björn Pálsson og honum sagt ffá för undanfaranna og aðstæðum öllum. Akveðið var að gera tilraun til leitar úr lofti þrátt fyrir slæm veðurskilyrði. Björn lenti á Kalm- anstungumelum við Norðlingafljót. Páll Bergþórsson var kominn þar og fór í flugvélina til Björns honum til leiðbeiningar. Var flogið inn á heiðina, yfir vatnið og hólmana, en vegna hvassviðris og öldugangs var vatnið mórautt og varð því ffá að hverfa. I bakaleið lenti flugvéfin á túninu á Sámsstöðum og fór Páll úr vélinni þar. Ekki var hægt að hefja leit á bát- um fyrr en vind tók að lægja þegar á daginn leið. Dufl sáust á neta- trossunum og voru þær teknar upp. Þrjár trossur lágu með skömmu millibili og sú fjórða út af þeirri vestustu. Þegar sú fjórða var dregin var allt eðhlegt í fyrstu, en á að giska þriðjungur trossunnar var í einni bendu. Var þá augljóst að þama hafði slysið orðið. Var strax settur þar niður stjóri með dufli á. Með slæðingu fannst lík Berg- þórs fljótlega en Hjartar nokkru seinna. Miðað við atvik, veðurspár og veðurlýsingar má leiða líkum að því að suðaustanáttin hafi gengið rúðtxr um það bil sem þeir tengdafeðgar komu að vatninu. Þeir hafi því ákveðið að leggja netin án tafiar og því hafi verið nær lokið þegar vind- ur snerist snögglega til hvassrar suðvestanáttar. Líkin voru flutt í Gilsbakka- kirkju. Þar tóku konur við að ganga ffá þeim og kistuleggja. Oll prests- verk annaðist sr. Einar Guðnason í Reykholti. Við húskveðju í Fljótstungu 16. júlí var sonur þeirra Ingibjargar og Hjartar skírður Hjörtur Bergþór efdr föður sínum og afa. Jarðarför fór ffam ffá Gilsbakkakirkju þann 18. júlí við mikið fjölmenni. Efrirmáli ritstjóra: Framanrimð frásögn er tekin saman efdr tveim meginheimild- um. Guðmundur Jónsson á Bjama- stöðum í Hvítársíðu var einn leitar- manna. Hann lét Borgfirðingabók í té ffásögn af slysinu á Ulfsvatni. Getur hann þess að hún sé skráð af Jóhannesi Benjamínssyni ffá Hall- kelsstöðum árið 2002. Guðmundur Þorsteinsson tengdasonur Bergþórs í Fljótstungu aflaði margvíslegra upplýsinga um aðdraganda slyssins og leitina að Fljótstungufeðgum og ritaði greinargerð um atburði. Leit- aði hann heimilda víða. Tveggja er getið hér að firaman, Einars Svein- bjömssonar veðurfræðings og Kol- beins Guðmundssonar í Stóra-Asi. Aðrir er Guðmundur tilgreinir sem heimildarmenn era Arni Þorsteins- son, Bjami Marinósson, Erlingur Jóhannesson, Ingibjörg Bergþórs- dóttir, Jón Bergþórsson, Kalman Stefánsson, Magnús Kolbeinsson, Magnús Sigurðsson, Páll Bergþórs- son og Sigríður Þorsteinsdóttir. Myndir með greinirmi em í eigu Ingibjargar Bergþórsdóttur. fih Þó að sjávarbáran blá - belgja nái túla Það era ekki margir dagar sem pósturinn kemur ekki með einhver gylliboð til okkar um eitthvað sem okkur vantar ekki en er á alveg ótrúlega góðu verði. Ekki síst era það stóra byggingavöruverslanirn- ar sem eru duglegar að benda okk- ur á gæði sinnar vöra og náttúru- lega frábært verð. Ef ég man rétt var það Páll Guðbjartsson sem setti saman eftirfarandi auglýsingu fyrir Vírnet h.f. með tilvísun í fleyg orð úr Síraksbók „Nöldur- söm kona er sem sífelldur þakleki." Það er langt stðan þetta var skráð ogþessi vissa var fengin. Við þakleka kunnum við þúsund ráð en þrasgjamri konu engin. Fyrir margt löngu voru þeir Halldór Jörgensson og Sigurður Jónsson í Tryggvaskála að breyta þaki á gömlu Fiskivershúsunum á Akranesi vegna nýrra véla sem ver- ið var að setja upp. Settur var kvistur en einhverra hluta vegna þurfti að auka hann út með öðrum kvisti. Sigurður mtm ekki hafa ver- ið lærður smiður en hafði svokall- að konungsbréf sem veitti honum viss réttindi. Ég held endilega að það hafi verið Sigurður sem