Skessuhorn


Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 22

Skessuhorn - 30.05.2007, Blaðsíða 22
22 MIÐVIKUDAGUR 30. MAI 2007 ^■tiisaunu^ Landsbyggðarmaður í landsbyggðarráðuneyti Rætt við Einar K. Guðfinnsson sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra Einar K. Guðfinnsson á skrifstofu sinni ísjávarútvegsráðuneytinu við Skúlagötu. I baksýn er líkan af „Svarta Tóta, “ en afi hans, Einar Guðfinnsson, var formaður á honum. Þor- steinn Magnússon, sem réri með Einari, smíðaði líkanið oggafEinari eldri. Systkini fóður hans gáfu ráðherra líkanið í tilefni fimmtugs afmœlis hans. Einar K. Guðfinnsson er fimmti þingmaður Norðvesturkjördæmis. Hann skipaði annað sæti á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir síðustu kosningar og hefur nú verið skipað- ur sjávarútvegs- og Iandbúnaðar- ráðherra í ríkisstjórn flokksins og Samfylkingarinnar, en áður gegndi hann embætti sjávarútvegsráðherra. Sjávarútyegsmálin þekkir hann vel enda fæddur og uppalinn í Bolung- arvík og þar starfaði hann í fyöl- skyldufyrirtækinu Einari Guðfmns- syni hf. Skessuhorn hitti Einar að máli í vikulokin þegar ný ríkisstjórn hafði nýlega tekið við landsstjórn- inni. Rætt er við Einar K um breyt- ingar á ráðuneyti hans, stöðu Norðvesturkjördæmis sem nú á einn ráðherra í stað þriggja áður og verkefnin ffamundan. Æska í sjávarplássi Einar Kristinn Guðfinnsson er fæddur í Bolungarvík 2. desember 1955. Hann er sonur hjónanna Guðfinns Einarssonar og Maríu K. Haraldsdóttur. Eiginkona hans er Sigrún J. Þórisdóttir sem starfaði lengst af sem kennari, en er nú starfsmaður SP Fjármögnunar. Þau hjón eiga þrjú börn, Guðfinn Olaf viðskiptafræðing, Sigrúnu Maríu sem var að útskrifast stúdent ffá Kvennaskólanum og Pétur nema. Einar ólst upp í Bolungarvík og hóf ungur störf við fiskvinnslufyrirtæki fjölskyldunnar, Einar Guðfinnsson. Að loknu stúdentsprófi ffá MI hóf hann störf sem blaðamaður á Vísi. Arið 1980 lauk hann námi í stjórn- málaffæði við Essex háskóla í Bret- landi og settist í fyrsta skipti á þing sem varaþingmaður í hálfan mánuð sama ár. Hann starfaði síðan hjá Einar Guðfinnssyni hf. þar til hann var kjörinn á Alþingi árið 1991. Þann 26. september árið 2005 var Einar skipaður sjávarútvegsráð- herra. Engar stórar breytingar Rætur Einars liggja í sjávarútveg- inum og enginn efast um þekkingu hans og áhuga á þeim málum. Að- koma hans að landbúnaðarmálum er ekki eins augljós og ekki úr vegi að spyrja ráðherra um tengingu hans við þau. „Rætur mínar liggja einnig í íslenskum landbúnaði. Eg var í sveit norður í Skagafirði í mörg ár og hef alltaf haft mikil samskipti við bændur. Líka vegna þess að í Vestfjarðakjördæmi er landbúnaður veigamikill þáttur í at- vinnusköpuninni, þó það blasi kannski ekki við mönnum við fyrstu sýn. Þegar ég var kjörinn á þing árið 1991 fór ég strax í landbúnað- amefhd sem þá var undir stjóm Eg- ils Jónssonar á Seljavöllum. Þar vorum við ungir þingmenn ég, Guðni Agústsson og Arni M. Mathiesen með gömlum refum eins og Halldóri Blöndal sem þá var landbúnaðar- og samgönguráð- herra og Agli. Þar varð mér strax ljóst hvar áherslur þyrftu að liggja í landbúnaði." Einar segir að þrátt fyrir að alltaf verði áherslubreytingar með nýju fólki sé ljóst að engra stórra breyt- inga sé að vænta í landbúnaðarmál- um. „Stór hluti þeirra mála ræðst af búvörusamningum og um næstu áramót tekur gildi sauðfjársamn- ingur sem var nýverið lokið við. Hann mun gilda í nokkur