Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 20

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 20
20 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI2007 Heiðar Bjömsson hefur víða komið við á sjónum Eins og margir ungir menn sem búa í nálægð við sjóinn reyna þeir fyrir sér á báti. Sumir halda áfram en sjómannslífið á hreint ekki við alla. Heiðar Bjömsson frá Grundar- firði er einn þeirra sem byrjaði á sjó ungur að árum og er enn að. ,Já, það er erfitt að slíta sig frá sjónum," segir Heiðar. „Maður kann ekkert annað, mér líkar þetta vel og mér finnst þetta ágætis vinna. Eg held því að ég sé ekkert að fara að hætta því í bráð.“ Reyndi fyrir sér í eigin útgerð Heiðar segist hafa byrjað á sjón- um 14 ára gamall á netabátnum Lunda SH ffá Grundarfirði. „Við vorum á netum á sumrin. Svo réði ég mig á Grandfirðing á net og hörpudisk. Það var fínt á skelinni, róið þetta fimm daga vikunnar og tekjumar vora góðar. Þar á eftir fór ég á togarann Rtrnólf og fleiri báta eftir það. Eftir að ég hætti á stærri bátum var mér boðið að taka við trillu. Svala hét hún og var sjö tonna opinn trébátur sem ég réri á færi og línu um veturinn. Það gekk fínt með þann bát, en svo var hann seldur undan mér og því varð ég að leita að vinnu aftur og fékk þá Lárbergið frá Grundarfirði, þar sem við vorum á netum og línu. Það blundaði alltaf í mér að fá mér eigin bát og lét ég verða af því árið 1992 þegar ég keyptá mér lítdll skelbát. Það gekk illa. Alltaf bilana- vesen og seldi ég hann aftur. Eg átti þá trillu í tvö ár. Þá réði ég mig á Tjald SH ffá Rifi og fór á línu. Ég var þar um borð í sex mánuði. Við vorum á Grálúðu, en svo fékk ég nóg af útilegunni. Það var samt gott að vera á Tjaldinum, góð laun, en kannski ekki mikil miðað við útileg- una,“ segir Heiðar. Grásleppuútgerðin fór í rokinu Hann leigði sér svo bát efdr ver- una á Tjaldinum og var á línu í dagakerfinu sem var á þeim tíma og HeiSar ai landa afla á Litla Hamri SHfrá Rifi. Bjössi SH sem Heiiar átti. Stormsker, gáskabáturinn sem Heibar átti. gekk það mjög vel. „En svo keypi ég mér bát aftur og skírði ég harm Bjössa, en hann var með fjórtán tonna kvóta og var ýsan þá utan kvóta. Eitt árið fékk ég 250 tonn á Bjössa, þar af 50 tonn af þorski og restin var steinbítur og ýsa. Síðan var steinbíturinn og ýsan sett í kvóta og þá varð reksturinn þyngri, vegna hás leiguverðs. Ég fór síðan á grá- sleppu á Bjössanum norður á Strandir og gekk það alveg supervel. Gott verð var þá á grásleppunni. Arið eftir keypti ég mér Gáskabát sem var mikið stærri og öflugri en Bjössinn og fór ég þá á línu og skak. Sumarið eftir að ég keypti bátinn fjárfesti ég mér í grásleppubúnaði; netum, baujum og fleiru sem til þarf og fór ég svo norður að Ströndum aftur, enda hafði mér gengið vel þar sumarið áður. En dag einn gerði norðan storm í níu daga og ekkert var hægt að vitja um netin. Þegar ég komst loks á sjóinn eftir veðrið var allt ónýtt; netin gjörsamleg ónýt, svo þetta var bara sjálfhætt og hætti ég við þetta í eigin útgerð. I dag er ég með hnubátinn Litla Hamar ffá Rifi og er útgerðin sem á bátirm ffá- bær. Mér líkar mjög vel þarna og aflabrögðin í vetur hafa verið mjög góð þegar gefið hefur en veðrið hef- Dagsferðir ferðamanna með strætó á Akranes Feröamennimir hófu heimsókn stna á Safnasvœöinu á Göröum. Hér er veriö aö skoöa Steinaríki Islands, eitt margra safna á svceöinu. Síðastliðinn föstudag kom 40 manna hópur þýskra ferðamanna í dagsferð með áætlunarbíl frá Strætó á Akranes. Koma ferða- manna er sem slík ekki