orti: Þá erfyrst að list er list og langir ristir viðir. Þegar vista kvist á kvist kóngsins listasmiðir. Þriggja tommu naglar eru gjarn- an kallaðir treitomma eða bara treisa og er að því vikið í effirfar- andi vísu sem ég held endilega að sé líka eftir Sigurð: Afi'am geysast viljum vér við að reisa hreysi. Því óbeysið þykir mér þetta treisuleysi. Margt orti Sveinn Hannesson ffá Elivogum, þar á meðal stétta- vísur og þar í þetta um smiðina: Smiðir lifa á smekkleysi, smátt til þrifa vinnandi, kítti í rifur klínandi, klambrið yfir breiðandi. Endilega minnir mig að eftirfar- andi vísa um bílstjórana sé úr sama bálki og vona ég þá að einhver leiðrétti mig ef svo er ekki: Vegi bala bílstjórar, bændafæla truntumar, bensínsvœlu safharar, sannir þrala jafningjar. Lúðvík Kemp orti einnig stétta- vísur og þar á meðal um símastúlk- urnar: Iðka leiknar amorsspil, allt er teiknað þeim í vil, veitafiikn af ástaryl, ekki eru reiknuð viðtalsbil. Og um kennara: I krakka troða kennarar, kristni boða um sveitimar. Fóðra á moði menningar máttarstoðir heimskunnar. Töluvert er einnig til af svoköll- uðum „off er“ vísum og vísnabálk- um og þar á meðal þessi eftir Bjarna ffá Gröf: Oft erflöt hjá fiárhúsum, fim af skótu á Vestfiórðum, slitinfót í slarkferðum, slysagöt á konunum. Annar leikur hagyrðinga var að yrkja bragi þar sem sama hending- in kom fyrir í hverri vísunni eftir aðra. Um Gísla nokkurn Gíslason frá Lágmúla á Skaga orti Lúðvík Kemp alllangan brag og er þetta þar í: Ruddist á í réttunum rýndi á ská að mörkunum var að gá að geldrollum Gísli lági af Skaganum. Sveiflaði Ijá með sviptingum á sinu gráaflókanum Gæddi á strái gemlingum Gísli lági af Skaganum. Kölski brá upp kíkinum Króks á háu nöfunum Var að gá að garpinum Gísla lága afSkaganum Um sama mann er þessi vísa þó ekki sé hún úr sama brag: Þó að sjávarbáran blá belgja nái túla gengur ráargöltinn á Gísli á Lágamúla. Meðan algengast var að flestir verkfærir menn færu til sjóróðra síðari hluta vetrar eins og lengi var, varð til ókjör af svokölluðum for- mannavísum þar sem taldir voru upp formenn báta í viðkomandi verstöð. Eftir Magnús Teitsson á Stokkseyri er eftirfarandi vísa sem að öllum líkindum er úr slíkum bálki: Yfir bjartan bárupart berst með hjarta ólinu. Grætur vart, þótt gangi ei hart Grtmur á kvartelinu. Einhver orti á sínum tíma „For- mannatal í Letingjavogum í Ömennskuveri“ og er þar vikið að Magnúsi Sálarháska með þessum orðum: Veiði gála gafst ei hál, gjam að málaráski. Meiði stála með um ál Magnús Sálarháski. Það er nú liðin tíð að þorskurinn sé okkar aðal auðsuppspretta, hverju sem um er að kenna og hverjum augum sem menn líta á þá þróun, en Rögnvaldur Rögnvalds- son hafði þessa sýn á málið: Aumt er að hafa átt og misst, auðs erfallvölt trúin. Islendingurinn át sinn Krist upp - sá guli er búinn. En, en, allt er breytingum und- irorpið og aðrir hlutir verða mikil- vægir, hvaða skoðun sem menn hafa svo á þeirri þróun. Rögnvald- ur orti líka: Veginn hála varðar tál valið málin þvingar. Fyrir álið sína sál selja gáleysing/ar. Þegar Húsvíkingar héldu sína Alvöku á sínum tíma þótti ýmstun mikil fagnaðarlæti út af ekki meiri sigri. Georg á Kjörseyri varð hugs- að til annars Bakka og bræðra sem þar bjuggu: Nú heyrir maður hlakka Húsavíkur lið. - Og bræðumir á Bakka bera inn sólskinið. Ætli það sé svo ekki mál að taka undir með Káinn gamla: Best er nú að byrja að hætta, búinn er ég lengi að þvætta; endirinn skyldi í upphafi skoða, áður en maðurfer sér að voða. Með þökk fyrir lesturinn, Dagbjartur Dagbjartsson Hrísum, 320 Reykholt S435 1489 og 849 2715 dd@simnet.is

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.