ár enn sem og samningur við mjólkur- framleiðendur þannig að stefnan er mörkuð nokkur ár ffam í tímann." * Oheftur innflutningur óðs manns æði Áherslur stjórnarflokkanna í landbúnaðarmálum hafa verið ólík- ar. Samfylkingin lagði í fyrra fram stefnu um töluverðar breyringar á málaflokknum þar sem m.a. var kveðið á um aukinn innflutning landbúnaðarvara. Ráðherra segir að hann telji að margir í landbúnaði hafi haff beyg af því að ríkisstjóm með þátttöku Samfylkingarinnar yrði ekki vinsamleg landbúnaði. Þeir þurfi hins vegar ekkert að ótt- ast. „Það þarf ekki annað en að lesa stjórnarsáttmálann til að sannfærast um að svo er ekki. Ríkisstjórnin vill öflugan innlendan landbúnað og ég er viss um að það er víðtækur póli- tískur og almennur stuðningur í samfélaginu við að tryggja íslenskan landbúnað. Eg tel að óheftur inn- flutningur landbúnaðarafurða væri óðs manns æði. Það hefur orðið mikil hagræðing í greininni, bú stækkað og afurðastöðvar verið sameinaðar. Það hefur leitt til verð- lækkana á landbúnaðarafúrðum og það er ekki pólitískur vilji til að kaf- færa landbúnaðinn með erlendum lágverðsvörum." Fyrri ríkisstjórn stóð nýverið fyr- ir skattalækkunum á ákveðnar mat- vömr og Einar segir að nú sé færi á að lækka vöraverð. „Við stöndumst ekki samanburð við ódýran land- búnað í Evrópu og sunnar á hnett- inum, en með aðgerðum síðustu ríkisstjórnar skapaðist svigrúm til að bæta samkeppni í verðlagsmál- um. Ef við opnuðum allar gáttir mundi það þýða endalok innlends landbúnaðar eins og við þekkjum hann. Með skattbreytingunum er færi á að lækka vömverð og íslensk- ir neytendur eiga kröfu á þá sem flytja inn vömr um að þess gæti í buddunni. Nú hefur gengi krón- unnar styrkst svo um munar frá ára- mótum og ég nota tækifæri og aug- lýsi eftir því gagnvart innflytjend- um að þess fari að gæta strax í verð- lagningu. Eg sé því miður fá merki um það ennþá. Eg held okkur væri hollast að hugsa tun það og leyfa ís- lenskum landbúnaði að spjara sig.“ Breytingar á ráðuneyti Einar segir að uppstokkun ráðu- neyta hafi ekki átt að koma neinum á óvart, öllum hafi átt að verða ljóst að til tíðinda drægi hvað það varð- ar. Hann segir breytingarnar sem að honum snúa leggjast mjög vel í sig. „Eg fæ tækifæri til að takast á við ný og spennandi verkefni og fæ að halda áfram með þau verkefhi sem ég var með á minni könnu áður. Þannig er það með okkur ráð- herra, maður lýkur einhverjum verkefnum og um leið bíða manns ný. Maður lýkur áföngum og fær að halda áffarn sem er ánægjulegt, því ég hafði ekki verið ráðherra sjávar- útvegsmála í nema eitt og hálft ár.“ Allt er breytingum háð og Einar segir það sama eiga við um Stjórn- arráðið. „Sum verkefni lenda í ákveðnum ráðuneytum nánast fyrir tilviljun. Það er því ekki nema eðli- legt að með nýjum tíma séu málin skoðuð upp á nýtt. Eg hef hins veg- ar ekki talið að það ætti að sameina ráðuneyti í heilu lagi, mér finnst mtm skynsamlegra að taka þetta verkefhi fyrir verkefhi. Það mætti hugsa sér að þau verkefhi sem snúa að menntamálum í landbúnaði færa undir menntamálaráðuneytið og eins að landgræðsla og skógrækt færa undir umhverfisráðuneytið að einhverju leyti. Þegar þetta er sagt era þetta bara hugmyndir sem á eft- ir að þróa betur þannig að ekkert er fast í hendi með það og því kannski ekki alveg tímabært að ræða þau mál út í hörgul.