fféttnæm nema fyrir þær sakir að hópurinn nýtir sér ódýra áætlunarferð í stað þess að fara með rútu á vegum ferðaskrifstofunnar eins og almennt gerist. „Venjan er sú þegar um ferðahópa er að ræða að þeir hafi sína eigin rútu til afnota, en til þess að undirstrika hagkvæmni þess að nota almenningssamgöngurnar koma þeir með Strætó. Reyndar hafa Skagamenn líka vakið athygli á því að dagsferð með Strætó ffá Reykjavík sé afar hagkvæmur kost- ur; sennilega ódýrasta dagsferðin sem ferðamönnum stendur til boða enda kostar slík ferð aðeins fáeinar evrur,“ sagði Tómas Guðmunds- son, markaðsfulltrúi Akraneskaup- staðar í samtali við Skessuhorn. Hópurinn sem kom á föstudag er sá fyrsti af nokkrum í sumar sem ferðaskrifstofan Katla DMI skipu- leggur í samstarfi við þýsku ferða- skrifstofuna RV Touristik í Munchen. Hópurinn heimsótti Safhasvæðið, skoðaði þar söfiiin og fékk hádegisverð, hélt síðan á Langasand og endaði heimsókn sína í sundi á Jaðarsbökkum áður en haldið er af stað með Strætó til baka til Reykjavíkur. mm ur vissulega hamlað veiðum mikið. Var beðinn um að henda aflanum Eins og fyrr segir hefur Heiðar reynt fyrir sér í ýmsu, en alltaf þó tengdu útgerð og sjómennsku. „Eitt árið var ég beðinn um að taka að mér skipstjóm á dragnótarbát vestan af fjörðum. Tók ég bátinn og sigldi honum vestur. Þá hafði fiskverkandinn sem var ffá Hafnar- firði og tók afla af bátnum samband við mig og sagði mér að henda öll- um þorski sem væri undir 70 cm fyrir borð. Ég tók það ekki í mál og sagðist ekki hafa áhuga á að henda laununum mínum fyrir borð. Ég sagði manninum að ég hefði engan áhuga á að taka þátt í svona rugli og hætti samstundis og fékk mér aðra vinnu. Engan róður fór ég á bátn- um þeim.“ Engin nýliðun Um kvóta kerfið segir Heiðar að það sé orðið vonlaust að komast inn í það aftur og óttast hann að það verði engin nýhðun í sjávarút- veginum. „Verðið er komið í tómt rugl á aflaheimildum og leiguverð er alveg fáránlegt. Svo eru þing- menn að öskra á að það þurfi að laga kerfið, en ekkert gerist. Það er orðið of seint að breyta kerfinu núna. Hvað eiga þeir að gera sem eru búnir að kaupa allan kvótann sem þeir eiga? Hvernig er hægt að láta þá sitja í súpunni,“ spyr Heiðar að lokum. af Hópurinn á myndinni ásamt kennurum sínum þeim Guörúnu Völu og Ingibjörgu Elínu. S Utskrift úr Landnema- skólanum í Borgamesi Fjórtán nemendur ffá sex þjóð- löndum útskrifuðust úr Landnema- skólanum í Borgarnesi þann 22. maí sl. Landnemaskólinn er 120 kennslustunda nám ætlað útlend- ingum sem sest hafa að á Islandi og tala svohtla íslensku. Námsgrein- arnar eru íslenska, samfélags- ffæðsla, sjálfsstyrking, tölvufufærni og færnimöppugerð og er mark- miðið með þessu námi að nemend- ur læri á íslenskt' samfélag og at- vinnulíf auk þess sem íslenska tungumálið er veigamikill þáttur. Kennt var tvisvar í viku ffá ára- mótum og voru kennarar þær Ingi- björg Elín Jónasdóttir og Guðrún Vala Elísdóttir sem jafhffamt stýrði verkefninu. Landnemaskólinn er vottuð námsleið með námskrá og styrkt af Menntamálaráðuneytinu og meta má námið til 10 eininga á ffam- haldsskólastigi. Utskriftarathöfhin var haldin í Alþýðuhúsinu í Borgar- nesi og var ákaflega hátíðleg. Inga Dóra Halldórsdóttir, ffamkvæmda- stjóri Símenntunarmiðstöðvarinn- ar á Vesturlandi ávarpaði hópinn og fyrir hönd nemenda hélt Guðrún Fjeldsted tölu. Sýndur var fil- ippískur þjóðdans og veitingar voru alþjóðlegar. Til stendur að halda Landnemaskóla á Akranesi á haust- dögum. mm

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.