“ Jafrtgild verkefiii Sameining lanbúnaðar- og sjáv- arútvegsráðuneytis hefur vakið upp spurningar um stöðu landbúnaðar- mála. Munu þau verða einhvers- konar „skúffuráðuneyti“ hjá sjávar- útveginum? Er hægt að líta á þessa breytingu sem vísbendingu um minnkandi vægi landbúnaðar í sam- félaginu? Einar segir svo ekki vera. „Eg get vel skilið það að menn ktrnni að hafa áhyggjur af því að landbúnaðarmálin verði undirdeild hjá sjávarútvegsráðuneytinu. Raun- ar hafa margir í sjávarútvegi þær áhyggjur að aðaláherslan verði á landbúnaðarmálin. Minn vilji stendur hins vegar aðeins til eins; að líta þannig á að þessi verkefni séu jafngild. Það mega menn vita frá fyrsta degi.“ Einar segir að í báðum ráðuneyt- um sé gríðarlega gott starfsfólk sem muni leggja sig ffam við að gera breytingarnar sem bestar úr garði. „Þegar að því kemur að skipulagi hefur verið breytt í nýja ráðuneyt- inu munum við líta þannig á að verkefnum sé sinnt í heild sinni. Við verðum ekki með sjávarútvegs- eða landbúnaðarkassa í ráðuneyt- inu, eingöngu verkefhi sem rökrétt er að séu hér. Auðvitað era mis- munandi áherslur á milli þessara tveggja greina. Sjávarútvegurinn sækir mest á erlendan markað á meðan landbúnaðurinn er að mestu á heimamarkaði. Þetta era hins vegar allt verkefhi sem þarf að leysa og það munum við gera.“ Sjávarútvegur dráttarkláriim Einar hefur lifað og hrærst í sjáv- arútvegi um langa hríð og þekkir þau mál því vel. Hann er ekki í vafa um hvert er mikilvægasta verkefnið í þeim málaflokki. „Eftir því sem ég hef orðið reynslumeiri í ráðuneyt- inu og velt þessum málum fyrir mér hef ég hugsað um þessa hluti með nokkuð skýrari hætti en áður. Eg tel að mesta verkefni sem sjávarútveg- urinn stendur ffammi fyrir innan- lands sé að verða skipulagður þannig að hann standist algjörlega samkeppni við aðrar atvinnugreinar um fólk og fjármagn. Hann á að vera leiðandi afl í íslensku samfélagi og er það í dag, þökk sé þeim sem hafa skipulagt greinina og hrærst í henni. Lífskjarasókn síðustu ára- tuga hefði ekki orðið ef sjávarútveg- urinn hefði ekki staðið sína plikt, hann hefur verið dráttarklárinn á gnægtarvagn samfélagsins. Nú er hins vegar svo komið að ungt fólk vill ekki fara í sjávarútveg í nægjan- lega ríkum mæli og það er áhyggju- efhi.“ Einar segir að sjávarútvegur verði að geta bragðist við samkeppni, í hvaða formi sem er. „Það er sem betur fer mikill uppgangur í mörg- tun greinum og sjávarútvegurinn verður því enn ffekar að standa vaktina. Við getum nefnt stóriðju, en þar er um að ræða ríkisábyrgð á lánum, ferðaþjónustu sem er ný og aðlaðandi grein og fjármálaþjón- ustu sem er öflug atvinnugrein í mikilli sókn sem dregur til sín ungt fólk alls staðar að af landinu. Við öllu þessu þarf sjávarútvegurinn að eiga svör. Hann þarf að hafa fjár- hagslegt svigrúm og ffelsi til að skipuleggja. Við höfum gert miklar hagræðingarkröfur í greininni og geram áfram til að fá besta fólk sem á þarf að halda.“ Byggðarfrg úrræði „Sjávarútvegurinn nýtur hins vegar mikillar sérstöðu vegna þess að hann er svo víða þungamiðja samfélaga við sjávarsíðuna. Við höf- um gripið til sérstakra úrræða til að bregðast við þessu sérstaka hlut- verki. Með handafli höfum við fært gríðarlega mikið af aflaheimildum frá stærri bátum til minni, við höf- um komið á línuívilnun fyrir þá sem beita í landi, þá höfum við veitt tals- verðum byggðakvóta til þeirra sem

x

Skessuhorn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Skessuhorn
https://timarit.is/publication/1096

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.